
Hrafninn – þjóðin, sagan, þjóðtrúin
Útgáfuár: 2022
Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson – Hrafna-Flóka – upp að Íslandsströndum. Ýmislegt fréttist af þessum blakka spekingi eftir það, löngum tengdist hann myrkravöldunum, var til dæmis sagður iðulega á flugi við inngang Vítis, sem átti að vera í þeirri eldspúandi Heklu, og ekki var laust við að galdramenn notuðu parta úr búki hans í kukli sínu. En hann átti sér líka marga vini á fyrri tíð, sem gaukuðu að honum matarbita í vetrarhörkum og elskuðu hann og dáðu. Á því hefur engin breyting orðið.
Krummi er sagður vita lengra nefi sínu. Vísindin telja hann reyndar á meðal gáfuðustu dýra sem þessa reikistjörnu byggja. Hann er eftirherma mikil og þjóðtrúin segir hann aukinheldur geta orðið 900 ára. Það er ekki lítið.
Í þessari bók er hrafninn skoðaður frá mörgum hliðum og víða leitað fanga og niðurstaðan er sú, að hann er engum líkur.
Fjöldi glæstra mynda eru í bókinni.
Leiðbeinandi verð: 12.480-.
Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldal
Útgáfuár: 2022
Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sér „draug“. Kolbeinn Arason flýgur með lík. Gunnar á Fossvöllum fullyrðir að Akureyrardeildin í Helvíti sé full. Þuríður Hallgrímsdóttir á Brú fær bréf frá hatursmanni sínum. Jón í Möðrudal auglýsir eftir ráðskonu. Séra Sigurjón Jónsson býr til nýtt Faðirvor. Reiðhestur úr Hrafnkelsdal stendur á haus inni við Kárahnjúka. Baldur Pálsson frá Aðalbóli segir frá eðlisfræðitilraunum og Haukur á Hauksstöðum fer sér til hressingar á Heilsuhælið í Hveragerði en fær þá óvænt skeyti frá Hákoni Aðalsteinssyni.
Í þessari bók er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.
Leiðbeinandi verð: 6.580-.
Fótboltaspurningar 2022
Útgáfuár: 2022
Hvaða lið spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli?
Hvaða íslenska knattspyrnukona, sem er fædd árið 1985, á þennan knattspyrnuferil með félagsliðum: FH, KR, FH, Þróttur R,m Valur, 1. FC Saarbrücken, Kristianstads DFF og Selfoss?
Frá hvaða liði keypti Liverpool framherjann Darwin Nunez?
Hver var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Marcus Rashford lék fyrsta leik sinn fyrir félagið?
Hver var númer 4 í íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu 2022?
Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók, sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Fáskrúðsfjarðarsaga I-III
Útgáfuár: 2022
Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.
Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 32.900-.
Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.
Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 32.90
Bjóluætt
Útgáfuár: 2022
Eftir margra ára vinnu í gegnum ótal Covid-bylgjur hefur nú loksins tekist að koma út þessu mikla verki, Bjóluætt. Ættin er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1885), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893) . Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu riti, sem prýtt er fjölda mynda.
Tilboðsverð: 16.900.
Ævintýraför Stubbs og Stubbalínu í Stafalandið (lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu)
Útgáfuár: 2021
Í þessari bók dr. Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur, kennara og heyrnar- og talmeinafræðings, er kynnt lestrarkennsluaðferð sem leitast við að persónugera stafina og hljóðin og sveipa þannig innlögnina þeim ævintýrablæ sem höfðað gæti til barna. Stubbur og Stubbalína eru lítil kríli sem fundu stafabók, sem í þeirra augum var bara full af alls konar krassi og kroti sem þau skildu ekkert í. Þau fengu því þá snjöllu hugmynd að fara í Stafalandið þar sem allir stafirnir eiga heima og læra að þekkja þá og hljóðin þeirra svo þau gætu nú skilið hvað skrifað var í þessa ágætu stafabók þeirra. Í Stafalandinu hitta þau stafina einn af öðrum og fá að vita hvað þeir heita. Jafnframt fá þau að vita að hver stafur á sitt sérstaka hljóð sem oft líkist þeim hljóðum sem við sjálf gefum frá okkur undir ýmsum kringumstæðum. Þar má nefna hljóð eins og:
/ s / (S) sem við gefum frá okkur sem hvæshljóð þegar við erum reið.
/ eí / (EY, EI) sem í raun eru gleðihljóð og geta heyrst í skríkjum.
/ m / (M) sem við gefum frá okkur þegar okkur finnst eitthvað gott.
/ a / (A) sem við gefum frá okkur þegar við erum þreytt.
/ o / (O) sem við gefum frá okkur í óþolinmæðisköstum.
/aú / (Á), / oú / (Ó), / aí / (Æ) sem eru sársaukahljóðin.
Það er þekkt að við eigum auðveldara með að læra og festa í minni ef við getum fundið einhver tengsl milli þess sem við erum að læra og þess
sem við þegar þekkjum.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar – FUGLADAGBÓKIN 2022
Útgáfuár: 2021
Þetta er tvímælalaust fallegasta dagbókin sem komið hefur út á Íslandi og þá með fullri virðingu fyrir öðrum, enda er hér um sannkallaða LISTAVERKA-DAGBÓK að ræða – prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda af fuglum og margþættum fróðleik um 52 af þeim tegundum af rúmlega 400, sem talið er að hafi sést á Íslandi frá upphafi skráningar. Í bókinni er að finna eyðublað fyrir hverja viku ársins, þar sem m.a. er hægt að skrá niður hvaða fuglategundir sjáist þennan eða hinn daginn, hvernig viðrar og svo framvegis. Auðvitað má svo einnig nota bókina eins og hefðbundna dagbók þar sem fólk skráir eitt og annað hjá sér.
Leiðbeinandi verð: 7.380-.
Spurningabókin 2021 – Hvað hafa kanínur margar framtennur?
Útgáfuár: 2021
Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Í hvaða sjónvarpsþætti, haustið 2020, fengu áhorfendur að kynnast Bjössa sax? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvað fær fólk úr kókómjólk ef marka má auglýsinguna?
Þessar spurningar og fjölmargar aðrar eru í þessari stórskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili, í hverjum skóla og þess vegna bara alls staðar.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár
Útgáfuár: 2021
Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað árið 1919. Í þessari bók er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga. Þá er hér einnig að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, auk nokkurra sem útskrifuðust fyrr, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.
Leiðbeinandi verð: 14.980-.