26 hæða trjáhúsið
Útgáfuár: 2024
Í þessari bráðfjörugu bók er hugmyndaflugið óendanlegt, eins og í fyrri bókinni um þá félaga, 13 hæða trjáhúsinu. Það eru einmitt bækur eins og þessar tvær sem börn elska að lesa og gleyma sér við og því er það ekkert skrýtið þótt þær hafi náð miklum vinsældum.
Leiðbeinandi verð: 3.380-.
Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Ófreskjan í skólanum
Útgáfuár: 2024
Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Körfuboltalið skólans hefur gengið í gegnum mikla taphrinu undanfarið. Þá hefur draugaleg vera sést á sveimi í íþróttasalnum og heyrst hefur að bölvun hvíli á liðinu. Félagar í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins vilja komst að hinu sanna í þessu. Það verður þó ekki auðvelt. Geta Marcus, Lise, Stacey og Asim afhjúpað leyndardóminn fyrir úrslitaleikinn? Eða mun álagið hugsanlega sundra vinahópnum?
Þessi æsispennandi bók er úr smiðju knattspyrnukappans Marcus Rashford og hefur hún fengið mjög góða dóma hjá lesendunum.
Leiðbeinandi verð: 3.380-.
Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað
Útgáfuár: 2023
Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.
Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 6.680-.
13 hæða trjáhúsið
Útgáfuár: 2023
13 hæða trjáhúsið þeirra Adda og Tedda er stórkostlegasta trjáhús í heimi. Það er með keiluhöll, gegnsærri glersundlaug, laug með mannætuhákörlum, leynilegri neðanjarðarrannsóknarstofu og sykurpúðavél sem eltir þig um allt og skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig, hvenær sem þú finnur til svengdar.
Svona nú, eftir hverju bíðurðu eiginlega? Komdu upp!
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Órói – Krunk hrafnanna
Útgáfuár: 2022
Hér er á ferðinni kynngimögnuð unglingabók, þar sem aðalpersónan, Svandís, flækist inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga og auðvitað bankar ástin á dyrnar. Raunheimar og hulduheimar renna saman og það stefnir í blóðugan bardaga – en milli hverra?
Leiðbeinandi verð: 5.280-.
ÓGN – Ráðgátan um Dísar-Svan
Útgáfuár: 2021
Amma heldur því fram að álfar séu til og segir barnabörnunum sögur úr álfheimum. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Hvað ef álfheimar eru til og leynast jafnvel í klettunum fyrir ofan bæinn?
Svandís er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.
Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan, er æsispennandi ævintýrasaga sem höfðar til ungmenna á öllum aldri. Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og tengir höfundur, Hrund Hlöðversdóttir, saman tvo heima, raunheima sem við þekkjum öll og hulduheima sem færri þekkja.
Leiðbeinandi verð: 5.280-.
Spæjarahundurinn
Útgáfuár: 2021
Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Og nú er hann staddur í Bjartabæ. Hann birtist þar óvænt og það ekki af góðu. Hann er á eftir glæpamönnum sem vilja ráða yfir öllum heiminum og svífast einskis til að svo megi verða. Ljóst er að Lauga lögga þarf á öllum kröftum hans og klókindum að halda í baráttunni við þá.
Spæjarahundurinn hefur oft komsti í hann krappann, en þó aldrei eins og núna. Hann þarf að taka á öllu sínu – og jafnvel meiru til – ef ekki á illa að fara. En hvaðan kemur það?
Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi, prýtt mögnuðum teikningum hins snjalla listamanns, Halldórs Baldurssonar.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Fótboltaspurningar 2018
Útgáfuár: 2018
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2016
Útgáfuár: 2016
Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?
Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 1.490-.
Skósveinarnir-Skáldsaga fyrir krakka
Útgáfuár: 2015
Frá því að þeir birtust fyrst, hafa Skósveinarnir leitað að rétta illmenninu til að verða húsbóndi þeirra. Í leit sinni að hinum fullkomna foringja hafa þeir þjónað risaeðlum, konungum og jafnvel skrímslum.
Nú er kominn tími á nýjan húsbónda … ef þeir gætu aðeins fundið hann!
Sláist í hóp með Kevin, Stuart og Bob í ferðalagi þeirra um heiminn og takið þátt í varmennaráðstefnunni í leit að fyrirlitlegasta vonda kallinum (eða kellunni!) til að leiða þá félaga.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Uppseld.