Stafróf knattspyrnunnar
Útgáfuár: 2024
Stafróf knattspyrnunnar ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Bókin hentar ákaflega vel til lestrarþjálfunar fyrir þau börn sem farin eru að bjarga sér í lestri en þarfnast frekari æfinga. Einnig ættu hinir eldri að hafa gaman af henni og því er þetta sannkölluð fjölskyldubók.
Leiðbeinandi verð: 6.380-.
Ævintýraför Stubbs og Stubbalínu í Stafalandið (lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu)
Útgáfuár: 2021
Í þessari bók dr. Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur, kennara og heyrnar- og talmeinafræðings, er kynnt lestrarkennsluaðferð sem leitast við að persónugera stafina og hljóðin og sveipa þannig innlögnina þeim ævintýrablæ sem höfðað gæti til barna. Stubbur og Stubbalína eru lítil kríli sem fundu stafabók, sem í þeirra augum var bara full af alls konar krassi og kroti sem þau skildu ekkert í. Þau fengu því þá snjöllu hugmynd að fara í Stafalandið þar sem allir stafirnir eiga heima og læra að þekkja þá og hljóðin þeirra svo þau gætu nú skilið hvað skrifað var í þessa ágætu stafabók þeirra. Í Stafalandinu hitta þau stafina einn af öðrum og fá að vita hvað þeir heita. Jafnframt fá þau að vita að hver stafur á sitt sérstaka hljóð sem oft líkist þeim hljóðum sem við sjálf gefum frá okkur undir ýmsum kringumstæðum. Þar má nefna hljóð eins og:
/ s / (S) sem við gefum frá okkur sem hvæshljóð þegar við erum reið.
/ eí / (EY, EI) sem í raun eru gleðihljóð og geta heyrst í skríkjum.
/ m / (M) sem við gefum frá okkur þegar okkur finnst eitthvað gott.
/ a / (A) sem við gefum frá okkur þegar við erum þreytt.
/ o / (O) sem við gefum frá okkur í óþolinmæðisköstum.
/aú / (Á), / oú / (Ó), / aí / (Æ) sem eru sársaukahljóðin.
Það er þekkt að við eigum auðveldara með að læra og festa í minni ef við getum fundið einhver tengsl milli þess sem við erum að læra og þess
sem við þegar þekkjum.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik
Útgáfuár: 2020
Hér er á ferðinni stórskemmtilegt teikniverkefni sem hentar vel inn á öll skólastig og þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira til. Það byggir á því að kennari og nemandi/nemendur teikna saman, kennari þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennarinn útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna ásamt því að leita jafnframt eftir rökfræðilegum ályktunum. Segja má að bókin henti til kennslu elstu börnum á leikskóla og þeim yngstu í grunnskóla, auk þess nemendum með ýmis frávik, s.s. einstaklingum með heyrnarskerðingu, þroskahömlun, tal- og málþroskaröskun, einhverfu, ofvirkni, athyglisbrest og/eða einbeitingarskort og tvítyngi. Bókin hefur verið tilraunakennd af grunn- og leikskólakennurum, einnig af þroskaþjálfa, og mælist afar vel fyrir. Umsagnir þeirra er m.a. að finna í bókinni.
Rétt er að taka fram að bókin er gormuð og eykur það notagildi hennar til muna. Hún er í A-4 broti og 220 blaðsíður að lengd.
Leiðbeinandi verð: 8.480-.
Gunnlaugs saga ormstungu
Útgáfuár: 2009
Bókin er fyrst og fremst ætluð grunnskólanemendum og hefur það fram yfir fyrri skólaútgáfur að orðskýringar hafa verið auknar, auk þess sem myndir og teikningar prýða hana.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, margreyndur kennari á öllum skólastigum og hagyrðingur, annaðist útgáfuna.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Uppseld.
Gullvör 3 – verkefnabók
Útgáfuár: 2008
Gullvör 3, eftir Gunnar Finnsson, er verkefnabók við samnefnda bók eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.
Leiðbeinandi verð: 990-.
Uppseld.
Gullvör 2 – verkefnabók
Útgáfuár: 2008
Gullvör 2, eftir Gunnar Finnsson, er verkefnabók við samnefnda bók eftir Ragnar Ing Aðalsteinsson.
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Uppseld.
Gullvör 1 – verkefnabók
Útgáfuár: 2008
Gullvör 1, eftir Gunnar Finnsson, er verkefnabók við samnefnda bók eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.
Leiðbeinandi verð: 890-.
Uppseld.
Sveinn í djúpum dali
Útgáfuár: 2007
Kennslubók um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson, ætluð 8.-10. bekk.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Gullvör – kennsluleiðbeiningar
Útgáfuár: 2006
Kennsluleiðbeiningar við Gullvararbækurnar I-III eftir Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Einungis fáanlegt á tölvutæku formi.
Leiðbeinandi verð: 5.900-.
Uppseld.
Allir geta eitthvað, enginn getur allt
Útgáfuár: 2003
Fjölmenningarleg kennsla frá leikskóla til framhaldsskóla. Nauðsynleg handbók fyrir alla kennara.
Uppseld.