
Palli í Hlíð – Stiklur úr lífi ævintýramanns
Útgáfuár: 2023
Hér segir frá mesta vargabana Íslandssögunnar, Páli Leifssyni á Eskifirði, og öllum þeim ótal ævintýrum sem hann hefur lent í. Ofan á allt þá vantar síður en svo húmorinn í þessa bók, enda er kappinn þekktur fyrir létta lund og spaugsemi, jafnvel þótt ástandið sé bara nokkuð dökkt – vægt til orða tekið.
Leiðbeinandi verð: 7.680-.
Björn Pálsson – Flugmaður og þjóðsagnapersóna
Útgáfuár: 2023
Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en „lófastærð“. Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
VESTURBÆRINN – Húsin, fólkið, sögurnar
Útgáfuár: 2023
Vesturbærinn á sér um margt sérstaka sögu. Hér er lítillega tæpt á nokkrum þáttum hennar og sjaldnast er fólkið í hverfinu langt undan. Margir eru kallaðir til; innfæddir, brottfluttir og aðfluttir Vesturbæingar og eflaust vakna einhvers staðar sterkar endurminningar. Vesturbærinn er fróðlega bók og fyndin og sannarlega þess virði að lesa.
Látum eina sögu úr bókinni fylgja hér með og þar er enginn annar en Bjarni Felixson í aðalhlutverkinu:Bjarni Felixson og Álfheiður Gísladóttir höfðu ákveðið að halda brúðkaup sitt síðasta sunnudaginn í maí 1962. Þá breyttist niðurröðun leikja í Íslandsmótinu á þann veg að KR-ingum var gert að mæta til leiks á Ísafirði þá helgi. Þess skal getið að tveir bræður Bjarna, Gunnar og Hörður, léku þá einnig með KR. Yfir til þín, Bjarni: „Mér varð ekki um sel að þurfa að missa af leik fyrir vikið og vildi helst láta fresta giftingunni. Þótti mér leikmissirinn varla nógu haldgóð rök fyrir slíkum aðgerðum og voru nú góð ráð dýr. Eftir mikil heilabrot datt mér þó snjallræði nokkurt í hug: Það gerði ekkert til þó að ég yrði af leiknum, en hitt þætti mér súrt í broti, að bræður mínir gætu ekki verið viðstaddir brúðkaupið! Þeim rökum varð ekki á móti mælt og um næstu helgi komst ég loks í höfn hjónabandsins.“
Leiðbeinandi verð: 7.280-.
Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað
Útgáfuár: 2023
Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.
Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
Spurningabókin 2023
Útgáfuár: 2023
Um hvaða klaufa hefur Jeff Kinney skrifað fjölmargar bækur?
Hvar má ekki pissa eftir því sem fram kemur í „Laginu um það sem er bannað“?
Við hvaða aldur verða krókódílar kynþroska?
Hvernig eru íslensku varðskipin á litinn?
Hvers konar æði greip um sig í Alaska skömmu fyrir aldamótin 1900 og varði í um 30 ár?
Í þessari bók, SPURNINGABÓKINNI 2023, er spurt um allt milli himins og jarðar og því má nýta hana hvar og hvenær sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Fótboltaspurningar 2023
Útgáfuár: 2023
Hér er farið um víðan völl og auðvitað lætur enginn knattspyrnuunnandi þessa bók fram hjá sér fara.
Hver af þessum knattspyrnustjórum ber millinafnið Norbert: David Moyes, Jürgen Klopp eða Eddie Howe?
FHL er skammstöfun fyrir kvennalið á Austurlandi, en að baki því standa þrjú félög. Hvaða félög eru það?
Fyrir hvað stendur Pep í nafni pep Guardiola?
Hvaða ár fæddist Cristiano Ronaldo?
Hvaða þýska lið er stundum kallað „Gladbach“?
Þetta og margt, margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2023.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Hringferð um Gjögraskaga – Leiðarlýsing
Útgáfuár: 2023
Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. Til viðbótar við ljóslifandi, beinharða leiðarlýsingu þá er bókin hafsjór af fróðleik bæði frá fyrri tíð og eins hvað varðar staðhætti og örnefni. Hringferð um Gjögraskaga er prýdd fjölda ljósmynda auk landakorta og gsp hnita á þýðingarmiklum stöðum. Til að öllum henti þá er gönguleiðinni lýst bæði réttsælis og rangsælis.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
Hormónar og fleira fólk – Missannar sögur frá síðustu öld
Útgáfuár: 2023
Hallgrímur „redbody“ Hallgrímsson, stúdent við Kaupmannahafnarháskóla í byrjun síðustu aldar, kemst að alvarlegum afleiðingum áfengisdrykkju þegar kviknar í næturgagninu.
Ólafur Þ. Halldórsson er ráðinn dómtúlkur í eigin máli þegar hann er fundinn sekur um innflutning á tveimur pottflöskum af viskíi á bannárunum.
Líki þarf að koma á Hólmavíkurrútuna og Osvald Eyvindsson útfararstjóri fær aðstoð frá bókarhöfundi, Halldóri Ólafssyni, við flutninginn á dimmum vetrarmorgni.
Malarnám í Grábrók er stöðvað með vopnavaldi og fortölum jarðfræðinganna Tómasar Tryggvasonar og Sigurðar Þórarinssonar.
Beitilönd „astronauta“ á miðhálendinu eru könnuð og Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðingur kemur „hormóni“ frá Ameríku.
Þetta er bara örlítið brot af því sem lesa má um í þessari bráðskemmtilegu bók Halldórs Ólafssonar sem starfaði lengi sem tæknimaður á Norrænu eldfjallastöðinni og þar áður í allmörg ár hjá Olíuverslun Íslands. Störf hans fólu í sér ferðalög vítt og breitt um landið og leiddu til kynna af fjölmörgu fólki sem sumt kemur hér við sögu.
Leiðbeinandi verð: 6.480-.
Knattspyrnubærinn – 100 ára knattspyrnusaga Akraness
Útgáfuár: 2022
Knattspyrnufélagið Kári var stofnað af nokkrum ungum drengjum árið 1922. Stofnunin markar upphaf knattspyrnusögu Akraness. Knattspyrnuæði greip um sig meðal bæjarbúa og ekki sér enn fyrir endann á því. Skagamenn unnu fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfðuborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugina og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Þremur áratugum síðar hófu konur á Akranesi að keppa í knattspyrnu. Fyrsta Íslandsmót kvenna fór fram innanhúss árið 1971 og urðu Skagamenn fyrstu Íslandsmeistarar kvenna.
Hér er að finna sögur af forgöngumönnum knattspyrnunnar á Akranesi, baráttu Kára og Knattspyrnufélags Akraness, úttroðnum hrútspungum sem voru notaðir sem boltar, gullöldum, úrslitaleikjum á Laugardalsvelli, bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar, yfirvofandi gjaldþroti og bæjarsálinni sem er samofin fótboltanum.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966
Útgáfuár: 2022
Stofnun Ungmennafélagsins Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.