Fugladagbókin 2022

Margir hafa þann skemmtilega sið að skrá hjá sér eitt og annað í dagbækur. Senn lýkur þessu ári og því viljum við Hólamenn minna á Fugladagbókina 2022, sem er í rauninni miklu meira en hefðbundin dagbók. Þar er að finna fróðleik um 52 fugla – einn fyrir hverja viku, marga svokallaða flækinga hér á landi, auk glæsilegra mynda af þeim. Fyrir fuglaáhugafólk er tilvalið að punkta hjá sér ýmislegt í bókina varðandi fugla, s.s. hvenær þessi fugl sást og þá hvar. Svo má vitaskuld nota dagbókina eins og hverja aðra og punkta hjá sér hvaðeina sem gott er að eiga skráð. Bókin er mjög hentug og t.d. fyrir fuglaáhugamenn má nefna að hún fer einkar vel í tösku. Því er tilvalið að grípa hana með sér í fuglaskoðun.

Fugladagbókin 2022, sem er eftir Sigurð Ægisson, er sannkölluð gersemi á meðal dagbóka!

Sunnudagur 26. desember 2021
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is