Stafróf knattspyrnunnar

Útgáfuár: 2024

Hver pantaði pitsu fyrir varamennina? Hver týndist um borð í Herjólfi? Hvaða söngkona hitti ekki markið? Hvað er Rabona? Hver dó á vellinum en var lífgaður við? Hver var þekkt fyrir flikk-flakk innköst? Hver fann HM-styttuna? Hver ældi á völlinn? Já, og hvaða mikli markaskorari kúkaði á sig í landsleik?

Stafróf knattspyrnunnar ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Hún hentar ákaflega vel til lestrarþjálfunar fyrir þau börn sem farin eru að bjarga sér í lestri en þarfnast frekari æfinga. Einnig ættu hinir eldri að hafa gaman af henni og því er þetta sannkölluð fjölskyldubók.

Leiðbeinandi verð: 6.380-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Náms- og kennslubækur

Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Skrímslið og týndi fótboltinn

Útgáfuár: 2023

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Hinn tólf ára gamli Marcus sparkar uppáhaldsfótboltanum sínum yfir girðingu við skólalóðina og áttar sig strax á því að líklega muni hann aldrei sjá boltann sinn aftur. Það sem fer yfir girðinguna finnst nefnilega aldrei aftur. En þegar hann fær dularfull skilaboð, og boð um að ganga í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins, dregst hann inn í spennandi ævintýri við að leysa ráðgátu, ásamt nýjum vinum sínum, þeim Stacey, Lise og Asim. Við að afhjúpa hverja óvæntu vísbendinguna á fætur annarri átta meðlimir rannsóknarteymis morgunverðarklúbbsins sig á því að það er ekki allt sem sýnst – og það gæti verið eitthvað dularfullt sem leynist á bak við skólagirðinguna.

Aðalhöfundur bókarinnar er knattspyrnukappinn heimsfrægi, Marcus Rashford, og hefur þessi bók hans notið mikilla vinsælda í Bretlandi.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Knattspyrna, Skáldsögur

Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað

Útgáfuár: 2023

Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.

Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Unglingabækur

Fótboltaspurningar 2022

Útgáfuár: 2022

Hvaða lið spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli?

Hvaða íslenska knattspyrnukona, sem er fædd árið 1985, á þennan knattspyrnuferil með félagsliðum: FH, KR, FH, Þróttur R,m Valur, 1. FC Saarbrücken, Kristianstads DFF og Selfoss?

Frá hvaða liði keypti Liverpool framherjann Darwin Nunez?

Hver var knattspyrnustjóri Manchester United þegar Marcus Rashford lék fyrsta leik sinn fyrir félagið?

Hver var númer 4 í íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu 2022?

Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók, sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Knattspyrna

Fótboltaspurningar 2021

Útgáfuár: 2021

kapa_fotboltaspurn_21.inddHver var aðalmarkmaður Ítala á EM 2020? Hvert er eina félagið sem systkinin Margrét Lára, Bjarni Geir, Sindri og Elísa Viðarsbörn hafa öll leikið með? Hvaða félag hét upphaflega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar? Hvaða leikmaður Manchester United vakti árið 2020 athygli fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í Covid-fárinu? Hvers son er Böddi löpp? Argentína varð Suður-Ameríkumeistari landsliða árið 2021 eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Hver skoraði sigurmarkið?

Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók sem ungir og aldnir og allir þar á milli ættu að geta haft gaman af.

Koma svo!

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir, Knattspyrna

Fótboltaspurningar 2017

Útgáfuár: 2017

Fótboltaspurningar 2017Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?

Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is