Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Útgáfuár: 2024

Hér segir frá fjallgöngum um Gjögraskaga, vestan Flateyjardals inn fyrir Víkurskarð.
Bókinn er tvískipt. Annars vegar ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi og hins vegar 13 gönguleiðarlýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfirá Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal, Fjörður og Látraströnd.
Um 280 ljósmyndir eru í bókinni og 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu, og svo eru gsp-hnit til glöggvunar fyrir lesandann. Um endurútgáfu er að ræða.
.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
.
Efnisflokkun: Bækur, Göngubók, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Náttúrufræði

Kinnar – og Víknafjöll

Útgáfuár: 2024

Í þessari bók lýsir höfundurinn og göngugarpurinn, Hermann Gunnar Jónsson, í máli og myndum fjallgöngum á austanverðum Gjögraskaga/Flateyjarskaga, auk þess leiðum úr Hvalvatnsfirði, austur á Flateyjardal og þaðan til Náttfaravíkna og inn í Kinn. Þessu fylgja fjöldi mynda og korta (m.a. stórt heildarkort af svæðinu), sem og GPS-hnit og QE-kóði af gönguleiðum. Bókin er kjörin ferðafélagi allra þeirra sem ganga um þetta svæði.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Göngubók, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Náttúrufræði

Völvur á Íslandi

Útgáfuár: 2023

Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.

Þetta er sannkallað stórvirki og var lengi í smíðum.

Leiðbeinandi verð: 9.480-.

Tengsl: Efnisflokkun: Bækur, Dulspeki, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Palli í Hlíð – Stiklur úr lífi ævintýramanns

Útgáfuár: 2023

Hér segir frá mesta vargabana Íslandssögunnar, Páli Leifssyni á Eskifirði, og öllum þeim ótal ævintýrum sem hann hefur lent í. Ofan á allt þá vantar síður en svo húmorinn í þessa bók, enda er kappinn þekktur fyrir létta lund og spaugsemi, jafnvel þótt ástandið sé bara nokkuð dökkt – vægt til orða tekið.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Björn Pálsson – Flugmaður og þjóðsagnapersóna

Útgáfuár: 2023

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en „lófastærð“. Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Tengsl: , Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Fáskrúðsfjörður, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

VESTURBÆRINN – Húsin, fólkið, sögurnar

Útgáfuár: 2023

Vesturbærinn á sér um margt sérstaka sögu. Hér er lítillega tæpt á nokkrum þáttum hennar og sjaldnast er fólkið í hverfinu langt undan. Margir eru kallaðir til; innfæddir, brottfluttir og aðfluttir Vesturbæingar og eflaust vakna einhvers staðar sterkar endurminningar. Vesturbærinn er fróðlega bók og fyndin og sannarlega þess virði að lesa.

Látum eina sögu úr bókinni fylgja hér með og þar er enginn annar en Bjarni Felixson í aðalhlutverkinu:Bjarni Felixson og Álfheiður Gísladóttir höfðu ákveðið að halda brúðkaup sitt síðasta sunnudaginn í maí 1962. Þá breyttist niðurröðun leikja í Íslandsmótinu á þann veg að KR-ingum var gert að mæta til leiks á Ísafirði þá helgi. Þess skal getið að tveir bræður Bjarna, Gunnar og Hörður, léku þá einnig með KR. Yfir til þín, Bjarni: „Mér varð ekki um sel að þurfa að missa af leik fyrir vikið og vildi helst láta fresta giftingunni. Þótti mér leikmissirinn varla nógu haldgóð rök fyrir slíkum aðgerðum og voru nú góð ráð dýr. Eftir mikil heilabrot datt mér þó snjallræði nokkurt í hug: Það gerði ekkert til þó að ég yrði af leiknum, en hitt þætti mér súrt í broti, að bræður mínir gætu ekki verið viðstaddir brúðkaupið! Þeim rökum varð ekki á móti mælt og um næstu helgi komst ég loks í höfn hjónabandsins.“

Leiðbeinandi verð: 7.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Vesturbærinn

Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað

Útgáfuár: 2023

Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.

Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Unglingabækur

Spurningabókin 2023

Útgáfuár: 2023

Um hvaða klaufa hefur Jeff Kinney skrifað fjölmargar bækur?

Hvar má ekki pissa eftir því sem fram kemur í „Laginu um það sem er bannað“?

Við hvaða aldur verða krókódílar kynþroska?

Hvernig eru íslensku varðskipin  á litinn?

Hvers konar æði greip um sig í Alaska skömmu fyrir aldamótin 1900 og varði í um 30 ár?

Í þessari bók, SPURNINGABÓKINNI 2023, er spurt um allt milli himins og jarðar og því má nýta hana hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2023

Útgáfuár: 2023

Hér er farið um víðan völl og auðvitað lætur enginn knattspyrnuunnandi þessa bók fram hjá sér fara.

Hver af þessum knattspyrnustjórum ber millinafnið Norbert: David Moyes, Jürgen Klopp eða Eddie Howe?

FHL er skammstöfun fyrir kvennalið á Austurlandi, en að baki því standa þrjú félög. Hvaða félög eru það?

Fyrir hvað stendur Pep í nafni pep Guardiola?

Hvaða ár fæddist Cristiano Ronaldo?

Hvaða þýska lið er stundum kallað „Gladbach“?

Þetta og margt, margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2023.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Hringferð um Gjögraskaga – Leiðarlýsing

Útgáfuár: 2023

Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. Til viðbótar við ljóslifandi, beinharða leiðarlýsingu þá er bókin hafsjór af fróðleik bæði frá fyrri tíð og eins hvað varðar staðhætti og örnefni. Hringferð um Gjögraskaga er prýdd fjölda ljósmynda auk landakorta og gsp hnita á þýðingarmiklum stöðum. Til að öllum henti þá er gönguleiðinni lýst bæði réttsælis og rangsælis.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Göngubók, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Íþróttir
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is