Völvur á Íslandi
Útgáfuár: 2023
Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.
Þetta er sannkallað stórvirki og var lengi í smíðum.
Leiðbeinandi verð: 9.480-.
Reimleikar
Útgáfuár: 2009
Íslenskar draugasögur – dagsannar og óhugnanlegar:
Skelfing hjá Skeljungi (ekki vegna bensínverðshækkunar!), Júlla káta liggur ekki kyrr, lögreglumenn frá Seyðisfirði komast í hann krappan, hús í Keflavík er andsetið, sjómaður í Eyjum leggur á flótta og margt fleira magnað í þessari bók.
Reimleikar – ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Uppseld.
Dýrmæt reynsla
Útgáfuár: 2004
Sverrir Hermannsson segir frá því þegar lífi hans var bjargað. Hjónin Árni Ibsen og Hildur Kristjánsdóttir deila húsnæði með framliðnum og Anna Kristine Magnúsdóttir opnar Biblíuna og allt fellur í dúnalogn. Dýrmæt reynsla geymir fjölmargar frásagnir fólks af atburðum sem engin raunvísindi geta skýrt.
Uppseld.
Hvað segir þitt hjarta?
Útgáfuár: 2003
Þórhallur Guðmundsson miðill er löngu landsþekktur fyrir einstaka hæfileika. Hér opnar hann hjarta sitt fyrir lesendum. Hvað gerist á miðilsfundum? Hvernig eigum við að búa okkur undir slíka fundi? Hvað felur dauðinn í sér? Hvað bíður okkar hinum megin? Hvað gerist þegar við kveðjum ástvin og hvernig eigum við að takast á við sorgina?
Uppseld.