Palli í Hlíð – Stiklur úr lífi ævintýramanns

Útgáfuár: 2023

Hér segir frá mesta vargabana Íslandssögunnar, Páli Leifssyni á Eskifirði, og öllum þeim ótal ævintýrum sem hann hefur lent í. Ofan á allt þá vantar síður en svo húmorinn í þessa bók, enda er kappinn þekktur fyrir létta lund og spaugsemi, jafnvel þótt ástandið sé bara nokkuð dökkt – vægt til orða tekið.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Björn Pálsson – Flugmaður og þjóðsagnapersóna

Útgáfuár: 2023

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en „lófastærð“. Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Tengsl: , Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Fáskrúðsfjörður, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldal

Útgáfuár: 2022

Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sér „draug“. Kolbeinn Arason flýgur með lík. Gunnar á Fossvöllum fullyrðir að Akureyrardeildin í Helvíti sé full. Þuríður Hallgrímsdóttir á Brú fær bréf frá hatursmanni sínum. Jón í Möðrudal auglýsir eftir ráðskonu. Séra Sigurjón Jónsson býr til nýtt Faðirvor. Reiðhestur úr Hrafnkelsdal stendur á haus inni við Kárahnjúka. Baldur Pálsson frá Aðalbóli segir frá eðlisfræðitilraunum og Haukur á Hauksstöðum fer sér til hressingar á Heilsuhælið í Hveragerði en fær þá óvænt skeyti frá Hákoni Aðalsteinssyni.

Í þessari bók er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.

Leiðbeinandi verð: 6.580-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir

Fáskrúðsfjarðarsaga I-III

Útgáfuár: 2022

 

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.900-.

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.90

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Fáskrúðsfjörður, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Síldarvinnslan í 60 ár

Útgáfuár: 2017

SíldarvinnslanÞessi bók er gefin út í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.  Fyrirtækið var stofnað 11. desember 1957 og í upphafi reisti það síldarverksmiðju og hóf að reka hana.  Áður en áratugur var liðinn var Síldarvinnslan orðið stærsta fyrirtækið á Austurlandi og sinnti fjölþættri fiskvinnslustarfsemi og útgerð.

Í bókinni birtast þættir úr sögu Síldarvinnslunnar. Þeir gefa ágæta mynd af þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg síðustu 60 árin.

Síldarvinnslan er um þessar mundir eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með starfsstöðvar á sex stöðum, auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum, bæði hér á landi og erlendis.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Sagnfræði, Sjávarútvegur

Magni – Æviminningar Magna Kristjánssonar skipstjóra frá Neskaupstað

Útgáfuár: 2017

MAGNI-kapa, jpegMagni Kristjánsson var árum saman skipstjóri á bátum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eftir að hann hætti til sjós gerðist hann hótelhaldari og verslunarmaður. Í bókinni segir frá mörgum eftirminnilegum uppákomum. Þar má nefna:

-síldarævintýri í Mjóafirði
-áflog um borð í síðutogara
-ríflega 50 daga siglingu heim frá Japan
-torkennilegan kapal á grunnslóðinni
-æsileg átök í Þorskastríðinu
-uppreisn á loðnuflotanum
-þróunarstarf á Grænhöfðaeyjum
-örnefni á hafsbotni
-eftirminnilegan fund hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu
-sögulegar hreindýraveiðar
-sviptingar í pólitík og margt fleira.

Magni segir frá af hispursleysi og hreinskilni. Hann var mikill áhugamaður um kolmunnaveiðar, kenndi sjómönnum ýmis fræði, kom á fót söfnum í heimabyggð sinni og svo mætti lengi telja. Þá tóku Norðmenn feil á honum og sjónvarpshetju sinni, sjálfum Fleksnes, og var hann ekkert að leiðrétta þá.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Sjávarútvegur

Hérasprettir

Útgáfuár: 2017

Hérasprettir

Héraðsmenn hafa átt góða spretti í orðum og athöfnum gegnum tíðina eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Hér er sagt frá sérkennilegum uppákomum og ógleymanlegum tilsvörum, og aðalpersónur sagnanna eru Héraðsmenn lífs og liðnir. Í bókinni birtist einnig fjöldi vísna og kvæða af léttara taginu.

Meðal efnis:
Þráinn Jónsson selur fæðubótarefni, Ólafur á Birnufelli kynnist sardínum (borðar sardínur), meðhjálparinn í Áskirkju byrjar á öfugum enda, Spila-Bjarni tekur slag við sjálfan sig, Páll á Hallormsstað stríðir við dyntótt veðurfar, Jói Þrándur finnur stað fyrir kóngulærnar, Einar á Fljótsbakka fær sólina á móti sér, Bensi í Merki drepur í sér náttúruna, Fellamenn veiða steinbít í Lagarfljóti, og Pétur á Egilsstöðum lýsir ótrúlegri veðurblíðu á bökkum Lagarfljóts.

Hákon Aðalsteinsson er grunaður um skattsvik og grípur til vopna. (leysir vandamál tengd skattframtalinu með því að yrkja kvæði), Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum ákveður að aka gætilega, Jónas á Heimaseli áformar að kveða niður draug með óvenjulegum hætti (hyggst kenna alræmdum kvendraug mannasiði) (grípa til óvenjulegra aðgerða gagnvart draug sem drap fyrir honum hrút), Stebbi á Brú hlakkar til bolludagsins og Frissi í Skóghlíð fer til að kaupa kvartett (lendir í ótrúlega svartri þoku). Er þá fátt eitt talið af því sem hér ber á góma.

Og svo er spurt: Er Breiðavað næsti bær við helvíti?

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur

Á mörkunum

Útgáfuár: 2017

Á mörkunumÁ mörkunum, eftir Sigurð Óttar Jónsson, rafvirkjameistara frá Smáragrund á Jökuldal, hefur að geyma sjötíu og fimm hringhendur. Margar af vísum hans hafa orðið fleygar. Sem hagyrðingur má segja að hann sé þekktur fyrir tvennt; að yrkja fáar vísur og góðar. Bókinni fylgir eftirmáli sem er fræðileg samantekt á hringhenduforminu, uppruna þess og þróun. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem hefur tekið það efni saman. Útgáfudagur bókarinnar var 24. maí næstkomandi, en þann dag varð Sigurður Óttar sjötíu og fimm ára.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Austurland, Ljóð og listir

Héraðsmannasögur – gamansögur af Héraði

Útgáfuár: 2016

heradsmannasogur

Hákon Aðalsteinsson fær próflausan ungling, Sigurð G. Tómasson, til að rúnta með sig um Héraðið.  Hrafn á Hallormsstað útskýrir veru sína í Framsóknarflokknum. Frissi í Skóghlíð segir vel líta út með flug til Vopnafjarðar. Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum kærir lögregluna. Þráinn Jónsson er alls staðar. Aðalsteinn á Vaðbrekku á við sérkennilegt áfangisvandamál að stríða. Baldur Pálsson segir frá eðlisfræðitilraunum á Jökuldal.  Séra Sigurjón á Kirkjubæ verður að halda áfram að jarða þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun og Sigríður Rósa Kristinsdóttir sendir Sverri Hermannssyni tóninn. Eru þá fáir upptaldir af þeim sem koma hér við sögu. Og svo er spurt: Er samvinnuhreyfingin tómt klám?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is