Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar
Útgáfuár: 2016
Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi. Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita.
Hér segir meðal annars frá:
- giftingu í sandkassa,
- sögulegri heimsókn „lyktandi“ guðfræðinema til Færeyja,
- ýmsum atburðum í lögreglunni,
- jarðarför Gústa guðsmanns sem sjálfur hóf upp raustina í eigin kveðjustund,
- sáttafundum hjóna í ræstikompu,
- fyrstu klukknahringingunni í Grafarvogskirkju – sem ekki var af mannavöldum,
- óvæntri diskóljósamessu.
VILJI ER ALLT SEM ÞARF er bæði bráðskemmtileg og fróðleg bók; kitlar hláturtaugarnar og veitir lesandanum jafnframt innsýn í starf prestsins, sem er fjölbreyttara en margur heldur.
Leiðbeinandi verð: 7.480-.
Ljóðstafaleikur
Útgáfuár: 2014
Glæsilegt afmælisrit, gefið út til heiðurs Ragnari Inga Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku, sjötugum hagyrðingi, kennara og fræðimanni og inniheldur ljóðúrval þessa mikla heiðursmanns sem öð’rum, fremur hefur staðið vörð íslenska bragfræði. Í bókinni eru bæði ljóð af alvarlega taginu og því gamansama og vafalítið geta margir átt góða stund með þessa bók í höndunum.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa
Útgáfuár: 2013
Kaupfélag Héraðsbúa, sem stofnað var árið 1909, á sér merka sögu. Það var á löngu tímabili burðarás í austfirsku atvinnulífi með mikla starfsemi bæði á Héraði og niðri á fjörðum en með breyttum viðskiptaháttum og samfélagsþróun í lok 20. aldar tók að fjara undan því. Hér rekur Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra, aldarsögu þessa merkilega samvinnufélags og tekur ýmsa króka til að gera frásögnina jafnt skemmtilega sem fræðandi.
Leiðbeinandi verð: 7.980-.
Papa Jazz
Útgáfuár: 2009
Ævisaga Guðmundar Steingrímssonar er jafnframt saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Hér tvinnast þetta saman og útkoman er bæði fróðleg og skemmtileg; sögur af sviðinu og baksviðs,
spaugileg atvik og erfiðleikar og allt þar á milli.
PAPA JAZZ er bók sem enginn tónlistaráhugamaður lætur fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Saga Vélstjórafélags Íslands
Útgáfuár: 2009
Hér er rakin saga Vélstjórafélags Íslands í máli og myndum; farið í gegnum þá þróun sem orðið hefur í vélstjóramenntuninni og vélstjórastarfinu og beinist þá athyglin ekki síst að iðnbyltingunni – bæði til sjávar og sveita.
Leiðbeinandi verð: 6.900-.
Uppseld.
Mannamál
Útgáfuár: 2007
Afmælisrit tileinkað Páli Pálssyni frá Aðalbóli, sextugum, þann 11. maí 2007.
Leiðbeinandi verð: 3.500-.
Uppseld.
Örnólfsbók
Útgáfuár: 2006
Afmælisrit tileinkað Örnólfi Thorlacius, fyrrum rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, 75 ára.
Leiðbeinandi verð: 4.900-.
Uppseld.
Kraftur í Krýsu
Útgáfuár: 2006
Hér er rakin saga Krýsuvíkursamtakanna síðastliðin 10 ár, frá 1996 til 2006. Fjallað er um það einstaka starf sem á sér stað innan þeirra, meðferðina sjálfa, skólahaldið og hinn glæsilega vitnisburð sem samtökin hafa fengið. Rætt er við aðila sem eiga þeim lífið að launa og svo flýtur ýmislegt með af léttara taginu.
Uppseld.
Um verkmenntun við Eyjafjörð og Verkmenntaskólann á Akureyri 1984-2004
Útgáfuár: 2005
Hér er sagan rakin allt frá hinum svokallaða Duggu-Eyvindi. Gagnfræðaskólinn, Húsmæðraskólinn, Sjávarútvegsdeildin á Dalvík og Iðnskólinn eru undir smásjánni. Og ekki síst Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Uppseld.
Á Sprekamó
Útgáfuár: 2005
Afmælisrit tileinkað Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingi, sjötugum, 11. júní 2005.
Uppseld.