Tarfurinn frá Skalpaflóa
Útgáfuár: 2014
Hann var sonur fráskilinnar móður og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóirstjórnmála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu. Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar.
Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni heimsstyrjaldar. Á fyrstu dögum stríðsins sökktu þeir orrustuskipi Breta með ótrúlegri dirfsku á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var flaggskipið Royal Oak – sjálf Konungseikin.Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni. Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá Skalpaflóa“. Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hvalfjörður varð flotastöð eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á siglingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnarlömb Priens og félaga. Þeir skildu eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna. En í Þýskalandi voru þeir þjóðhetjur.
Þegar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slíkar að Adolf Hitler bannaði fregnir af því.
Skoðaðu sýnishorn úr bókinni hér: http://issuu.com/magnusthor/docs/tarfurinn-issuu2
Leiðbeinandi verð: 6.280-.
Tarfurinn frá Skalpaflóa
Útgáfuár: 2014
Hann var sonur fráskilinnar móður og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóirstjórnmála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu. Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar.
Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni heimsstyrjaldar. Á fyrstu dögum stríðsins sökktu þeir orrustuskipi Breta með ótrúlegri dirfsku á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var flaggskipið Royal Oak – sjálf Konungseikin.Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni. Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá Skalpaflóa“. Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hvalfjörður varð flotastöð eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á siglingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnarlömb Priens og félaga. Þeir skildu eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna. En í Þýskalandi voru þeir þjóðhetjur.
Þegar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slíkar að Adolf Hitler bannaði fregnir af því.
Skoðaðu sýnishorn úr bókinni hér: http://issuu.com/magnusthor/docs/tarfurinn-issuu2
Leiðbeinandi verð: 6.280-.
Vornóttin angar
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Vornóttin angar
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Árdagsblik
Útgáfuár: 2014
Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma lesendum á óvart, bæði vegna efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði; tilveru án ófriðar og valdagræðgi. Getur slíkur draumur orðið að veruleika?
Ævintýrablær og sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti í sögu sem sækir í sannar heimildir en fer að öðru leyti frjálslega með efni og aðstæður.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Árdagsblik
Útgáfuár: 2014
Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma lesendum á óvart, bæði vegna efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði; tilveru án ófriðar og valdagræðgi. Getur slíkur draumur orðið að veruleika?
Ævintýrablær og sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti í sögu sem sækir í sannar heimildir en fer að öðru leyti frjálslega með efni og aðstæður.
Leiðbeinandi verð: 3.980-.
Biblíumatur – uppskriftir frá landi mjólkur og hungangs
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók, eftir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest í Akureyrarkirkju, rekur hver gómsætur rétturinn annan. Í henni er að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku.
Hér getur þú, lesandi góður, fræðst aðeins meira um bókina: http://www.n4.is/is/thaettir/file/bibliumatur-sr-svavars
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Biblíumatur – uppskriftir frá landi mjólkur og hungangs
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók, eftir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest í Akureyrarkirkju, rekur hver gómsætur rétturinn annan. Í henni er að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku.
Hér getur þú, lesandi góður, fræðst aðeins meira um bókina: http://www.n4.is/is/thaettir/file/bibliumatur-sr-svavars
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Biblíumatur – uppskriftir frá landi mjólkur og hungangs
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók, eftir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest í Akureyrarkirkju, rekur hver gómsætur rétturinn annan. Í henni er að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku.
Hér getur þú, lesandi góður, fræðst aðeins meira um bókina: http://www.n4.is/is/thaettir/file/bibliumatur-sr-svavars
Leiðbeinandi verð: 5.680-.
Hreindýraskyttur – Líflegar og fræðandi frásagnir af hreindýraveiðum
Útgáfuár: 2014
Í bókinni segja Axel Kristjánsson, Gunnar A. Guttormsson, Guttormur Sigbjarnarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Þorgils Gunnlaugsson, María B. Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Sæunn Marinósdóttir og Sigurður Aðalsteinsson frá ævintýrum sínum á hreindýraveiðum á Íslandi og í Grænlandi. Auk þess er rakin saga hreindýraveiða hér á landi. Bókin er prýdd kortum og fjölda mynda.
Hægt er að sjá örlítið sýnihorn úr bókinni hér: http://issuu.com/gunnarkr/docs/hreind__raskyttur/0
Leiðbeinandi verð: 5.680-.