Bland í poka

Útgáfuár: 2022

Páll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur verið afkastamikið ljóðskáld á undanförnum árum og nægir þar að nefna hinar vinsælu vísnagátubækur hans, þrjár að tölu. Hér kveður hins vegar við annan tón. Um er að ræða ljóð hans og lausavísur og er víða komið við. Íslenskt mál hefur ávallt verið honum hugleikið og bera bækur hans þess vitni. Bland í poka er þar ekki undanskilin.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Útgáfuár: 2021

Ekki var það illa meintMývetningurinn Hjálmar Freysteinsson (1943-2020), lengi heimilislæknir á Akureyri, var fyrst og fremst skáld hlátursins og gleðinnar. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki og draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart.

Í þessari bók eru 700 lausavísur eftir Hjálmar og um 40 kvæði. Auk þess nótur að tveimur lögum sem hafa verið samin við ljóð eftir hann.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Látra-Björg

Útgáfuár: 2020

Látra-BjörgLátra-Björg (1716-1784), kraftaskáld, sjómaður, flökkukona – goðsögn í lifanda lífi og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í Móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta flutt til fjöll, laðað að sér fisk og deytt menn eða fært þeim gæfu.

Í þessari bók eru saman komin öll helstu kvæði Látra-Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar, en Helgi var einhver dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar.

Í sérstökum viðauka er svo að finna Látrabréfið sem líkur eru á að sé eini varðveitti prósatextinn eftir Látra-Björgu, einhver kynngimagnaðasti orðagaldur sem um getur, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Ljóð og listir

Döggslóð í grasi

Útgáfuár: 2019

Döggslóð í grasi

Þingeyingurinn Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir, höfundur ljóðabókarinnar Döggslóð í grasi, ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Kveðskapur hennar varð til í dagsins önn, kannski hripað brot og brot aftan á umslög eða aðra blaðsnepla. Hún hefur einstaklega góð tök á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst í blöðum og safnritum.

Þessi bók geymir brot af gullfallegum ljóðum Kristbjargar og smellnum lausavísum.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

130 vísnagátur

Útgáfuár: 2018

130 vísnagátur.jpegÍ þessari bráðsmellnu bók eru 130 vísnagátur, sumar léttar, aðrar erfiðari, en allar eru þær skemmtilegar.  Hver vísa felur í sér eitt orð og eru vísbendingar um það að finna í hverri ljóðlínu. Dæmi:

Þessar hýsir herra mús,

hún í tönn er mesti blús.

Lítil, hrörleg íbúð er,

og í götu því er ver.

Já, hvaða orð skyldi leynast þarna?

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gátubækur, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir

Á mörkunum

Útgáfuár: 2017

Á mörkunumÁ mörkunum, eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal, hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum hans hafa orðið fleygar. Sem hagyrðingur má segja að hann sé þekktur fyrir tvennt; að yrkja fáar vísur og góðar. Bókinni fylgir eftirmáli sem er fræðileg samantekt á hringhenduforminu, uppruna þess og þróun. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem hefur tekið það efni saman. Útgáfudagur bókarinnar var 24. maí næstkomandi, en þann dag varð Sigurður Óttar sjötíu og fimm ára.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Austurland, Ljóð og listir

Vísur um blóm og stjörnur

Útgáfuár: 2015

Skúlaljóð

Vísur fyrir þig sem ert í góðu skapi og líka fyrir þig sem ert daprari. Vísur fyrir þau sem eru ástfangin og hin sem eru í ástarsorg.
Þær hafa orðið til af mismunandi tilefnum en vilja standa allar saman í einni bók. Bók undir áhrifum frá íslenskum rímum og japönskum hækum.

 

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Hvítir veggir

Útgáfuár: 2015

Hvítir veggirÞetta er fyrsta ljóðabók Sigrúnar Haraldsdóttur. Hún er þekkt sem einn fremsti hagyrðingur landsins en ekki er hún síðra ljóðskáld. Ljóðin, sem hafa orðið til á löngum tíma, eru einkar falleg, tær og einlæg og láta engan ósnortinn.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Ígrip

Útgáfuár: 2015

ÍgripEfni ljóðanna í þessari bók eru af ýmsum toga; saknaðarljóð, náttúrulýsingar, ýmsar tilfinningatengdar minningar úr æsku höfundar og margt fleira. Ljóðin eru öll ort undir hefðbundnum bragarháttum.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Vornóttin angar

Útgáfuár: 2014

Vornóttin.kapa

Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða  sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Ljóð og listir
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is