Stafróf knattspyrnunnar
Útgáfuár: 2024
Stafróf knattspyrnunnar ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Bókin hentar ákaflega vel til lestrarþjálfunar fyrir þau börn sem farin eru að bjarga sér í lestri en þarfnast frekari æfinga. Einnig ættu hinir eldri að hafa gaman af henni og því er þetta sannkölluð fjölskyldubók.
Leiðbeinandi verð: 6.380-.
Kinnar – og Víknafjöll
Útgáfuár: 2024
Í þessari bók lýsir höfundurinn og göngugarpurinn, Hermann Gunnar Jónsson, í máli og myndum fjallgöngum á austanverðum Gjögraskaga/Flateyjarskaga, auk þess leiðum úr Hvalvatnsfirði, austur á Flateyjardal og þaðan til Náttfaravíkna og inn í Kinn. Þessu fylgja fjöldi mynda og korta (m.a. stórt heildarkort af svæðinu), sem og GPS-hnit og QE-kóði af gönguleiðum. Bókin er kjörin ferðafélagi allra þeirra sem ganga um þetta svæði.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað
Útgáfuár: 2023
Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.
Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
Fótboltaspurningar 2023
Útgáfuár: 2023
Hér er farið um víðan völl og auðvitað lætur enginn knattspyrnuunnandi þessa bók fram hjá sér fara.
Hver af þessum knattspyrnustjórum ber millinafnið Norbert: David Moyes, Jürgen Klopp eða Eddie Howe?
FHL er skammstöfun fyrir kvennalið á Austurlandi, en að baki því standa þrjú félög. Hvaða félög eru það?
Fyrir hvað stendur Pep í nafni pep Guardiola?
Hvaða ár fæddist Cristiano Ronaldo?
Hvaða þýska lið er stundum kallað „Gladbach“?
Þetta og margt, margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2023.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Hringferð um Gjögraskaga – Leiðarlýsing
Útgáfuár: 2023
Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. Til viðbótar við ljóslifandi, beinharða leiðarlýsingu þá er bókin hafsjór af fróðleik bæði frá fyrri tíð og eins hvað varðar staðhætti og örnefni. Hringferð um Gjögraskaga er prýdd fjölda ljósmynda auk landakorta og gsp hnita á þýðingarmiklum stöðum. Til að öllum henti þá er gönguleiðinni lýst bæði réttsælis og rangsælis.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
Ég verð að segja ykkur – Ingvar Viktorsson lætur gamminn geisa
Útgáfuár: 2022
Hér lætur Ingvar Viktorsson, fyrrum kennari, bæjarstjóri og íþróttafrömuður, gamminn geisa og sögurnar eru óteljandi. Guðjón Ingi Eiríksson ritstýrði bókinni, en í ritnefnd voru auk hans Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson og Orri Þórðarson. Og það má alveg láta það fylgja með að ritstjórnin þurfti að beita Ingvar hörðu til að fá hann til að fallast á að segja okkur frá viðburðaríkri ævi sinni, en það tókst þó og ættu margir að hafa fróðleik og skemmtun af frásögn hans. Rétt er að láta eina sögu úr bókinni fylgja hér með:
Einu sinni ætlaði ég að fá vin minn og félaga, Þóri heitinn Jónsson, með mér í golfið og við fórum út á Hvaleyri. Ég stillti upp bolta og bað Þóri að fylgjast með. Ég valdi kylfu og sló, en hitti ekki boltann, reyndi aftur og það sama gerðist, ég hitti ekki boltann. Þegar mér hafði mistekist ætlunarverk mitt í þriðja skiptið missti Þórir þolinmæðina og sagði: „Þetta er helvíti sniðugt, en til hvers er boltinn?“
Leiðbeinandi verð: 7.680-.
Knattspyrnubærinn – 100 ára knattspyrnusaga Akraness
Útgáfuár: 2022
Knattspyrnufélagið Kári var stofnað af nokkrum ungum drengjum árið 1922. Stofnunin markar upphaf knattspyrnusögu Akraness. Knattspyrnuæði greip um sig meðal bæjarbúa og ekki sér enn fyrir endann á því. Skagamenn unnu fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn árið 1951 og var það í fyrsta sinn sem Íslandsbikarinn yfirgaf höfðuborgina. Titlarnir komu á færibandi næstu áratugina og fljótlega varð Akranes þekkt sem knattspyrnubærinn. Þremur áratugum síðar hófu konur á Akranesi að keppa í knattspyrnu. Fyrsta Íslandsmót kvenna fór fram innanhúss árið 1971 og urðu Skagamenn fyrstu Íslandsmeistarar kvenna.
Hér er að finna sögur af forgöngumönnum knattspyrnunnar á Akranesi, baráttu Kára og Knattspyrnufélags Akraness, úttroðnum hrútspungum sem voru notaðir sem boltar, gullöldum, úrslitaleikjum á Laugardalsvelli, bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar, yfirvofandi gjaldþroti og bæjarsálinni sem er samofin fótboltanum.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966
Útgáfuár: 2022
Stofnun Ungmennafélagsins Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Fótboltaspurningar 2021
Útgáfuár: 2021
Hver var aðalmarkmaður Ítala á EM 2020? Hvert er eina félagið sem systkinin Margrét Lára, Bjarni Geir, Sindri og Elísa Viðarsbörn hafa öll leikið með? Hvaða félag hét upphaflega Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar? Hvaða leikmaður Manchester United vakti árið 2020 athygli fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í Covid-fárinu? Hvers son er Böddi löpp? Argentína varð Suður-Ameríkumeistari landsliða árið 2021 eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Hver skoraði sigurmarkið?
Þetta og margt fleira er að finna í þessari bráðskemmtilegu bók sem ungir og aldnir og allir þar á milli ættu að geta haft gaman af.
Koma svo!
Leiðbeinandi verð: 1.790-.