Kafbátasagan

Útgáfuár: 2009

kafbatasaga-forsKAFBÁTASAGAN, eftir Örnólf Thorlacius, rekur sögu þeirrar tækni sem menn hafa notað til lengri og dýpri köfunar.  Eins og öllum er kunnugt þá hafa kafbátar einkum verið hannaðir til að eyða mönnum og mannvirkjum í stríði.  Saga tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öld ber því vitni hve afkastamiklir kafbátarnir hafa verið á þessu sviði.

Saga kafbátanna er samt ekki samfelld stríðssaga.  Þegar kom fram á síðustu öld var farið að smíða og gera út sérhannaða kafbáta og önnur köfunartól til rannsókna á hafdjúpunum, sem að margra mati eru þó lakar þekkt en yfirborð tunglsins.

Þetta og margt fleira í þessari einsöku bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Norðfjarðarsaga II

Útgáfuár: 2009

nordfjardarsaga_ii_i

Í Norðfjarðarsögu II (sem er tvö bindi) er fjallað um sögu byggðarinnar við Norðfjörð á tímabilinu 1895-1929 og helgast það af tvennum tímamótum; fyrrnefnda árið var löggiltur verslunarstaður á Nesi, en það síðarnefndaöðlaðist Nes kaupstaðarréttindi.

Fjöldi mynda og korta prýðir bækurnar sem skrifaðar eru af hinum alkunna fræðimanni, kennara og stjórnmálamanni, Smára Geirssyni.  Hann er Norðfirðingur í húð og hár og hefur áður skrifað bækur um sína heimabyggð og reyndar fleira.

Allir sem áhuga hafa á byggðasögu og sögu Norðfjarðar ættu að njóta þess vel að lesa Norðfjarðarsögu II.

Leiðbeinandi verð: 16.900-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Saga Vélstjórafélags Íslands

Útgáfuár: 2009

Hér er rakin saga Vélstsaga_vijórafélags Íslands í máli og myndum; farið í gegnum þá þróun sem orðið hefur í vélstjóramenntuninni og vélstjórastarfinu og beinist þá athyglin ekki síst að iðnbyltingunni – bæði til sjávar og sveita.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Afmælisrit, Sagnfræði

Auschwitz

Útgáfuár: 2008

auschwitzÍ Auschwitz var framinn mesti glæpur sögunnar.  Þessi bók, sem á köflum birtir óhugnanlegar lýsingar á því sem þar gerðist, færir okkur heim sanninn um það, en hún byggir bæði á viðtölum við nasistahrottana og það fólk sem lifði helförina af.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Þræðir

Útgáfuár: 2008

thraedir

Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleiðtogi, stjórnmálamaður og fræðimaður, lést langt um aldur fram.  Því þótti vinum hans og velunnurum tilvalið að taka saman brot úr ævi þessa svipmikla manns sem sjaldan fór troðnar slóðir.  Einnig eru hér einnig þær fræðigreinar sem Hrafnkell ritaði og birtust í ýmsum ritum, en þrátt fyrir mikinn hamagang á sviði verkalýðs- og stjórnmála þá blundaði í honum fræðimaður, sem því miður var kallaður burtu frá ýmsu óloknu á þeim vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Sagnfræði

Norðfjarðarbók

Útgáfuár: 2008

nordfjardarbok

Hér má finna gríðarlega mikinn fróðleik, sem samanstendur af þjóðsögum, sögnum og örnefnaskrám, úr austustu byggð landsins, Norðfjarðarhreppi hinum forna.  Sögusviðið eru allir hlutar þessa forna sveitarfélags: Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Suðurbæir og Sandvík.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Stalíngrad – kiljuútgáfa

Útgáfuár: 2008

stalingradOrrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Fullt verð: 1.980-.

Uppseld.

 

 

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Síldarvinnslan hf

Útgáfuár: 2007

sildarvinnslanHér er brugðið upp svipmyndum úr hálfrar aldar sögu þessa norðfirska fyrirtækis.  Það var stofnað árið 1957 og reisti í upphafi síldarverksmiðju og hóf að reka hana, en áður en áratugur var liðinn var fyrirtækið orðið hið stærsta á Austurlandi og hafði með höndum útgerð og fjölþætta fiskvinnslustarfsemi.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði, Sjávarútvegur

Síðasta þorskastríðið

Útgáfuár: 2007

sidasta_thorskaÚtfærsla Íslendinga á fiskveiðilögsögunni í 200 mílur kallaði á einn eitt stríðið við Breta (reynda fleiri þjóðir).  Heimsveldið gegn eyþjóðinni.  Væntanlega hafa margir haldið að átökin yrðu ójöfn, en íslenska Landhelgisgæslan lét ekki að sér hæða og svör hennar við ágangi Breta, sem byggðust á notkun togvíraklippanna, vöktu athygli víða um heim.  Við þeim áttu Bretarnir engin svör.

Bókin byggir einkum á heimildum úr íslenskum og breskum skjalasöfnum sem nýlega hafa verið gerðar opinberar og ekki rannsakaðar að ráði áður.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Sagnfræði, Sjávarútvegur

Stalíngrad

Útgáfuár: 2007

stalingrad

Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is