Dýrmæt reynsla

Útgáfuár: 2004

dyrmaet_reynslaSverrir Hermannsson segir frá því þegar lífi hans var bjargað. Hjónin Árni Ibsen og Hildur Kristjánsdóttir deila húsnæði með framliðnum og Anna Kristine Magnúsdóttir opnar Biblíuna og allt fellur í dúnalogn. Dýrmæt reynsla geymir fjölmargar frásagnir fólks af atburðum sem engin raunvísindi geta skýrt.

Uppseld.

Efnisflokkun: Dulspeki, Íslenskur fróðleikur

Lyginni líkast

Útgáfuár: 2003

lyginniAf íslenskum ýkjumönnum sem sögðu sögur af sömu list og Münchausen. Fjöldi íslenskra sagnamanna stígur fram. Frásagnargáfan er stórkostleg. Gísli Jónsson menntaskólakennari segir lífssögu Jóns Skrikks. Austfirðingurinn Sögu-Guðmundur sker í þokuna. Gunnar Jónsson á Fossvöllum segist aldrei hafa sagt ósatt orð á ævi sinni og er verðlaunaður fyrir.

Uppseld.

Efnisflokkun: Gamansögur, Íslenskur fróðleikur

Kappar og kvenskörungar

Útgáfuár: 1998

kapparÞessi bók inniheldur æviþætti fjölmargra fornkappa og kvenskörunga, til dæmis: Ara fróða, Auður djúpúðgu, Egils Skalla-Grímssonar, Eiríks rauða, Gísla Súrssonar, Guðríðar Þorbjarnardóttur, Gunnars á Hlíðarenda, Helgu fögru, Hallgerðar langbrókar, Hrafnkels freysgoða, Ingólfs Arnarsonar, Leifs heppna, Njáls á Bergþórshvoli og Snorra goða Þorgrímssonar.  Auk þess eru í bókinni að finna fleyg orð og ummæli úr Íslendingasögunum.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is