Fótboltaspurningar 2016

Útgáfuár: 2016

fotboltaspurningar-2016

Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?

Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Unglingabækur

Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið

Útgáfuár: 2016

Lars-kápaFramfarir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega miklar síðan Lars Lagerbäck tók við þjálfun þess.  Í þessari bók er farið yfir aðdragandann að ráðningu hans að landsliðinu, ferill hans rakinn, sagt frá samstarfi hans og Heimis, verkaskiptingu þeirra, uppbyggingu liðs- og blaðamannafunda og farið yfir alla landsleiki frá því að þeir komu þar að málum. Þá er þarna fjölmargt annað, s.s. fjallað um það hvers vegna Lars var óvænt útnefndur „Leiðinlegasti Svíinn“.

Þetta er bók sem enginn knattspyrnuunnandi getur verið án.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir

Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool

Útgáfuár: 2015

STEVEN GERRARDSteven Gerrard er einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar.  Hann hóf að æfa með Liverpool á unga aldri og varð með tíð og tíma einn besti leikmaðurinn í sögu þess. Þá var hann fyrirliði Liverpool lengur en nokkur annar og tók við sigurlaunum Meistaradeildarinnar 2005 eftir einn ótrúlegasta úrslitaleik sögunnar.

Í þessari bók er rakin saga Gerrard og einnig Liverpool og enska landsliðsins á tíma hans þar.  Þessa bók lætur enginn knattspyrnuunnandi framhjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir

Fótboltaspurningar 2015

Útgáfuár: 2015

FótboltaspurningarHvaða fugl prýðir merki Vals? Hversu oft hefur Manchester United orðið Evrópumeistari? Hvaða leikmaður Chelsea var rekinn af velli í janúar 2013 fyrir að sparka í boltastrák? Hvert var síðasta liðið sem Ronald Koeman lék með? Liverpool keypti þrjá leikkmenn frá Southampton sumarið 2014. Tveir þeirra eru Rickie Lambert og Adam Lallana, en hver er sá þriðji?  Þessi bók á að vera til á öllum heimilum knattspyrnuáhugamanna – og auðvitað hinna líka.

Leiðbeinandi verð: 1.390-.

 

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir

Fótboltaspurningar

Útgáfuár: 2014

Fotboltaspurningar.kápa.Í þessari bók er í orðsins fyllstu merkingu farið út um víðan völl og þá auðvitað fótboltavöll. Spurt er um íslensk lið og leikmenn, stórstjörnur, knattspyrnustjóra og lið hér og þar í heiminum – og fleira til.  Hvert var fyrsta atvinnumannalið Gylfa Þórs Sigurðssonar? Með hvaða liði lék Daniel Sturridge áður en hann var seldur til Liverpool? Hverrar þjóðar er Edison Cavani? Hvert af landsliðunum á HM 2014 er oft kallað Prinsarnir frá Persíu? Hvers konar fugl má finna í merki Norwich? Hvaðan er Einherji?  Þetta og margt fleira fyrir knattspyrnuunnendur og hina líka, eða hvað?

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir

Manchester United – spurningabók

Útgáfuár: 2013

forsida_man_utdHvað veistu um Rauðu djöflana?  Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.

Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?

Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?

Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?

Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?

Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0.  Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?

Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Handknattleiksbókin I-II

Útgáfuár: 2012

handboltabokin-tvo-bindiÍ þessu glæsilega tveggja binda verki er rakin saga handknattleiksins á Íslandi.  Ævintýrið hófst árið 1920 og spannar bókin yfir 90 ár, eða til 2010.  Fjallað er rækilega um upphaf þessarar íþróttagreinar, sem ávallt hefur snert sterkar taugar í þjóðarsálinni, og þá menn sem mörkuðu fyrstu sporin.  Íslandsmótinu eru gerð góð skil sem og bikarkeppninni og Evrópuleikjum félagsliðanna.  Og vitaskuld fer feikimikið púður í landsliðin okkar sem borið hafa hróður lands og þjóðar víða um heim.

Handknattleiksbókina I-II ættu allir unnendur handknattleiks sem og íþrótta almennt að lesa.

Leiðbeinandi verð: 18.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Íþróttir, Sagnfræði

Fótboltaspilið

Útgáfuár: 2011

fotboltaspilid-lokFÓTBOLTASPILIÐ, eftir Guðjón Inga Eiríksson, er komið út.  Það inniheldur 1800 fótboltaspurningar og býður upp á skemmtilega keppni tveggja eða fleiri.  Þarna er m.a. að finna spurningar um enska boltann, íslenska boltann, Meistaradeildina og auðvitað margt fleira. Fótboltaspilið er allt í senn fræðandi, skemmtilegt og spennandi og vafalítið munu knattspyrnuunnendur eiga góðar stundir yfir því á næstu vikum og mánuðum.

Fótboltaspilið fæst vitaskuld hjá Bókaútgáfunni Hólum (pöntunarsími 557-5270, netfang: holar@holabok.is), en einnig í flest öllum búðum og stórmörkuðum sem selja bækur.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Íþróttir

Sá besti!

Útgáfuár: 2007

sa_besti

Portúgalinn Cristiano Ronaldo sló svo sannarlega í gegn með Manchester United.  Hér er rakin saga hans fram til 2007; bæði sigrar og sorgir.  Frábærar myndir prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Chelsea 1905-2005

Útgáfuár: 2005

chelseaChelsea er tvímælalaust spútniklið fyrsta áratugar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en ekki hefur árangurinn alltaf verið glæsilegur, þótt félagið hafi oft og tíðum haft ágæta knattspyrnumenn innan sinna raða.  Á meðal knattspyrnukappa sem stíga hér fram í sviðsljósið má nefna Peter Osgood, Charlie Cooke, Ray Wilkins, Kerry Dixon, Ruud Gullit, John Terry, Frank Lampard, Gianfranco Zola og Eið Smára Guðjohnsen.  Og auðvitað er minnst á framkvæmdastjórann sigursæla og skrautlega, Jose Mourinho.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is