100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa

Útgáfuár: 2013

kapa-KHB-fors

Kaupfélag Héraðsbúa, sem stofnað var árið 1909, á sér merka sögu. Það var á löngu tímabili burðarás í austfirsku atvinnulífi með mikla starfsemi bæði á Héraði og niðri á fjörðum en með breyttum viðskiptaháttum og samfélagsþróun í lok 20. aldar tók að fjara undan því. Hér rekur Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra,  aldarsögu þessa merkilega samvinnufélags og tekur ýmsa króka til að gera frásögnina jafnt skemmtilega sem fræðandi.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Afmælisrit, Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Skriðdæla

Útgáfuár: 2013

skriðdæla-fors-skjaÍ þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina.  Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum.  Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.

Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Austurland, Ættfræði, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Návígi á norðurslóðum – Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945

Útgáfuár: 2012

Návígi.kápa

 

Adolf Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák þar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóðugur hernaður. Litlu munaði að Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiðtogafundar síns í Hvalfirði. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvæðin við Ísland. Rauði herinn fékk það sem til þurfti svo sigra mætti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli.

Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna við herskip og kafbáta Þjóðverja auk árása á Noreg. Stærstu herskipum Þjóðverja var að lokum eytt í einum mestu flotaaðgerðum sögunnar. Þjóðverjar brenndu niður byggðir Norður-Noregs og hröktu íbúana brott.

Lega Íslands skipti höfuðmáli í þessum ofsafengnu átökum þar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiðir og aðgengi að auðlindum. Valdahlutföll á norðurslóðum gerbreyttust. Kalda stríðið hófst.

Bókin er sjálfstætt framhald Dauðans í Dumbshafi (2011). Sú bók hlaut mjög góðar viðtökur lesenda og einróma lof gagnrýnenda. Návígi á norðurslóðum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburði sem gerðust í næsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komið fram á íslensku fyrr en nú.

Með þessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norðurslóðastríðsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báðar bækurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru  ómissandi öllu áhugafólki um sagnfræði, stjórnmál og æsispennandi viðburði.

Brot úr bókinni má sjá hér að neðan.

[issuu width=530 height=350 embedBackground=%23940f0f shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=121106001941-1d1623641e9447a19a688b1d0bbaefb3 name=navigi-issuu username=magnusthor tag=arctic unit=px v=2]

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Skórnir sem breyttu heiminum

Útgáfuár: 2012

skobokin.kapa

Þetta er skvísubókin í ár. Hvaða skór henta vel á ströndinni? Af hverju heita loðnu stígvélin Ugg? Hvernig tengist lögreglumaður í London upphafi strigaskónna? Hvaða skór hafa í gegnum tíðina verið tengdir við hippa og grænmetisætur?  Hver er konungur pinnahælanna?  Hvernig á að velja hælinn? Af hverju ætti ekki að máta skó fyrr en í lok dags?

Höfundur bókarinnar, Hanna Guðný Ottósdóttir, kennari, ballernína og spinninþjálfari, er skófrík frá blautu barnsbeini og leyfir hér öðrum að líta yfir og lesa um það besta og flottasta á þessum vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 4.780-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Spurningabókin 2012

Útgáfuár: 2012

spurn.2012

Hvaða dag þykir við hæfi að skrökva? Af hverju borðuðu risaeðlur ekki gras? Hvernig er fyrsta ljóðlínan í laginu Kletturinn eftir Mugison? Hver er þriðja reikisstjarnan frá sólu? Hvað heitir froskurinn í Prúðuleikurunum? Hvaða hljóðfæri er meðal annars auglýst með þeim orðum að enginn vilji fá það lánað? Hverrar þjóðar er knattspyrnuundrið Lionel Messi leikmaður Barcelona?

Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

KenKen-talnaþrautir 1 og 2

Útgáfuár: 2012

kenken-1og2KenKen-talnaþrautirnar voru fundnar upp af japanska stærðfræðikennaranum Tetsuya Miyamoto.  Þrautirnar eru miserfiðar, sumar laufléttar, aðrar býsna strembnar. KenKen-talnaþrautirnar hafa náð miklum vinsældum um allan heim og henta jafnt ungum sem gömlum.  Í bók nr. 1 eru léttari þrautir, en verða þó nokkuð erfiðar þegar aftar í bókina kemur, en í þeirri nr. 2 eru þær býsna erfiðar.  Hvor bók um sig inniheldur 100 þrautir.

Leiðbeinandi verð hvorrar bókar er. 1.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Úr hugarheimi – í gamni og alvöru

Útgáfuár: 2012

Úr hugarheimi.kapa

Í þessari bók er að finna safn hugleiðinga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings og göngugarpa á Möðruvöllum í Hörgárdal, um margvísleg efni svo sem tímann, frelsið, meðalmennskuna, fegurð, erfðir, menningu og girðingar.  Sumar þeirra eru alvarlegar, aðrar í léttari kantinum og vafalítið finnur margur þarna eitthvað við sitt hæfi.  Ritið er jafnframt afmælisrit Bjarna, en hann varð sjötugur í sumar.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Dauðinn í Dumbshafi – kilja

Útgáfuár: 2012

DID-kilja-kápa

Þá er hin vinsæla bók, Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, komin í kilju.  Hún hefur vægast sagt fengið frábæra dóma og er skemmst að minnast umsagnar Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Páls Baldvins Baldvinssonar og Egils Helgasonar um bókina í Kiljunni sl. janúar.

Hvað efnisþætti bókarinnar varðar þá er vísað til kaflans hér að neðan.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Stríð

Svarfaðardalsfjöll

Útgáfuár: 2011

Svarfadardalsfjoll_frontSvarfaðardalur er að sumum talinn fegursti dalur í byggð á Íslandi.  Að einhverju leyti skapast það af því að dalurinn og afdalur hans eru umkringdir sérlega fallegum en jafnframt hrikalegum fjöllum.  Þessi fjallgarður er lítt kannaður en árið 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga þennan fjallahring allan.  Hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og telja 75 tinda með jafnmörgum skörðum.  Það tók félagana fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu.  Í bókinni er ferðum þeirra félaganna eftir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli en einnig með 138 myndum og 18 kortum.  Nöfn flestra tinda eru færð inn á myndirnar og skörð eru nafnkennd á kortunum.

Höfundur bókarinnar er göngugarpurinn og náttúrufræðingurinn Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Hörgárdal.  Hann hefur stundað fjallgöngur um árabil og skrifað um það bók, Á fjallatindum, sem var hið vandaðasta verk í alla staði.  Þessi bók er ekki síðri, hún er afar smekkleg í alla staði og kjörgripur þeirra sem áhuga hafa á fjallgöngum og náttúru Íslands.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Náttúrufræði

Á afskekktum stað

Útgáfuár: 2011

Á afskekktum stað

Bókin Á afskekktum stað er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í tíma og rúmi.

Leiðbeinandi verð: 3.500-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is