
Brot úr byggðarsögu – mannlíf í Grýtubakkahreppi í 150 ár
Útgáfuár: 2013
Bók þessi skiptist í átta hluta: Um hreppinn og stjórn hans, einkum á þeim tíma þegar framfærslumálin vógu þyngst. Búnaðarbálkurinn er fyrirferðarmestur, bændur tóku hlutverk sitt alvarlega og stofnuðu Framfarafélag 1867 og Nautgriparæktarfélag 1904. Í kafla um samgöngur segir frá fyrstu gerð vega og brúa, upphafi bílaaldar í hreppnum, pósti og síma en í þessum hreppi var einmitt lagður fyrsti sveitasími á Íslandi árið 1897. Í kafla um rafmagn segir frá fyrstu heimarafstöðvum og hvernig fólk lýsti upp hús sín með vindrellum og bensínmótorum og fleiru fram að komu Laxárrafmagns 1956. Læknum og ljósmæðrum er tileinkaður sérstakur kafli en Höfðahverfislæknishérað var stofnað 1894. Verslunarkaflinn er litríkur og skólasagan ekki síður. Síðasti kaflinn fjallar um félagasamtök margs konar. Bókina prýðir hátt á fimmta hundrað mynda.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Eigi víkja
Útgáfuár: 2013
Í þessu riti, Jóns Sigurðssonar fyrrum rektors Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Íslendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóðmálastefna og verkefnaskrá Jóns forseta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina íslenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóðernisstefnu? Er þjóðmálastefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum? Og: Hverjar eru samfélagsforsendur Bjarts í Sumarhúsum?
Enginn áhugamaður um sögu Íslands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Uppseld.
Fjör og manndómur
Útgáfuár: 2011
Í þessari tuttugustu og fyrstu bók sinni snertir sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku fjölmarga strengi í samfélagi liðinnar tíðar. Fjallað er um nítján leiðir sem liggja um háfjallaskörð milli Mjóafjarðar og nágrannabyggðarlaganna og hrakninga þar – sem ekki enduðu allir vel. Þá beinist athygli sögumanns mjög að hlutverki kvenna og líkur bókinni á æviþætti konu sem ekki mátti sín mikils, en lifði langa ævi og dó á tíræðisaldri – án þess að hafa í eitt einasta skipti leitað til læknis, utan augnlæknis einu sinni.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Á afskekktum stað
Útgáfuár: 2011
Bókin Á afskekktum stað er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í tíma og rúmi.
Leiðbeinandi verð: 3.500-.
Uppseld.
Af heimaslóðum
Útgáfuár: 2010
Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld. Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð. Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.
Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Bændatal og byggðaröskun
Útgáfuár: 2009
Meginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000. Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.
Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Dýrmæt reynsla
Útgáfuár: 2004
Sverrir Hermannsson segir frá því þegar lífi hans var bjargað. Hjónin Árni Ibsen og Hildur Kristjánsdóttir deila húsnæði með framliðnum og Anna Kristine Magnúsdóttir opnar Biblíuna og allt fellur í dúnalogn. Dýrmæt reynsla geymir fjölmargar frásagnir fólks af atburðum sem engin raunvísindi geta skýrt.
Uppseld.
Lyginni líkast
Útgáfuár: 2003
Af íslenskum ýkjumönnum sem sögðu sögur af sömu list og Münchausen. Fjöldi íslenskra sagnamanna stígur fram. Frásagnargáfan er stórkostleg. Gísli Jónsson menntaskólakennari segir lífssögu Jóns Skrikks. Austfirðingurinn Sögu-Guðmundur sker í þokuna. Gunnar Jónsson á Fossvöllum segist aldrei hafa sagt ósatt orð á ævi sinni og er verðlaunaður fyrir.
Uppseld.
Kappar og kvenskörungar
Útgáfuár: 1998
Þessi bók inniheldur æviþætti fjölmargra fornkappa og kvenskörunga, til dæmis: Ara fróða, Auður djúpúðgu, Egils Skalla-Grímssonar, Eiríks rauða, Gísla Súrssonar, Guðríðar Þorbjarnardóttur, Gunnars á Hlíðarenda, Helgu fögru, Hallgerðar langbrókar, Hrafnkels freysgoða, Ingólfs Arnarsonar, Leifs heppna, Njáls á Bergþórshvoli og Snorra goða Þorgrímssonar. Auk þess eru í bókinni að finna fleyg orð og ummæli úr Íslendingasögunum.
Uppseld.