Hrafninn – þjóðin, sagan, þjóðtrúin

Útgáfuár: 2022

Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson – Hrafna-Flóka – upp að Íslandsströndum. Ýmislegt fréttist af þessum blakka spekingi eftir það, löngum tengdist hann myrkravöldunum, var til dæmis sagður iðulega á flugi við inngang Vítis, sem átti að vera í þeirri eldspúandi Heklu, og ekki var laust við að galdramenn notuðu parta úr búki hans í kukli sínu. En hann átti sér líka marga vini á fyrri tíð, sem gaukuðu að honum matarbita í vetrarhörkum og elskuðu hann og dáðu. Á því hefur engin breyting orðið.

Krummi er sagður vita lengra nefi sínu. Vísindin telja hann reyndar á meðal gáfuðustu dýra sem þessa reikistjörnu byggja. Hann er eftirherma mikil og þjóðtrúin segir hann aukinheldur geta orðið 900 ára. Það er ekki lítið.

Í þessari bók er hrafninn skoðaður frá mörgum hliðum og víða leitað fanga og niðurstaðan er sú, að hann er engum líkur.

Fjöldi glæstra mynda eru í bókinni.

Leiðbeinandi verð: 12.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Fuglar, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir, Náttúrufræði, Sagnfræði

Fáskrúðsfjarðarsaga I-III

Útgáfuár: 2022

 

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.900-.

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.90

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Fáskrúðsfjörður, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár

Útgáfuár: 2021

Ljosmaedur

Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað árið 1919. Í þessari bók er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga. Þá er hér einnig að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, auk nokkurra sem útskrifuðust fyrr, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.

Leiðbeinandi verð: 14.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Útgáfuár: 2020

Íslensku fuglarnirÍ þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú. Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist, að ógleymdum ríflega 1000 alþýðuheitum. Jafnframt er hérað finna vel á þriðja hundrað mynda, sem og útbreiðslukort hverrar tegundar fyrir sig.

• Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af keldusvíninu að segja. Vegna undarlegra hátta sinna var það talið mikil furðuskepna, jafnvel yfirnáttúruleg, hálfur ormur og í beinu sambandi við þann í neðra. Þess vegna sóttust galdramenn líka mjög eftir að komast í tæri við það og nota við kukl sitt.

• Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu, ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti.

• Þegar haftyrðillinn var að finnast rekinn á land í stórum hópum áður fyrr, ímynduðu menn
sér að þetta væri undrafyglið halkíon, en samkvæmt grískum sögnum átti það að vera með
hreiður sitt úti á rúmsjó.

• Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í
þremur mörkum af víni og drekka svo. Annað, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í
eld“.

• Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.

• Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann
er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á
flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli.

Leiðbeinandi verð: 12.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Náttúrufræði, Sagnfræði

Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru

Útgáfuár: 2020

kapa-prent.inddSagnameistarinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og oft áður í bókum sínum. Nú fjallar hann um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, búskaparhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Þau Sigurgeir og Katrín, kona hans, reistu sér reyndar hús í þessari byggð fyrir tveimur áratugum, og hafa frá þeim tíma átt í miklum samskiptum við góða og fiðraða nágranna, einkum tjald og stelk, sem sumir hverjir hafa þó reynt nokkuð á þolinmæði þeirra.

Þá fjallar Sigurgeir um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sérkenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð hér, til dæmis vatnsbúskapurinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minningar frá fyrstu vikum eldgossins 1973.

Sigurgeir segir ennfremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaupsferðalagi þeirra hjóna og stærðfræðikennslu sem hann á skólaárum sínum í Kennaraskólanum fékk hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára og segir vitaskuld frá því.

Leiftrandi frásagnargáfa Sigurgeirs, hlý kímni hans sem hvarvetna glampar á og meistaralegar lýsingar á fjölda fólks sem við sögu kemur, ásamt næmri innsýn í sálir og hátterni manna og dýra gera lestur þessarar bókar eftirminnilegan og mannbætandi og skiptir þar engu máli hvort lesandinn á rætur að rekja til Vestmannaeyja eða ekki!

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Hvítabirnir á Íslandi

Útgáfuár: 2018

HvítabirnirStórmerkileg bók um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með  viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Og þetta voru engir aufúsugestir:

„Fréttin um hvítabjörninn barst í einu vetfangi um alla eyjuna og komu allir byssufærir menn saman von bráðar.  Þrjú bæli sáust í hlíðinni og var álitið í fyrstu að dýrin væru fleiri en eitt.  Lagt var af stað upp hlíðina móti vindáttinni.  Menn voru vel undir viðureignina búnir og meira að segja var hákarlaskálm ein mikil með í förinni.  Atlagan hófst. Menn skipuðu sér í hálfhring í kring um híðið og komu sér fyrir í skotstöðu í um það bil 20 feta fjarlægð.  Björninn hafði lítið bært á sér til þessa en nú tók hann að óróast. Hann rak vígalegan hausinn út um munna grenis síns og þegar hann sá mennina lét ófriðlega í honum …“

Þetta er brot úr frásögn frá Grímsey árið 1969.  Og frásagnirnar eru margar og sumar óhugnanlegar.

Höfundurinn, Rósa Rut Þórisdóttir, byggir bókina að miklu leyti á gögnum sem faðir hennar, Þórir heitinn Haraldsson, lengi náttúrufræðikennari við MA, hafði safnað saman og er þetta mikla ritverk tileinkað minningu hans.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Náttúrufræði, Sagnfræði

Síldarvinnslan í 60 ár

Útgáfuár: 2017

SíldarvinnslanÞessi bók er gefin út í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.  Fyrirtækið var stofnað 11. desember 1957 og í upphafi reisti það síldarverksmiðju og hóf að reka hana.  Áður en áratugur var liðinn var Síldarvinnslan orðið stærsta fyrirtækið á Austurlandi og sinnti fjölþættri fiskvinnslustarfsemi og útgerð.

Í bókinni birtast þættir úr sögu Síldarvinnslunnar. Þeir gefa ágæta mynd af þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg síðustu 60 árin.

Síldarvinnslan er um þessar mundir eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með starfsstöðvar á sex stöðum, auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum, bæði hér á landi og erlendis.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Sagnfræði, Sjávarútvegur

Vargöld á vígaslóð – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni

Útgáfuár: 2017

VargöldÍsland var eitt mikilvægasta vígi bandamanna þegar staðan í seinni heimsstyrjöldinni var tvísýnust 1940–1942. Hér eru sannar frásagnir sem ófust með einhverjum hætti saman við Ísland. Bretar náðu glænýjum þýskum kafbáti undan Suðurlandi síðsumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og færðu bátinn til Hvalfjarðar. Aðstaðan á Íslandi var lykllinn að því að þetta tókst.

Fyrsta sjóorrusta stríðsins átti sér stað undan Hornafirði í byrjun vetrar 1939. Hundruðum manna var slátrað.

Mesti skipsskaði í sögu Bretaveldis varð er bresku liðsflutningaskipi var sökkt við Frakkland. Nokkrum dögum fyrr flutti skipið fyrstu bresku hermennina til Íslands.

Viðgerðaskipið Hecla kom glænýtt til Íslands og lá í Hvalfirði. Þýskur kafbátur sökkti skipinu síðar með miklu manntjóni.

Hernám Íslands hafði djúpstæð áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar rifja upp reynslu sína af stríðsárunum á æskuárum sínum.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Mannslíf í húfi II

Útgáfuár: 2017

Mannlíf í húfi.skjáupplausn

Það er öllum félögum nauðsynlegt að sögu þeirra sé til haga haldið, meðal annars svo að læra megi af henni. Þetta á tvímælalaust við um þau félög sem fjallað er um í þessari bók. Hér er rakin saga Landsambands hjálparsveita skáta, Landssambands flugbjörgunarsveita og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita. Greint er frá tilurð hverrar „sveitar“ fyrir sig og sagt frá helstu björgunarverkefnum þeirra.
Bókin er á fimmta hundrað síður og prýdd fjölda mynda.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Flugsaga

Útgáfuár: 2016

flugsaga

Saga flugsins hefst ekki með flugi Wright-bræðra fyrir liðlega öld — heldur mun fyrr. Hér er hún rakin til þess tíma þegar menn stukku úr turnum eða fram af klettum og fórnuðu margir limum og lífi og vísindamenn teiknuðu framúrstefnuleg loftför sem aldrei flugu, með viðkomu í styrjöldum sem höfðu mikil áhrif á þróun flugvéla og fleira mætti nefna. Þá er hér ágrip af flugsögu Íslands.

Þessa bók lætur enginn flugáhugamaður fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is