Drottningin í Dalnum

Útgáfuár: 2024

Þetta er saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, Þorsteins Konráðssonar á Eyjólfsstöðum og Eggerts K. Konráðssonar á Haukagili. Saga Guðrúnar Margrétar er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var aðeins þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið tókst hún á við það verkefni að kaupa jörðina Haukagil og þar bjó hún með reisn í 26 ár. Hún var Drottningin í Dalnum.

Samhliða frásögnum af Guðrúnu Margréti er hér að finna lýsingu á sveitasamfélaginu í 140 ár, frá 1800 til 1940, eða þangað til það var að líða undir lok og samfélag þéttbýlis að taka við. Sagt er í meginþáttum frá gamla landbúnaðarsamfélaginu; híbýlum, j-örðum, jarðeigendum, leiguliðum, vinnufólki og ómögum, ásamt lýsingu á helstu efnahagslegu þáttum þjóðfélagsins á þessu tímabili. Í lok bókarinnar er fjallað um samferðarfólk Guðrúnar Margrétar og sona hennar í Vatnsdal árin 1890-1940.

Hér er um að ræða einstakt heimildarrit sem bregður ljósi á hag- og samfélagssögu Íslendinga í tæplega eina og hálfa öld. Fjöldi mynda og korta prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 8.790-.

Efnisflokkun: Ættfræði, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Húnavatnssýslur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Bjóluætt

Útgáfuár: 2022

Eftir margra ára vinnu í gegnum ótal Covid-bylgjur hefur nú loksins tekist að koma út þessu mikla verki, Bjóluætt.  Ættin er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1885), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893) .  Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu riti, sem prýtt er fjölda mynda.

Tilboðsverð: 16.900.

Efnisflokkun: Ættfræði, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Djúpmannatal 1801-2011

Útgáfuár: 2016

djupmannatal

Í þessu riti er að finna æviskrár Djúpmanna frá manntalinu 1801 til 2011, þeirra sem stofnuðu til heimilishalds við Ísafjarðardjúp í þrjú ár eða lengur á umræddu tímabili. Listi yfir bæjanöfn er aftast í ritinu, ásamt ábúendatali og korti.  Myndir eru af mörgum ábúendum og býlum í Ísafjarðardjúpi.

Leiðbeinandi verð: 8.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Bækur, Sagnfræði, Vestfirðir

Grafningur og Grímsnes

Útgáfuár: 2014

Grafningur.kapaHér er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til, þ.e.a.s. sem tekur einkum til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla.  Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráðurinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er hluti af verkinu sem lýtur m.a. að staðfræði, atvinnuháttum, sögu og sögnum, þjóðfræði og þjóðháttum. Fjöldi ljósmynda prýðir verkið sem er mikilsvert innlegg í sunnlenska byggðasögu.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Ættfræði, Bækur, Íslenskur fróðleikur

Skriðdæla

Útgáfuár: 2013

skriðdæla-fors-skjaÍ þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina.  Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum.  Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.

Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Austurland, Ættfræði, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Engeyjarætt

Útgáfuár: 2011

Engeyjarætt

Niðjatal um eina nafntoguðustu ætt á Íslandi, Engeyjarættina, er komið út og vafalítið kætast bæði ættingjar sem og áhugamenn um ættfræði yfir því enda um stórglæsilegt verk að ræða, prýtt fjölda mynda.  Engeyjarættin er rakin til hjónanna Ólafar Snorradóttur (1783-1844) og Péturs Guðmundssonar (1786-1852) bænda í Engey og eru niðjar þeirra á sjötta þúsundið.  Þá er að finna í þessu mikla ritverki – um 500 bls. – sem Sigurður Kristinn Hermundarson hefur ritstýrt.

Leiðbeinandi verð: 22.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Bækur

Bændatal og byggðaröskun

Útgáfuár: 2009

vilhjalmur hjalmarsson kapaMeginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000.  Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.

Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku  (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ættfræði, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur

Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal

Útgáfuár: 2006

fimmtiu_sumur Þessi bók er gefin út til minningar um hjónin Aðalstein Jónsson og Ingibjörgu Jónsdóttur en þau bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal frá vori 1922 til hausts 1971. Í bókinni, sem er 357 blaðsíður að stærð, eru margvíslegir textar, bæði frumsamdir og endurbirtir. Rakin er byggðasaga Vaðbrekku og birtir allmargir textar frá fyrri tíð. Þá er rakin búskaparsaga Aðalsteins og Ingibjargar. Birtir eru ýmsir textar eftir Aðalstein; frásagnaþættir, blaða- og tímaritsgreinar auk einnar fræðigreinar, og eftir Ingibjörgu birtist einn frásöguþáttur.

Leiðbeinandi verð: 5.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Ævisögur og endurminningar

Laugardalsætt I-II

Útgáfuár: 2006

03799Laugardalsætt I-II er niðjatal hjónanna Katrínar Eyjólfsdóttur (1757-1815) og Þorleifs Guðmundssonar (1763-1833) á Böðmóðsstöðum í Laugardal. Afkomendur þeirra eru um 10.300, þar af margir þjóðkunnir einstaklingar.  Á fjórða þúsund myndir eru í bókunum.

Leiðbeinandi verð: 28.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði

Saga FÍA í 60 ár og Flugmannatal

Útgáfuár: 2006

03828Í fyrra bindi þessa mikla verks er rakin 60 ára saga Félags íslenskra atvinnuflugmanna og er hún prýdd mörgum myndum úr flugsögunni. Síðara bindið geymir á hinn bóginn flugmannatal.

Leiðbeinandi verð: 17.900 -.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Sagnfræði
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is