
Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar
Útgáfuár: 2020
Um árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.
Bókin er í senn á íslensku og ensku.
Leiðbeinandi verð: 6.480-.
Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS
Útgáfuár: 2020
Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafræði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkerategundir, þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram.
Í þessari bók kynnist þú öllu því sem þú þarft að vita um þetta mataræði, t.d.:
-Hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur.
-Hvernig skipuleggja má skynsamlegar máltíðir.
-Kostum og göllum grænkerafæðis.
-Grunnuppskiftum.
-Næringartöflum.
Annar höfunda bókarinnar, Rose Glover, er næringarþerapisti. Hún leiðbeinir og styður konur með ýmiss konar heilbrigðisvanda og hefur sérstakan áhuga á tengslum hormóna, meltingar, svefns og ónæmiskerfisins annars vegar og grænkerafæðis hins vegar.
Leiðbeinandi verð: 6.280-.
Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn
Útgáfuár: 2019
Gústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn. Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi. Þetta er saga hans. Einstök á allan hátt.
Leiðbeinandi verð: 8.380-.
Náttúruþankar … og hennar líf er eilíft kraftaverk
Útgáfuár: 2019
Náttúruþankar feðginanna Bjarna E. Guðleifssonar og Brynhildar, dóttur hans, fjalla um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá. Við yfirferð bókarinnar ljúkast upp leyndardómar um margvísleg og margbreytileg fyrirbæri í okkar nánasta umhverfi. Lýst er áhrifum mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, vatnsmengun. loftlagsbreytingum og orkunýtingu.
Þessari bók er ætlað að örva lesendur til umhugsunar um undur náttúrunnar og stuðla þannig að því að henni verði betur borgið í ólgusjó framtíðarinnar.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Hvítabirnir á Íslandi
Útgáfuár: 2018
Stórmerkileg bók um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Og þetta voru engir aufúsugestir:
„Fréttin um hvítabjörninn barst í einu vetfangi um alla eyjuna og komu allir byssufærir menn saman von bráðar. Þrjú bæli sáust í hlíðinni og var álitið í fyrstu að dýrin væru fleiri en eitt. Lagt var af stað upp hlíðina móti vindáttinni. Menn voru vel undir viðureignina búnir og meira að segja var hákarlaskálm ein mikil með í förinni. Atlagan hófst. Menn skipuðu sér í hálfhring í kring um híðið og komu sér fyrir í skotstöðu í um það bil 20 feta fjarlægð. Björninn hafði lítið bært á sér til þessa en nú tók hann að óróast. Hann rak vígalegan hausinn út um munna grenis síns og þegar hann sá mennina lét ófriðlega í honum …“
Þetta er brot úr frásögn frá Grímsey árið 1969. Og frásagnirnar eru margar og sumar óhugnanlegar.
Höfundurinn, Rósa Rut Þórisdóttir, byggir bókina að miklu leyti á gögnum sem faðir hennar, Þórir heitinn Haraldsson, lengi náttúrufræðikennari við MA, hafði safnað saman og er þetta mikla ritverk tileinkað minningu hans.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
Fótboltaspurningar 2018
Útgáfuár: 2018
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
104 „sannar“ Þingeyskar lygasögur
Útgáfuár: 2018
Hér segir m.a. frá tugthúslimum í stjórn KÞ, Heiðari bómudrelli, drulludelum í Skúlagarði, bremsulausum Lúther, Alla Geira, Lenín á Rauðatorginu, Þórhalli í fimmtugri skyrtu, The Everyhole brothers í Öxarfirði, lærleggjaspaugsemi séra Sighvats, glæpakvendi á Hjarðarhólnum og er þá fátt eitt upptalið. Þessa bók verðurðu bara að lesa.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Víkingur – Sögubrot af aflaskipi og skipverjum
Útgáfuár: 2018
Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960. Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Vargöld á vígaslóð – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni
Útgáfuár: 2017
Ísland var eitt mikilvægasta vígi bandamanna þegar staðan í seinni heimsstyrjöldinni var tvísýnust 1940–1942. Hér eru sannar frásagnir sem ófust með einhverjum hætti saman við Ísland. Bretar náðu glænýjum þýskum kafbáti undan Suðurlandi síðsumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og færðu bátinn til Hvalfjarðar. Aðstaðan á Íslandi var lykllinn að því að þetta tókst.
Fyrsta sjóorrusta stríðsins átti sér stað undan Hornafirði í byrjun vetrar 1939. Hundruðum manna var slátrað.
Mesti skipsskaði í sögu Bretaveldis varð er bresku liðsflutningaskipi var sökkt við Frakkland. Nokkrum dögum fyrr flutti skipið fyrstu bresku hermennina til Íslands.
Viðgerðaskipið Hecla kom glænýtt til Íslands og lá í Hvalfirði. Þýskur kafbátur sökkti skipinu síðar með miklu manntjóni.
Hernám Íslands hafði djúpstæð áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar rifja upp reynslu sína af stríðsárunum á æskuárum sínum.
Leiðbeinandi verð: 7.680-.
Fótboltaspurningar 2017
Útgáfuár: 2017
Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?
Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.