
ÓGN – Ráðgátan um Dísar-Svan
Útgáfuár: 2021
Amma heldur því fram að álfar séu til og segir barnabörnunum sögur úr álfheimum. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Hvað ef álfheimar eru til og leynast jafnvel í klettunum fyrir ofan bæinn?
Svandís er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.
Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan, er æsispennandi ævintýrasaga sem höfðar til ungmenna á öllum aldri. Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og tengir höfundur, Hrund Hlöðversdóttir, saman tvo heima, raunheima sem við þekkjum öll og hulduheima sem færri þekkja.
Leiðbeinandi verð: 5.280-.
Spæjarahundurinn
Útgáfuár: 2021
Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Og nú er hann staddur í Bjartabæ. Hann birtist þar óvænt og það ekki af góðu. Hann er á eftir glæpamönnum sem vilja ráða yfir öllum heiminum og svífast einskis til að svo megi verða. Ljóst er að Lauga lögga þarf á öllum kröftum hans og klókindum að halda í baráttunni við þá.
Spæjarahundurinn hefur oft komsti í hann krappann, en þó aldrei eins og núna. Hann þarf að taka á öllu sínu – og jafnvel meiru til – ef ekki á illa að fara. En hvaðan kemur það?
Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi, prýtt mögnuðum teikningum hins snjalla listamanns, Halldórs Baldurssonar.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Fótboltaspurningar 2018
Útgáfuár: 2018
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2016
Útgáfuár: 2016
Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?
Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 1.490-.
Skósveinarnir-Skáldsaga fyrir krakka
Útgáfuár: 2015
Frá því að þeir birtust fyrst, hafa Skósveinarnir leitað að rétta illmenninu til að verða húsbóndi þeirra. Í leit sinni að hinum fullkomna foringja hafa þeir þjónað risaeðlum, konungum og jafnvel skrímslum.
Nú er kominn tími á nýjan húsbónda … ef þeir gætu aðeins fundið hann!
Sláist í hóp með Kevin, Stuart og Bob í ferðalagi þeirra um heiminn og takið þátt í varmennaráðstefnunni í leit að fyrirlitlegasta vonda kallinum (eða kellunni!) til að leiða þá félaga.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Halloween I – hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga
Útgáfuár: 2015
Bókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta lesandans til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir krakka og unglinga „sem þora! – og auðvitað hina eldri líka, svo fremi að þeir séu sterkir á taugum!“
Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Börnin í hellinum
Útgáfuár: 2005
Sagan gerist á miðri 10. öld og fjallar um ævintýri hins 14 ára gamla Bolla og fjölskyldu hans. Þau eru útilegufólk og hafast við í helli og telja ýmsir sig eiga sökótt við þau. Æsispennandi og fróðleg bók.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Tilboðsverð: 490-.
Frankenstein
Útgáfuár: 2005
Frankenstein er kannski frægasta hryllingssaga allra tíma. Elding lýsir næturhimininn. Á sömu stundu sigrast Victor Frankenstein á stærstu ráðgátu vísindanna – og skapar líf.
Uppseld.
Stríðið um Trójuborg
Útgáfuár: 2004
Hér segir frá grísku hetjunum og baráttu þeirra um Helenu fögru.
Hver var Akkilles í raun? Af hverju var hann guði líkastur?
Leiðbeinandi verð: 1.490-.
Tilboðsverð: 290-.
Í loftinu lýsa stjörnur
Útgáfuár: 2004
Jenna er ekki ánægð með eigin líkama, strákarnir veita henni litla athygli og móðir hennar er alvarlega veik. Sjaldan, kannski aldrei, hefur verið skrifuð áhrifameiri unglingabók enda var Í loftinu lýsa stjörnurnar útnefnd besta unglingabók Svíþjóðar 2003.
Uppseld.