
Fótboltaspurningar 2025
Útgáfuár: 2025
Hvaða íslenska félag átti, keppnistímabilið 2025, í fyrsta skipti lið í efstu deild karla?
Við hvaða kvennalandsliði tók Elísabet Gunnarsdóttir í janúar 2025?
Hvaða ár fæddist Höskuldur Gunnlaugsson sem undanfarin ár hefur verið fyrirliði Breiðabliks?
Í heimsmestarakeppni félagsliða, sumarið 2025, léku tveir enskir bræður og það hvor með sínu liðinu. Hvað heita þeir?
Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram a Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?
Hverrar þjóðar er Milos Kerkez?
Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?
Þekkirðu þennan sem er efst til hægri á kápumyndinni?
FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2025 hitta að sjálfsögðu beinit í mark!
Spurningabókin 2025 – Geta snákar synt?
Útgáfuár: 2025
Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn?
Hvaða fyrirbæri er í miðju sólkerfisins?
Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu?
Klukkan hvað eru dagmál?
Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni?
Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur?
Þessar spurningar og margar fleiru eru í þessari bráðsmellnu spurningabók sem hentar öllum aldurshópum og það hvar og hvenær sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
26 hæða trjáhúsið
Útgáfuár: 2024
Í þessari bráðfjörugu bók er hugmyndaflugið óendanlegt, eins og í fyrri bókinni um þá félaga, 13 hæða trjáhúsinu. Það eru einmitt bækur eins og þessar tvær sem börn elska að lesa og gleyma sér við og því er það ekkert skrýtið þótt þær hafi náð miklum vinsældum.
Leiðbeinandi verð: 3.380-.
Stafróf knattspyrnunnar
Útgáfuár: 2024
Stafróf knattspyrnunnar ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Bókin hentar ákaflega vel til lestrarþjálfunar fyrir þau börn sem farin eru að bjarga sér í lestri en þarfnast frekari æfinga. Einnig ættu hinir eldri að hafa gaman af henni og því er þetta sannkölluð fjölskyldubók.
Leiðbeinandi verð: 6.380-.
Ólga – Kynjaslangan
Útgáfuár: 2024
Hrafnklukka heldur því fram að Kormákur álfakonungur sé enn á lífi en álfasystkinin Sylvía og Brjánn trúa því ekki og sú togstreita veldur upplausn í vinahópi Svandísar.
Andspyrnuflokkur innan skuggaheima reynir að koma foringjanum frá völdum en barátta skugga og huldufólks nær hæstu hæðum og út brýst blóðug styrjöld. Galdraseyði, galdraþuklur, lífsteinar og jarðhræringar koma við jarðhræringar koma við sögu þegar þarf að kljást við stórhættulega kynjaslöngu mitt í hatrömmum deilum tveggja heima.
Ólga er sjálfstætt framhald fyrri bóka Hrundar Hlöðversdóttur, Ógnar og Óróa, sem fjalla um sömu sögupersónur og byggja á þjóðsagnaarfi Íslendinga. Þetta er æsispennandi ævintýrasaga sem veitir okkur innsýn í hugarheim forfeðra okkar og -mæðra.
Leiðbeinandi verð: 4.680-.
Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Skrímslið og týndi fótboltinn
Útgáfuár: 2023
Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Hinn tólf ára gamli Marcus sparkar uppáhaldsfótboltanum sínum yfir girðingu við skólalóðina og áttar sig strax á því að líklega muni hann aldrei sjá boltann sinn aftur. Það sem fer yfir girðinguna finnst nefnilega aldrei aftur. En þegar hann fær dularfull skilaboð, og boð um að ganga í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins, dregst hann inn í spennandi ævintýri við að leysa ráðgátu, ásamt nýjum vinum sínum, þeim Stacey, Lise og Asim. Við að afhjúpa hverja óvæntu vísbendinguna á fætur annarri átta meðlimir rannsóknarteymis morgunverðarklúbbsins sig á því að það er ekki allt sem sýnst – og það gæti verið eitthvað dularfullt sem leynist á bak við skólagirðinguna.
Aðalhöfundur bókarinnar er knattspyrnukappinn heimsfrægi, Marcus Rashford, og hefur þessi bók hans notið mikilla vinsælda í Bretlandi.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað
Útgáfuár: 2023
Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.
Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
Lesum um fugla
Útgáfuár: 2023
Þessi bráðfallega bók er hugsuð fyrir börn sem farin eru að lesa sér til gagns en í henni eru kynntar í stuttu máli um 70 tegundir algengra fugla í íslenskri náttúru og fylgir falleg ljósmynd hverri þeirra. Þá er þetta tilvalin bók fyrir börn og foreldra að lesa og eða skoða saman og ræða um það sem fyrir augu ber á blaðsíðum hennar.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.