Nýjasta útgáfa Hóla

Knattspyrnuþrautir

Í þessari bráðskemmtilegu bók er að finna margar þrautir sem tengjast knattpyrnunni. Leita þarf að kunnuglegu knattspyrnuorði í orðasúpu, finna út hvaða félag á hvaða merki, hvaða þjóðfána heimsmeistararnir eiga, hverjir eigi andlitin og svo er spurt um ensk knattspyrnulið og íslensk. Þá er þarna „samsett andlit“ og auðvitað þarf að finna út hvaða knattspyrnumenn eiga þar hlut að máli. Sitthvað fleira er einnig þarna.

Leiðbeinandi verð: 2.999-.

Útgáfuár: 2025

Efnisflokkun: Bækur, Gátubækur, Knattspyrna



Pétrísk-íslensk orðbók

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og sjötta sinn og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hafa bækurnar selst upp.

Nú inniheldur bókin enn fleiri orð en nokkru sinni áður, enda er hún sífellt í endurnýjun þar sem daglega bætast í sarpinn ný orð – með nýrri og áðuróþekktri merkingu!

Allt síðan 1988 hefur séra Pétur Þorsteinsson fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað skyldu þessi orð t.d. merkja á pétrískunni: dauðadrykkur, gamanmenni, kindaklæði, líklega, sniðganga og meðgöngutími. Svörin koma vafalaust á óvart.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Útgáfuár: 2025

Efnisflokkun: Bækur





ÓKEI

OK eða O.K., ýmist með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á tunglinu. Það er ekki lítið afrek!

Í Vesturheimi fæddi OK bráðlega af sér okay og okey, sem og oke um 1930 og eftir það hafa fjölmargar útgáfur bæst við. Til Íslands hefur orðið eflaust borist sem talmál, eins og víðast hvar annars staðar, en ekki er ljóst nákvæmlega hvenær. Á prenti sést það hins vegar fyrst á 4. áratug 20. aldar. Síðar eignaðist það afkvæmi hér — sambandið allt í kei(inu). En hvernig byrjaði þetta allt? Það er spurningin. Í þessari bók eru reifaðar 50 kenningar, sem allar hafa það að markmiði að reyna að svara henni.

Leiðbeinandi verð: 7.780-.

Útgáfuár: 2024

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði



26 hæða trjáhúsið

Komdu í heimsókn til Adda og Tedda í nýstækkaða trjáhúsið þeirra, sem er nú með 13 glænýjum hæðum. Þar má m.a. finna klessubílabraut, hjólabrettaramp, þyngdarleysistank, íshöll með 78 bragðtegundum og Völundarvitið, sem er völundarhús sem enginn hefur nokkru sinni ratað aftur út … alla vega ekki enn. Jæja, eftir hverju ertu að bíða? Komdu upp!

Í þessari bráðfjörugu bók er hugmyndaflugið óendanlegt, eins og í fyrri bókinni um þá félaga, 13 hæða trjáhúsinu. Það eru einmitt bækur eins og þessar tvær sem börn elska að lesa og gleyma sér við og því er það ekkert skrýtið þótt þær hafi náð miklum vinsældum.

Leiðbeinandi verð: 3.380-.

Útgáfuár: 2024

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Unglingabækur





Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Ófreskjan í skólanum

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Körfuboltalið skólans hefur gengið í gegnum mikla taphrinu undanfarið. Þá hefur draugaleg vera sést á sveimi í íþróttasalnum og heyrst hefur að bölvun hvíli á liðinu. Félagar í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins vilja komst að hinu sanna í þessu. Það verður þó ekki auðvelt.  Geta Marcus, Lise, Stacey og Asim afhjúpað leyndardóminn fyrir úrslitaleikinn? Eða mun álagið hugsanlega sundra vinahópnum?

Þessi æsispennandi bók er úr smiðju knattspyrnukappans Marcus Rashford og hefur hún fengið mjög góða dóma hjá lesendunum.

Leiðbeinandi verð: 3.380-.

 

Útgáfuár: 2024

Efnisflokkun: Bækur, Unglingabækur







Fyrir afa – nokkrar smásögur

Fyrir afa býður upp á nokkrar smásögur eftir Sigurgeir Jónsson úr Vestmannaeyjum. Þar segir hann okkur af ókurteisum ferðafélaga, drungalegri uppákomu í sendferðabíl, beiðni læknis um sæðisprufu, sem hefði átt að vera auðvelt að sinna, og baráttu upp á líf og dauða við „framliðinn“ samstarfsmann sinn til sjós. Þetta eru meistaralegar smásögur og auðvitað er lokahnykkur þeirra óvæntur, eins og á bestu bæjum um svona ritum.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

 

Útgáfuár: 2024

Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur, Smásögur



Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is