Chelsea 1905-2005

Útgáfuár: 2005

chelseaChelsea er tvímælalaust spútniklið fyrsta áratugar tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en ekki hefur árangurinn alltaf verið glæsilegur, þótt félagið hafi oft og tíðum haft ágæta knattspyrnumenn innan sinna raða.  Á meðal knattspyrnukappa sem stíga hér fram í sviðsljósið má nefna Peter Osgood, Charlie Cooke, Ray Wilkins, Kerry Dixon, Ruud Gullit, John Terry, Frank Lampard, Gianfranco Zola og Eið Smára Guðjohnsen.  Og auðvitað er minnst á framkvæmdastjórann sigursæla og skrautlega, Jose Mourinho.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Alltaf í boltanum

Útgáfuár: 2004

alltaf_i_boltanumGullmolar úr knattspyrnuheiminum; bæði orðsnilld og það sem viðkomandi hefði betur ósagt látið.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gullkorn, Íþróttir

Bestu knattspyrnulið Evrópu

Útgáfuár: 2004

bestu_knattspyrnulid_evropuHér er rakin saga tólf bestu knattspyrnuliða Evrópu frá stofnun þeirra til ársins 2003.  Liðin eru:  AC Milan. Ajax, Arsenal, Bayern München, Barcelona, Juventus, Liverpool, Manchester United, Porto, Real Madrid og Valencia.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Áfram Ísland!

Útgáfuár: 2002

afram_islHér er fjallað um íslenska karlalandsliðið í handknattleik og frábæran árangur þess á Evrópumótiinu í Svíþjóð í janúar 2002. Leikir liðsins eru krufnir til mergjar, sagt frá því sem gerðist á bak við tjöldin og strákunum okkar gerð góð skil, meðal annars í einstökum viðtölum við Ólaf Stefánsson, einn besta handboltamann heims, Sigfús Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Áfram Ísland – íþróttabókin í ár!

Uppseld.

Efnisflokkun: Íþróttir

Rauði herinn-Saga Liverpool 1892-2001

Útgáfuár: 2001

raudi_herinnLiverpool á sér magnaða sögu og hér er hún rakin; sorgum og sigrum liðsins gerð góð skil og helstu knattspyrnukappar og framkvæmdastjórar félagsins dregnir fram í sviðsljósið.  Þeir sem komnir eru til vits og ára muna vafalítið eftir stjörnum á borð við Kevin Keegan, Tommy Smith, Greame Souness, Ian Rush, Kenny Dalglish, Bruce Grobbelaar og Mark Lawrenson, svo einhverjir séu hér nafngreindir af þeim mikla fjölda sem koma við sögu í bókinni sem ætti að vera til á hverju einasta Púllara-heimili.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Stoke City í máli og myndum

Útgáfuár: 2000

stoke

Hér er í stuttu máli rakin saga Stoke City frá stofnun félagsins 1868 til 2000.  Fjallað er um sigra þess og sorgir, minnissstæða leikmenn á borð við Stanley Matthews og Gordon Banks sem og framkvæmdastjóra, auk þess sem talsverðu púðri er eytt í yfirtöku Íslendinganna á félaginu og þann sem þá tók þar við stjórnartaumunum, Skagamanninn Guðjón Þórðarson.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Rauðu djöflarnir – Knattspyrnustjörnurnar í Manchester United

Útgáfuár: 2000

raudu_djoflarnir_iiHér má lesa um allar helstu knattspyrnustjörnurnar í Sögu Manchester United allt til ársins 2000.  Þar á meðal Duncan Edwards, Bobby Charlton, Denis Law, George Best, Bryan Robson, Eric Cantona, Peter Schmeichel, Ryan Giggs, Roy Keane, Steve  Bruce, Andy Cole, Paul Scholes, David Beckham, Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Rauðu djöflarnir-Saga Manchester United 1878-1999

Útgáfuár: 1999

raudu_djoflarnirHér er rakin saga vinsælsta knattspyrnuliðs veraldar, Manchester United, allt frá stofnun þess 1878 til þrennuársins 1999.  Farið er yfir sorgir þess og sigra, sagt frá ýmsu sem gerðist að tjaldarbaki og fjallað fjölmarga leikmenn liðsins.  Þessi bók á að vera til á öllum heimilum United-manna.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir

Aldarreið

Útgáfuár: 1999

aldarreidAldarreið er saga Hestamannafélagsins Hrings en um leið saga hestamennsku í Svarfaðardal og Dalvík á 20. öld.  Bókina prýða um 170 ljósmyndir af hestum og hestamönnum.

Uppseld.

Tengsl: , Efnisflokkun: Íþróttir, Sagnfræði

BOX

Útgáfuár: 1998

boxÍ þessari sinstöku bók um eina elstu og vinsælust íþróttagrein veraldar stígur hver hnefaleikameistarinn af öðrum fram á sviðið á líflegan og ógleymanlegan hátt.  Nægir þar að nefna: Joe Louis, Rocky Marciano, Muhammad Ali, George Foreman, Larry Holmes, Mike Tyson, Evander Holyfield, Lennox Lewis, Oscar de la Hoya og sjálfan Prinsinn – Naseem Hamed.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Íþróttir
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is