Fimmaurabrandarar 4

Útgáfuár: 2022

Hvaða fiska er erfiðast að koma auga á? Þokulúður. – Kunningi minn sér um að efnagreina þvagprufur á Landsspítalanum. Hann er svokallaður hlandkönnuður. – Sokkar eru alltaf á tilboðinu 2 fyrir 1. – Ég keypti mér snjódekk um daginn, en um leið og það kom hláka bráðnuðu þau bara.

Þetta er bara brot af snilldinni sem leynist í þessari gríðarskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.980.-

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn

Fimmaurabrandarar 3

Útgáfuár: 2021

Fimmaurabrandarar 3 - lítilÞegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. * Ein af flugvélum Icelandair er svo gömul að hún er með útikamar. * Ef ég villist á leiðinni að Heilsuhælinu í Hveragerði er ég þá hælisleitandi. * Ég fékk mér bjór í gærkvöldi. Í morgun var hann búinn að naga alla girðinguna. * Hvort er útrunnið eitur hættulegra eða hættuminna? * Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman.

Í þessari bráðskemmtilegu bók er hvert gullkornið af öðru, en hún byggir á bröndurum af Facebook-síðu Fimmaurabrandara-fjelagsins sem nýtur mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn

Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Útgáfuár: 2016

Pétrísk 2016

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskan - málið okkar

Alltaf í boltanum

Útgáfuár: 2004

alltaf_i_boltanumGullmolar úr knattspyrnuheiminum; bæði orðsnilld og það sem viðkomandi hefði betur ósagt látið.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gullkorn, Íþróttir

Lífsspeki

Útgáfuár: 2003

lifsspekiUm lífið, tilveruna og manninn og það sem gerir lífið þess virði að því sé lifað.  Hjartnæmur texti fjölmargra mannvina um börnin og hjónabandið, ellina og sorgina og ótalmargt fleira sem viðkemur daglegu lífi okkar.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gullkorn

Gullkorn úr hugarheimi íslenskra barna

Útgáfuár: 2002

gullkornHér er safnað saman ótal tilsvörum barna sem varpa ljósi á heimssýn þeirra. Gullkorn er falleg bók um englana okkar; speki þeirra, falsleysi og einlægni en allt þetta endurspeglast í orðum barnsins sem sagði: ,,Maður getur alveg notað ömmu sína fyrir vin.“

Uppseld.

Efnisflokkun: Gullkorn

Orðsnilld Einars Benediktssonar

Útgáfuár: 1998

ordsnilldFleyg orð úr ljóðum Einars Benediktssonar; snilld skáldsins í hverri línu.

Gunnar Dal valdi.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gullkorn, Ljóð og listir

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is