Ævintýraför Stubbs og Stubbalínu í Stafalandið (lestrarkennsluaðferðin sjáðu – heyrðu – finndu)
Útgáfuár: 2021
Í þessari bók dr. Valdísar Ingibjargar Jónsdóttur, kennara og heyrnar- og talmeinafræðings, er kynnt lestrarkennsluaðferð sem leitast við að persónugera stafina og hljóðin og sveipa þannig innlögnina þeim ævintýrablæ sem höfðað gæti til barna. Stubbur og Stubbalína eru lítil kríli sem fundu stafabók, sem í þeirra augum var bara full af alls konar krassi og kroti sem þau skildu ekkert í. Þau fengu því þá snjöllu hugmynd að fara í Stafalandið þar sem allir stafirnir eiga heima og læra að þekkja þá og hljóðin þeirra svo þau gætu nú skilið hvað skrifað var í þessa ágætu stafabók þeirra. Í Stafalandinu hitta þau stafina einn af öðrum og fá að vita hvað þeir heita. Jafnframt fá þau að vita að hver stafur á sitt sérstaka hljóð sem oft líkist þeim hljóðum sem við sjálf gefum frá okkur undir ýmsum kringumstæðum. Þar má nefna hljóð eins og:
/ s / (S) sem við gefum frá okkur sem hvæshljóð þegar við erum reið.
/ eí / (EY, EI) sem í raun eru gleðihljóð og geta heyrst í skríkjum.
/ m / (M) sem við gefum frá okkur þegar okkur finnst eitthvað gott.
/ a / (A) sem við gefum frá okkur þegar við erum þreytt.
/ o / (O) sem við gefum frá okkur í óþolinmæðisköstum.
/aú / (Á), / oú / (Ó), / aí / (Æ) sem eru sársaukahljóðin.
Það er þekkt að við eigum auðveldara með að læra og festa í minni ef við getum fundið einhver tengsl milli þess sem við erum að læra og þess
sem við þegar þekkjum.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik
Útgáfuár: 2020
Hér er á ferðinni stórskemmtilegt teikniverkefni sem hentar vel inn á öll skólastig og þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira til. Það byggir á því að kennari og nemandi/nemendur teikna saman, kennari þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennarinn útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna ásamt því að leita jafnframt eftir rökfræðilegum ályktunum. Segja má að bókin henti til kennslu elstu börnum á leikskóla og þeim yngstu í grunnskóla, auk þess nemendum með ýmis frávik, s.s. einstaklingum með heyrnarskerðingu, þroskahömlun, tal- og málþroskaröskun, einhverfu, ofvirkni, athyglisbrest og/eða einbeitingarskort og tvítyngi. Bókin hefur verið tilraunakennd af grunn- og leikskólakennurum, einnig af þroskaþjálfa, og mælist afar vel fyrir. Umsagnir þeirra er m.a. að finna í bókinni.
Rétt er að taka fram að bókin er gormuð og eykur það notagildi hennar til muna. Hún er í A-4 broti og 220 blaðsíður að lengd.
Leiðbeinandi verð: 8.480-.
140 vísnagátur
Útgáfuár: 2020
Páll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur getið sér gott orð sem vísna-þrauta-smiður og er þetta þriðja bók hans í þannig dúr. Í hverri vísu leynist lausnarorð og það er frábær skemmtun og heilaleikfimi að finna út hvert það er. Þessi bók hentar öllum og alls staðar.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Talandinn – Er hann í lagi?
Útgáfuár: 2018
Ertu með hæsi án kvefs, ræskingaþörf, raddbresti, kökktilfinningu í hálsi og raddþreytu? Ertu hætt/ur að geta sungið? Hvað þarftu að gera til að fanga hlustunarlöngun? Þarftu oft að endurtaka það sem þú segir? Veistu stöðu talfæra við myndun talhljóða? Gætir þú sagt einstaklingi til um hvernig hann á að mynda talhljóð? Er einstaklingur með framburðargalla? Á hverju byggist skýr framsetning máli?
Í þessari bók sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi má finna svör við hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á einfaldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir.
Leiðbeinandi verð: 4.680-.
Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi
Útgáfuár: 2016
Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Vísnagátur
Útgáfuár: 2012
Í þessari bók eru 120 vísnagátur. Í hverri gátu er sama lausnarorðið í öllum línum en með fjórum mismunandi merkingum, þó í örfáum tilfellum þremur eða fimm. Tökum örlétt dæmi:
Stjörnumerki á himni há,
heiti líka manni á,
heyið flytur heim í tótt,
í honum barnið sefur rótt.
Hér er lausnarorðið vagn, Karlsvagn, sérnafnið Vagn, heyvagn og barnavagn.
Gáturnar eru í þessum dúr – skemmtileg heilaleikfimi fyrir alla fjölskylduna og auk þess fræðandi um íslenskt mál.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Pétrísk-íslensk orðabók – með alfræðiívafi
Útgáfuár: 2012
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins og æskulýðsfulltrúi á Grund, hefur um árabil samið og safnað saman skrýtnum og skemmtilegum orðum til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi orð merki hjá séra Pétri: Afbökun? Bakflæði? Einvígi? Landafundir? Óefni? Þú færð svörin við þessu í Pétrísk-íslensku orðabókinni sem að sjálfsögðu er með alfræðiívafi.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Pétrísk-íslensk orðabók
Útgáfuár: 2008
Magnaðir orðaleikir Péturs Þorsteinssonar, prests í Óháða söfnuðinum í Reykjavík, hafa vakið athygli margra í gegnum tíðina og kallað fra ótal hlátrasköll.
Hér eru orðin og merkingarnar sem Pétur leggur þau.
Uppseld.
Gullvör 3 – verkefnabók
Útgáfuár: 2008
Gullvör 3, eftir Gunnar Finnsson, er verkefnabók við samnefnda bók eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.
Leiðbeinandi verð: 990-.
Uppseld.
Gullvör 2 – verkefnabók
Útgáfuár: 2008
Gullvör 2, eftir Gunnar Finnsson, er verkefnabók við samnefnda bók eftir Ragnar Ing Aðalsteinsson.
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Uppseld.