Lesum um fugla

Útgáfuár: 2023

Þessi bráðfallega bók er hugsuð fyrir börn sem farin eru að lesa sér til gagns en í henni eru kynntar í stuttu máli um 70 tegundir algengra fugla í íslenskri náttúru og fylgir falleg ljósmynd hverri þeirra. Þá er þetta tilvalin bók fyrir börn og foreldra að lesa og eða skoða saman og ræða um það sem fyrir augu ber á blaðsíðum hennar.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Fuglar, Náttúrufræði

Hrafninn – þjóðin, sagan, þjóðtrúin

Útgáfuár: 2022

Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson – Hrafna-Flóka – upp að Íslandsströndum. Ýmislegt fréttist af þessum blakka spekingi eftir það, löngum tengdist hann myrkravöldunum, var til dæmis sagður iðulega á flugi við inngang Vítis, sem átti að vera í þeirri eldspúandi Heklu, og ekki var laust við að galdramenn notuðu parta úr búki hans í kukli sínu. En hann átti sér líka marga vini á fyrri tíð, sem gaukuðu að honum matarbita í vetrarhörkum og elskuðu hann og dáðu. Á því hefur engin breyting orðið.

Krummi er sagður vita lengra nefi sínu. Vísindin telja hann reyndar á meðal gáfuðustu dýra sem þessa reikistjörnu byggja. Hann er eftirherma mikil og þjóðtrúin segir hann aukinheldur geta orðið 900 ára. Það er ekki lítið.

Í þessari bók er hrafninn skoðaður frá mörgum hliðum og víða leitað fanga og niðurstaðan er sú, að hann er engum líkur.

Fjöldi glæstra mynda eru í bókinni.

Leiðbeinandi verð: 12.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Fuglar, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir, Náttúrufræði, Sagnfræði

Stafróf fuglanna

Útgáfuár: 2022

Stafróf fuglanna er ætlað börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er bókinni ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi. Glæsilegar fuglaljósmyndir prýða bókina og gera hana að sannkölluðu augnakonfekti.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Fuglar, Íslenskur fróðleikur

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is