Héraðsmannasögur – gamansögur af Héraði

Útgáfuár: 2016

heradsmannasogur

Hákon Aðalsteinsson fær próflausan ungling, Sigurð G. Tómasson, til að rúnta með sig um Héraðið.  Hrafn á Hallormsstað útskýrir veru sína í Framsóknarflokknum. Frissi í Skóghlíð segir vel líta út með flug til Vopnafjarðar. Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum kærir lögregluna. Þráinn Jónsson er alls staðar. Aðalsteinn á Vaðbrekku á við sérkennilegt áfangisvandamál að stríða. Baldur Pálsson segir frá eðlisfræðitilraunum á Jökuldal.  Séra Sigurjón á Kirkjubæ verður að halda áfram að jarða þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun og Sigríður Rósa Kristinsdóttir sendir Sverri Hermannssyni tóninn. Eru þá fáir upptaldir af þeim sem koma hér við sögu. Og svo er spurt: Er samvinnuhreyfingin tómt klám?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Skagfirskar skemmtisögur 5

Útgáfuár: 2016

skagfirsk-5Hér kennir margra grasa. Séra Þórir Stephensen er kallaður til skítverka á Sauðárkróki. Stína Sölva heldur þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera Álftagerðisbræður. Kári Valla makar á sig súkkulaði í sturtunni. Ása Öfjörð klárar messuvínið. Egill Bjarna sendir Sigga Guðjóns út í kjörbúð að kaupa skyr. Það raknar úr garnaflækju hjá Valla Jóns.  Jóhann Salberg sýslumaður býður forseta Íslands Ópal. Steingrímur á Silfrastöðum segir kirkjuna rúma heilt helvíti. Andrés Valberg selur sömu hauskúpuna tvisvar. Rúnki predikari bölsótar steinbítnum.  Sölvi Helgason hrækir í Hróarsdal og Seðlabankamenn hringja í Hörð á Hofi. Þá er sagt frá ævintýralegum hestaviðskiptum við Stebba á Keldulandi og bókin endar á smásögunni Raunir á Reyðarskeri.

Skagfirskar skemmtisögur 5 er ávísun á taumlausa skemmtun.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Skagafjörður

Flugsaga

Útgáfuár: 2016

flugsaga

Saga flugsins hefst ekki með flugi Wright-bræðra fyrir liðlega öld — heldur mun fyrr. Hér er hún rakin til þess tíma þegar menn stukku úr turnum eða fram af klettum og fórnuðu margir limum og lífi og vísindamenn teiknuðu framúrstefnuleg loftför sem aldrei flugu, með viðkomu í styrjöldum sem höfðu mikil áhrif á þróun flugvéla og fleira mætti nefna. Þá er hér ágrip af flugsögu Íslands.

Þessa bók lætur enginn flugáhugamaður fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Sigurðar sögur dýralæknis

Útgáfuár: 2016

sigurdar-sogur

Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum er magnaður sagnamaður og lætur hér gamminn geysa eins og honum einum er lagið. Sagðar eru sögur af prestum, stjórnmálamönnum, læknum, sjúklingum og skepnum og örugglega skella margir upp úr við lestur þeirra – svo bráðsmellnar eru þær.

Baldur í Vatnsfirði jarðar framsóknarmenn. Sigurbjörn biskup fer með kvöldbænirnar. Halldóri í Holti er tíðrætt um mykjudreifara og Jón Ísleifsson skiptir um föt.  Ólafur Thors sefur fram eftir, liðmús er á leið upp eftir konu í Eyjafirði og Smali Jónsson ríður berbakt.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Fótboltaspurningar 2016

Útgáfuár: 2016

fotboltaspurningar-2016

Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?

Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Unglingabækur

Spurningabókin 2016

Útgáfuár: 2016

spurningabokin-2016

Hér er spurt um allt milli himins og jarðar: íþróttir, dýr, tónlist, teiknimyndir, kvikmyndir, leikrit, málshætti og fleira til. Þessi bók er algjörlega ómissandi hvar og hvenær sem er!

Hvað eru kærastarnir margir sem koma við sögu í Mamma Mía söngleiknum?
Hver er eini skegglausi kóngurinn í venjulegum spilastokki?
Hvað nefnist hæfileikakeppni gunnskólanna?
Geta kengúrur hoppað aftur á bak?

Þetta og margt fleira í þessari bráskemmtilegu bók sem efalítið margir hafa beðið eftir.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Öreindirnar, alheimurinn, lífið – og Guð

Útgáfuár: 2016

alheimurinn-nytt-nytt-jpeg

Reynt er að samræma vísindi og Guðstrú. Úr hverju er alheimurinn, hvernig myndaðist hann og hvernig varð lífið til? Alheimur allur er gerður úr öreindum. Hallast er að því að vísindin og Guð hafi unnið sameiginlega að myndun og þróun alheims og lífs. Guð kom Miklahvelli og lífinu af stað, en vísindin stýra óðaþenslu alheims og þróun lífs.

Sannarlega áhugaverð bók sem snertir hugsanagang margra um lífið og tilveruna.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið

Útgáfuár: 2016

Lars-kápaFramfarir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega miklar síðan Lars Lagerbäck tók við þjálfun þess.  Í þessari bók er farið yfir aðdragandann að ráðningu hans að landsliðinu, ferill hans rakinn, sagt frá samstarfi hans og Heimis, verkaskiptingu þeirra, uppbyggingu liðs- og blaðamannafunda og farið yfir alla landsleiki frá því að þeir komu þar að málum. Þá er þarna fjölmargt annað, s.s. fjallað um það hvers vegna Lars var óvænt útnefndur „Leiðinlegasti Svíinn“.

Þetta er bók sem enginn knattspyrnuunnandi getur verið án.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Útgáfuár: 2016

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Bókin, Fjöllin í Grýtubakkahreppi, er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal,Fjörður og Látraströnd.

Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni, 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu og gps-hnit eru til glöggvunar fyrir lesandann. Við skoðun bókarinnar gefst kostur á að kynna sér tignarleg fjöll og eyðidali svæðisins hvort sem setið er heima í stofu eða tekist á við náttúruna í raun.

Höfundur bókarinnar, Hermann Gunnar Jónsson, er sveitastrákur að upplagi og kann útivist vel. Hann ólst upp við hefðbundin landbúnaðarstörf á Hvarfi í Bárðardal og þekkir vel að snúast í kringum kindur bæði á hesti og fæti. Auk þess hefur hann gjarnan brúkað báða þessa ferðamáta til að ferðast um landið og njóta, sérstaklega Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Í seinni tíð hafa fjallgöngurnar þó haft yfirráðin.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Náttúrufræði

Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Útgáfuár: 2016

Pétrísk 2016

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskan - málið okkar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is