Vísnagátur

visnagatur2012Í þessari bók eru 120 vísnagátur.  Í hverri gátu er sama lausnarorðið í öllum línum en með fjórum mismunandi merkingum, þó í örfáum tilfellum þremur eða fimm.    Tökum örlétt dæmi:

Stjörnumerki á himni há,
heiti líka manni á,
heyið flytur heim í tótt,
í honum barnið sefur rótt.

Hér er lausnarorðið vagn, Karlsvagn, sérnafnið Vagn, heyvagn og barnavagn.

Gáturnar eru í þessum dúr – skemmtileg heilaleikfimi fyrir alla fjölskylduna og auk þess fræðandi um íslenskt mál.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Útgáfuár: 2012
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Íslenskan - málið okkar, Bækur, Ljóð og listir

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is