Norðfjarðarsaga I

Útgáfuár: 2006

nordfjardarsaga_i

Norðfjarðarsaga I spannar það frá upphafi byggðar í firðinum og fram til 1895.  Greint er frá landsháttum, atvinnuháttum, verslunarmálum, félagsmálum og málefnum kirkjunnar, auk þróunar byggðar og upphafi þéttbýlismyndunar á Nesi. Fjölmargar myndir og kort prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 7.900-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Fall Berlínar 1945

Útgáfuár: 2006

fall_berlinarFall Berlínar 1945 er einstök bók um hrikaleg lok síðari heimsstyrjaldarinnar og örlög þúsund ára ríkis Hitlers. Antony Beevor, einn þekktasti sagnfræðingur okkar tíma, lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Saga biskupsstólanna

Útgáfuár: 2006

saga_biskups

Árið 2006 var þess minnst að þá voru liðin 950 ár frá stofnun biskupsstóls í Skálholti og 900 ár frá stofnun biskupsstóls á Hólum.  Einn liðurinn í þessum tímamótum var útgáfa stórvirkisins Saga biskupsstólanna.
Fáir staðir eru jafntengdir Íslandssögunni og biskupsstólarnir tveir, Skálholt og Hólar. Þar mynduðust snemma valdamiðstöðvar og má segja að landinu hafi verið stjórnað þaðan öldum saman. Þeir urðu efnahagsleg stórveldi og voru mótandi um andlegt líf landsmanna og menningu þjóðarinnar. SAGA BISKUPSSTÓLANNA er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt 1000 ár.
Uppseld.
Efnisflokkun: Sagnfræði

Kraftur í Krýsu

Útgáfuár: 2006

krafturHér er rakin saga Krýsuvíkursamtakanna síðastliðin 10 ár, frá 1996 til 2006. Fjallað er um það einstaka starf sem á sér stað innan þeirra, meðferðina sjálfa, skólahaldið og hinn glæsilega vitnisburð sem samtökin hafa fengið. Rætt er við aðila sem eiga þeim lífið að launa og svo flýtur ýmislegt með af léttara taginu.

Uppseld.

Efnisflokkun: Afmælisrit, Sagnfræði

Þættir úr sögu Bessastaðaskóla 1805-1846

Útgáfuár: 2006

thaettir_ur_soguBessastaðaskóli hefur verið sveipaður dulúð og leyndardómi, en hér er ljósi varpað á hið daglega líf lærimeistaranna og skólapiltanna, sem og umhverfi þeirra á Bessastöðum.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði

Saga FÍA í 60 ár og Flugmannatal

Útgáfuár: 2006

03828Í fyrra bindi þessa mikla verks er rakin 60 ára saga Félags íslenskra atvinnuflugmanna og er hún prýdd mörgum myndum úr flugsögunni. Síðara bindið geymir á hinn bóginn flugmannatal.

Leiðbeinandi verð: 17.900 -.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ættfræði, Sagnfræði

Bankinn í sveitinni

Útgáfuár: 2005

bankinnSaga Sparisjóðs Höfðhverfinga er hluti af byggðasögu Grýtubakkahrepps. Bankinn í sveitinni „fjallar þess vegna meira um líf fólks í hundrað ár en þróun peningamála“, segir höfundurinn, Björn Ingólfsson, um þessa stórglæsilegu og fróðlegu bók. Ljósmyndir af mannlífi eru fjölmargar.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Um verkmenntun við Eyjafjörð og Verkmenntaskólann á Akureyri 1984-2004

Útgáfuár: 2005

um_verkmenntunHér er sagan rakin allt frá hinum svokallaða Duggu-Eyvindi. Gagnfræðaskólinn, Húsmæðraskólinn, Sjávarútvegsdeildin á Dalvík og Iðnskólinn eru undir smásjánni. Og ekki síst Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Uppseld.

Tengsl: , Efnisflokkun: Afmælisrit, Sagnfræði

Myndlist á Akureyri að fornu og nýju

Útgáfuár: 2005

myndlistStórfróðleg bók um listalíf á Akureyri. Allir listamennirnir, allir listviðburðirnar, og höfundur spyr: Voru frumkvöðlarnir í íslenskri myndlist ef til vill fleiri en áður hefur verið haldið fram? Ríkulega myndskreytt bók – hvað annað!

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Ragnarök

Útgáfuár: 2005

ragnarokBráðskemmtileg og fræðandi bók um orusturnar sem enn í dag hafa áhrif á líf okkar. Séra Þórhallur Heimisson er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Hér sannast orðsporið.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is