Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið

Útgáfuár: 2016

Lars-kápaFramfarir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega miklar síðan Lars Lagerbäck tók við þjálfun þess.  Í þessari bók er farið yfir aðdragandann að ráðningu hans að landsliðinu, ferill hans rakinn, sagt frá samstarfi hans og Heimis, verkaskiptingu þeirra, uppbyggingu liðs- og blaðamannafunda og farið yfir alla landsleiki frá því að þeir komu þar að málum. Þá er þarna fjölmargt annað, s.s. fjallað um það hvers vegna Lars var óvænt útnefndur „Leiðinlegasti Svíinn“.

Þetta er bók sem enginn knattspyrnuunnandi getur verið án.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Útgáfuár: 2016

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Bókin, Fjöllin í Grýtubakkahreppi, er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal,Fjörður og Látraströnd.

Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni, 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu og gps-hnit eru til glöggvunar fyrir lesandann. Við skoðun bókarinnar gefst kostur á að kynna sér tignarleg fjöll og eyðidali svæðisins hvort sem setið er heima í stofu eða tekist á við náttúruna í raun.

Höfundur bókarinnar, Hermann Gunnar Jónsson, er sveitastrákur að upplagi og kann útivist vel. Hann ólst upp við hefðbundin landbúnaðarstörf á Hvarfi í Bárðardal og þekkir vel að snúast í kringum kindur bæði á hesti og fæti. Auk þess hefur hann gjarnan brúkað báða þessa ferðamáta til að ferðast um landið og njóta, sérstaklega Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Í seinni tíð hafa fjallgöngurnar þó haft yfirráðin.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Náttúrufræði

Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Útgáfuár: 2016

Pétrísk 2016

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskan - málið okkar

Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína

Útgáfuár: 2015

Hundrað leiðir til að ...

Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína, eftir Simon Whaley,  er skrifuð frá sjónarhóli hundsins og fjallar um hvernig best er að þjálfa fólk til að þjóna honum sem best.

„Fólk heldur að við séum hjarðdýr í leit að leiðtoga, en ekki láta glepjast. Lærðu hvernig hægt er að fá fólk til að snúast í kringum þig!

… Ef þú ert enn í vafa — eftir að hafa lesið bókina — hvor er húsbóndinn og hvor er þjónninn, þá skaltu bara velta þessu fyrir þér: Hvort ykkar þrífur upp kúkinn eftir hitt? Manneskjan eða hundurinn? Þá hefurðu fengið rétta svarið!“

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Það er gott að búa í Kópavogi! Gamansögur af Kópavogsbúum

Útgáfuár: 2015

Það er gott að búa í KópavogiGunnar I. Birgisson mátar buxur, Sigurður Geirdal sendir Guðmundi Oddssyni kveðskap, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðarson er hætt kominn í flugvél, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokulúður, allt er steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni og Þórður á Sæbóli selur blóm. Hér koma margir við sögu og það er öruggt mál að lesendurnir eiga góðar stundir með þessa bráðskemmtilegu bók í höndunum.

Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/kop-issuu

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Hersetan á Ströndum og Norðvesturlandi

Útgáfuár: 2015

Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestraHér er greint frá umsvifum og dvalarstöðum setuliðsins á stríðsárunum, reynslu og kynnum liðsmanna og heimamanna, hermennskulífi, loftárásum, mannskæðum slysförum og vofveifilegum atburðum. Margar áður óbirtar ljósmyndir prýða bókina og fjallað er um braggabúðir, búnað og farartæki sem komust í hendur Íslendinga.

Viðal við höfundinn, Friðþór Eydal, er hér (undir flipanum Morgunútvarpið – 2. hluti):

http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Spurningabókin 2015

Útgáfuár: 2015

Spurningabókin 2015Í hvaða landi eru flugeldar aðallega framleiddir? Hvað heitir heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson handboltakappa? Hver er aðalsöguhetjan í Family Guy? Hvað gleypa krókódílar til að auðvelda sér að kafa? Þetta og margt fleira til í þessari bráðsmellnu bók sem grípa má til hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.390-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Kveikjur

Útgáfuár: 2015

kveikjurKveikjur eftir séra Bolla Pétur Bollason, fyrrum prest í Seljakirkju og nú sóknarprest í Laufási, var að koma út.  Innihald bókarinnar eru 40 smásögur og í þeim er tæpt á þjóðfélagsmálum á borð við fátækt, einelti, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd og siðferðisbrestum, siðferðilegum álitamálum, tilvistar- og tilgangsspurningum, sorginni, gleðinni, kærleikanum, samskiptum fólks og endalokunum.

Það er öllum hollt að lesa þessa bók og velta fyrir sér efni hennar. Hún hentar jafnt unglingum sem hinum eldri og sögurnar mega vel nýtast sem ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar vangaveltur.

Ljósmyndir prýða bókina og eru þær eftir Völund Jónsson.

 

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Biblíumatur – uppskriftir frá landi mjólkur og hungangs

Útgáfuár: 2014

Bibliumatur.kapa

Í þessari bók, eftir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest í Akureyrarkirkju, rekur hver gómsætur rétturinn annan.  Í henni er að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku.

Hér getur þú, lesandi góður, fræðst aðeins meira um bókina: http://www.n4.is/is/thaettir/file/bibliumatur-sr-svavars

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Hreindýraskyttur – Líflegar og fræðandi frásagnir af hreindýraveiðum

Útgáfuár: 2014

Hreindýr

Í bókinni segja Axel Kristjánsson, Gunnar A. Guttormsson, Guttormur Sigbjarnarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Þorgils Gunnlaugsson, María B. Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Sæunn Marinósdóttir og Sigurður Aðalsteinsson frá ævintýrum sínum á hreindýraveiðum á Íslandi og í Grænlandi. Auk þess er rakin saga hreindýraveiða hér á landi. Bókin er prýdd kortum og fjölda mynda.

Hægt er að sjá örlítið sýnihorn úr bókinni hér: http://issuu.com/gunnarkr/docs/hreind__raskyttur/0

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is