
Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin
Útgáfuár: 2020
Í þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú. Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist, að ógleymdum ríflega 1000 alþýðuheitum. Jafnframt er hérað finna vel á þriðja hundrað mynda, sem og útbreiðslukort hverrar tegundar fyrir sig.
• Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af keldusvíninu að segja. Vegna undarlegra hátta sinna var það talið mikil furðuskepna, jafnvel yfirnáttúruleg, hálfur ormur og í beinu sambandi við þann í neðra. Þess vegna sóttust galdramenn líka mjög eftir að komast í tæri við það og nota við kukl sitt.
• Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu, ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti.
• Þegar haftyrðillinn var að finnast rekinn á land í stórum hópum áður fyrr, ímynduðu menn
sér að þetta væri undrafyglið halkíon, en samkvæmt grískum sögnum átti það að vera með
hreiður sitt úti á rúmsjó.
• Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í
þremur mörkum af víni og drekka svo. Annað, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í
eld“.
• Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.
• Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann
er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á
flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli.
Leiðbeinandi verð: 12.980-.
Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik
Útgáfuár: 2020
Hér er á ferðinni stórskemmtilegt teikniverkefni sem hentar vel inn á öll skólastig og þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira til. Það byggir á því að kennari og nemandi/nemendur teikna saman, kennari þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennarinn útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna ásamt því að leita jafnframt eftir rökfræðilegum ályktunum. Segja má að bókin henti til kennslu elstu börnum á leikskóla og þeim yngstu í grunnskóla, auk þess nemendum með ýmis frávik, s.s. einstaklingum með heyrnarskerðingu, þroskahömlun, tal- og málþroskaröskun, einhverfu, ofvirkni, athyglisbrest og/eða einbeitingarskort og tvítyngi. Bókin hefur verið tilraunakennd af grunn- og leikskólakennurum, einnig af þroskaþjálfa, og mælist afar vel fyrir. Umsagnir þeirra er m.a. að finna í bókinni.
Rétt er að taka fram að bókin er gormuð og eykur það notagildi hennar til muna. Hún er í A-4 broti og 220 blaðsíður að lengd.
Leiðbeinandi verð: 8.480-.
140 vísnagátur
Útgáfuár: 2020
Páll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur getið sér gott orð sem vísna-þrauta-smiður og er þetta þriðja bók hans í þannig dúr. Í hverri vísu leynist lausnarorð og það er frábær skemmtun og heilaleikfimi að finna út hvert það er. Þessi bók hentar öllum og alls staðar.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Spurningabókin 2020
Útgáfuár: 2020
Hvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?
Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Gljúfrabúar og giljadísir – eyfirskir fossar
Útgáfuár: 2020
Um árabil hefur áhugaljósmyndarinn Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, heimsótt helstu fossa heimahéraðs síns, Eyjafjarðar, og hér gerir hann þeim skil í máli og myndum. Einn tilgangurinn með bókinni er sá að minna á þau ómetanlegu lífsgæði sem felast í því að eiga stutt að fara út í óspjallaða og ægifagra náttúru. Fegurðin er nærri og aðgengilegri en okkur grunar.
Bókin er í senn á íslensku og ensku.
Leiðbeinandi verð: 6.480-.
Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS
Útgáfuár: 2020
Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafræði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkerategundir, þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram.
Í þessari bók kynnist þú öllu því sem þú þarft að vita um þetta mataræði, t.d.:
-Hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur.
-Hvernig skipuleggja má skynsamlegar máltíðir.
-Kostum og göllum grænkerafæðis.
-Grunnuppskiftum.
-Næringartöflum.
Annar höfunda bókarinnar, Rose Glover, er næringarþerapisti. Hún leiðbeinir og styður konur með ýmiss konar heilbrigðisvanda og hefur sérstakan áhuga á tengslum hormóna, meltingar, svefns og ónæmiskerfisins annars vegar og grænkerafæðis hins vegar.
Leiðbeinandi verð: 6.280-.
Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn
Útgáfuár: 2019
Gústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn. Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi. Þetta er saga hans. Einstök á allan hátt.
Leiðbeinandi verð: 8.380-.
Náttúruþankar … og hennar líf er eilíft kraftaverk
Útgáfuár: 2019
Náttúruþankar feðginanna Bjarna E. Guðleifssonar og Brynhildar, dóttur hans, fjalla um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá. Við yfirferð bókarinnar ljúkast upp leyndardómar um margvísleg og margbreytileg fyrirbæri í okkar nánasta umhverfi. Lýst er áhrifum mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, vatnsmengun. loftlagsbreytingum og orkunýtingu.
Þessari bók er ætlað að örva lesendur til umhugsunar um undur náttúrunnar og stuðla þannig að því að henni verði betur borgið í ólgusjó framtíðarinnar.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Hvítabirnir á Íslandi
Útgáfuár: 2018
Stórmerkileg bók um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Og þetta voru engir aufúsugestir:
„Fréttin um hvítabjörninn barst í einu vetfangi um alla eyjuna og komu allir byssufærir menn saman von bráðar. Þrjú bæli sáust í hlíðinni og var álitið í fyrstu að dýrin væru fleiri en eitt. Lagt var af stað upp hlíðina móti vindáttinni. Menn voru vel undir viðureignina búnir og meira að segja var hákarlaskálm ein mikil með í förinni. Atlagan hófst. Menn skipuðu sér í hálfhring í kring um híðið og komu sér fyrir í skotstöðu í um það bil 20 feta fjarlægð. Björninn hafði lítið bært á sér til þessa en nú tók hann að óróast. Hann rak vígalegan hausinn út um munna grenis síns og þegar hann sá mennina lét ófriðlega í honum …“
Þetta er brot úr frásögn frá Grímsey árið 1969. Og frásagnirnar eru margar og sumar óhugnanlegar.
Höfundurinn, Rósa Rut Þórisdóttir, byggir bókina að miklu leyti á gögnum sem faðir hennar, Þórir heitinn Haraldsson, lengi náttúrufræðikennari við MA, hafði safnað saman og er þetta mikla ritverk tileinkað minningu hans.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
Fótboltaspurningar 2018
Útgáfuár: 2018
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.