Ég verð að segja ykkur – Ingvar Viktorsson lætur gamminn geisa

Útgáfuár: 2022

Hér lætur Ingvar Viktorsson, fyrrum kennari, bæjarstjóri og íþróttafrömuður, gamminn geisa og sögurnar eru óteljandi. Guðjón Ingi Eiríksson ritstýrði bókinni, en í ritnefnd voru auk hans Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson og Orri Þórðarson. Og það má alveg láta það fylgja með að ritstjórnin þurfti að beita Ingvar hörðu til að fá hann til að fallast á að segja okkur frá viðburðaríkri ævi sinni, en það tókst þó og ættu margir að hafa fróðleik og skemmtun af frásögn hans. Rétt er að láta eina sögu úr bókinni fylgja hér með:
Einu sinni ætlaði ég að fá vin minn og félaga, Þóri heitinn Jónsson, með mér í golfið og við fórum út á Hvaleyri. Ég stillti upp bolta og bað Þóri að fylgjast með. Ég valdi kylfu og sló, en hitti ekki boltann, reyndi aftur og það sama gerðist, ég hitti ekki boltann. Þegar mér hafði mistekist ætlunarverk mitt í þriðja skiptið missti Þórir þolinmæðina og sagði: „Þetta er helvíti sniðugt, en til hvers er boltinn?“

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Gamansögur, Hafnarfjörður, Íþróttir

Knattspyrnubærinn – 100 ára knattspyrnusaga Akraness

Útgáfuár: 2022

Knattspyrnufélagið Kári var stofnað af nokkrum ungum drengjum árið 1922. Stofnunin markar upphaf knattspyrnusögu Akraness. Knattspyrnuæði greip um sig meðal bæjarbúa og ekki sér enn fyrir endann á því. Skagamenn unnu fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfðuborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugina og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Þremur áratugum síðar hófu konur á Akranesi að keppa í knattspyrnu. Fyrsta Íslandsmót kvenna fór fram innanhúss árið 1971 og urðu Skagamenn fyrstu Íslandsmeistarar kvenna.

Hér er að finna sögur af forgöngumönnum knattspyrnunnar á Akranesi, baráttu Kára og Knattspyrnufélags Akraness, úttroðnum hrútspungum sem voru notaðir sem boltar, gullöldum, úrslitaleikjum á Laugardalsvelli, bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar, yfirvofandi gjaldþroti og bæjarsálinni sem er samofin fótboltanum.

Leiðbeinandi verð: 8.980-.

Efnisflokkun: Akranes, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Íþróttir, Sagnfræði

Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966

Útgáfuár: 2022

Stofnun Ungmennafélagsins Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Hornafjörður, Íslenskur fróðleikur, Íþróttir, Sagnfræði

Fótboltaspurningar 2021

Útgáfuár: 2021

kapa_fotboltaspurn_21.inddHver var aðalmarkmaður Ítala á EM 2020? Hvert er eina félagið sem systkinin Margrét Lára, Bjarni Geir, Sindri og Elísa Viðarsbörn hafa öll leikið með? Hvaða félag hét upphaflega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar? Hvaða leikmaður Manchester United vakti árið 2020 athygli fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í Covid-fárinu? Hvers son er Böddi löpp? Argentína varð Suður-Ameríkumeistari landsliða árið 2021 eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Hver skoraði sigurmarkið?

Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók sem ungir og aldnir og allir þar á milli ættu að geta haft gaman af.

Koma svo!

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir, Knattspyrna

Fótboltaspurningar 2020

Útgáfuár: 2020

kapa_fotboltaspurn_20.inddMeð hvaða liði lék Skotinn Steven Lennon fyrst eftir að hann kom hingað til lands? Frá hvaða liði keypti Manchester United spænska markvörðinn David de Gea? Hver af eftirtöldum frönskum landsliðsmönnum ljá’ði Superman rödd sína í frönsku útgáfunni af Lego Batman: Paul Pogba, Hugo Lloris eða Antoine Griezman? Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu? Hverrar þjóðar er Divock Origi? Hvaða knattspyrnulið leikur heimaleiki sína á Norðurálsvellinum?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að spreyta sig á.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2019

Útgáfuár: 2019

kapa_fotboltaspurn_19.inddHvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþróttafélag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2018

Útgáfuár: 2018

Fótboltaspurningar 2018.jpegHvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?

Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur, Unglingabækur

Fótboltaspurningar 2017

Útgáfuár: 2017

Fótboltaspurningar 2017Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?

Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2016

Útgáfuár: 2016

fotboltaspurningar-2016

Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?

Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Unglingabækur

Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið

Útgáfuár: 2016

Lars-kápaFramfarir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega miklar síðan Lars Lagerbäck tók við þjálfun þess.  Í þessari bók er farið yfir aðdragandann að ráðningu hans að landsliðinu, ferill hans rakinn, sagt frá samstarfi hans og Heimis, verkaskiptingu þeirra, uppbyggingu liðs- og blaðamannafunda og farið yfir alla landsleiki frá því að þeir komu þar að málum. Þá er þarna fjölmargt annað, s.s. fjallað um það hvers vegna Lars var óvænt útnefndur „Leiðinlegasti Svíinn“.

Þetta er bók sem enginn knattspyrnuunnandi getur verið án.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is