
Fótboltaspurningar 2021
Útgáfuár: 2021
Hver var aðalmarkmaður Ítala á EM 2020? Hvert er eina félagið sem systkinin Margrét Lára, Bjarni Geir, Sindri og Elísa Viðarsbörn hafa öll leikið með? Hvaða félag hét upphaflega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar? Hvaða leikmaður Manchester United vakti árið 2020 athygli fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í Covid-fárinu? Hvers son er Böddi löpp? Argentína varð Suður-Ameríkumeistari landsliða árið 2021 eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Hver skoraði sigurmarkið?
Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók sem ungir og aldnir og allir þar á milli ættu að geta haft gaman af.
Koma svo!
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Fótboltaspurningar 2017
Útgáfuár: 2017
Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?
Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.