Manchester United – spurningabók

Útgáfuár: 2013

forsida_man_utdHvað veistu um Rauðu djöflana?  Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.

Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?

Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?

Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?

Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?

Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0.  Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?

Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Handknattleiksbókin I-II

Útgáfuár: 2012

handboltabokin-tvo-bindiÍ þessu glæsilega tveggja binda verki er rakin saga handknattleiksins á Íslandi.  Ævintýrið hófst árið 1920 og spannar bókin yfir 90 ár, eða til 2010.  Fjallað er rækilega um upphaf þessarar íþróttagreinar, sem ávallt hefur snert sterkar taugar í þjóðarsálinni, og þá menn sem mörkuðu fyrstu sporin.  Íslandsmótinu eru gerð góð skil sem og bikarkeppninni og Evrópuleikjum félagsliðanna.  Og vitaskuld fer feikimikið púður í landsliðin okkar sem borið hafa hróður lands og þjóðar víða um heim.

Handknattleiksbókina I-II ættu allir unnendur handknattleiks sem og íþrótta almennt að lesa.

Leiðbeinandi verð: 18.900-.

Efnisflokkun: Íþróttir, Sagnfræði

Fótboltaspilið

Útgáfuár: 2011

fotboltaspilid-lokFÓTBOLTASPILIÐ, eftir Guðjón Inga Eiríksson, er komið út.  Það inniheldur 1800 fótboltaspurningar og býður upp á skemmtilega keppni tveggja eða fleiri.  Þarna er m.a. að finna spurningar um enska boltann, íslenska boltann, Meistaradeildina og auðvitað margt fleira. Fótboltaspilið er allt í senn fræðandi, skemmtilegt og spennandi og vafalítið munu knattspyrnuunnendur eiga góðar stundir yfir því á næstu vikum og mánuðum.

Fótboltaspilið fæst vitaskuld hjá Bókaútgáfunni Hólum (pöntunarsími 557-5270, netfang: holar@holabok.is), en einnig í flest öllum búðum og stórmörkuðum sem selja bækur.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Íþróttir

Sá besti!

Útgáfuár: 2007

sa_besti

Portúgalinn Cristiano Ronaldo sló svo sannarlega í gegn með Manchester United.  Hér er rakin saga hans fram til 2007; bæði sigrar og sorgir.  Frábærar myndir prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Tilboðsverð: 490-.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Chelsea 1905-2005

Útgáfuár: 2005

chelseaChelsea er tvímælalaust spútniklið fyrsta áratugar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en ekki hefur árangurinn alltaf verið glæsilegur, þótt félagið hafi oft og tíðum haft ágæta knattspyrnumenn innan sinna raða.  Á meðal knattspyrnukappa sem stíga hér fram í sviðsljósið má nefna Peter Osgood, Charlie Cooke, Ray Wilkins, Kerry Dixon, Ruud Gullit, John Terry, Frank Lampard, Gianfranco Zola og Eið Smára Guðjohnsen.  Og auðvitað er minnst á framkvæmdastjórann sigursæla og skrautlega, Jose Mourinho.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Alltaf í boltanum

Útgáfuár: 2004

alltaf_i_boltanumGullmolar úr knattspyrnuheiminum; bæði orðsnilld og það sem viðkomandi hefði betur ósagt látið.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Tilboðsverð: 490-.

Efnisflokkun: Gullkorn, Íþróttir

Bestu knattspyrnulið Evrópu

Útgáfuár: 2004

bestu_knattspyrnulid_evropuHér er rakin saga tólf bestu knattspyrnuliða Evrópu frá stofnun þeirra til ársins 2003.  Liðin eru:  AC Milan. Ajax, Arsenal, Bayern München, Barcelona, Juventus, Liverpool, Manchester United, Porto, Real Madrid og Valencia.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Áfram Ísland!

Útgáfuár: 2002

afram_islHér er fjallað um íslenska karlalandsliðið í handknattleik og frábæran árangur þess á Evrópumótiinu í Svíþjóð í janúar 2002. Leikir liðsins eru krufnir til mergjar, sagt frá því sem gerðist á bak við tjöldin og strákunum okkar gerð góð skil, meðal annars í einstökum viðtölum við Ólaf Stefánsson, einn besta handboltamann heims, Sigfús Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Áfram Ísland – íþróttabókin í ár!

Uppseld.

Efnisflokkun: Íþróttir

Rauði herinn-Saga Liverpool 1892-2001

Útgáfuár: 2001

raudi_herinnLiverpool á sér magnaða sögu og hér er hún rakin; sorgum og sigrum liðsins gerð góð skil og helstu knattspyrnukappar og framkvæmdastjórar félagsins dregnir fram í sviðsljósið.  Þeir sem komnir eru til vits og ára muna vafalítið eftir stjörnum á borð við Kevin Keegan, Tommy Smith, Greame Souness, Ian Rush, Kenny Dalglish, Bruce Grobbelaar og Mark Lawrenson, svo einhverjir séu hér nafngreindir af þeim mikla fjölda sem koma við sögu í bókinni sem ætti að vera til á hverju einasta Púllara-heimili.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Stoke City í máli og myndum

Útgáfuár: 2000

stoke

Hér er í stuttu máli rakin saga Stoke City frá stofnun félagsins 1868 til 2000.  Fjallað er um sigra þess og sorgir, minnissstæða leikmenn á borð við Stanley Matthews og Gordon Banks sem og framkvæmdastjóra, auk þess sem talsverðu púðri er eytt í yfirtöku Íslendinganna á félaginu og þann sem þá tók þar við stjórnartaumunum, Skagamanninn Guðjón Þórðarson.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is