Manchester United – spurningabók

Útgáfuár: 2013

forsida_man_utdHvað veistu um Rauðu djöflana?  Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.

Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?

Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?

Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?

Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?

Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0.  Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?

Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2012

Útgáfuár: 2012

spurn.2012

Hvaða dag þykir við hæfi að skrökva? Af hverju borðuðu risaeðlur ekki gras? Hvernig er fyrsta ljóðlínan í laginu Kletturinn eftir Mugison? Hver er þriðja reikisstjarnan frá sólu? Hvað heitir froskurinn í Prúðuleikurunum? Hvaða hljóðfæri er meðal annars auglýst með þeim orðum að enginn vilji fá það lánað? Hverrar þjóðar er knattspyrnuundrið Lionel Messi leikmaður Barcelona?

Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

KenKen-talnaþrautir 1 og 2

Útgáfuár: 2012

kenken-1og2KenKen-talnaþrautirnar voru fundnar upp af japanska stærðfræðikennaranum Tetsuya Miyamoto.  Þrautirnar eru miserfiðar, sumar laufléttar, aðrar býsna strembnar. KenKen-talnaþrautirnar hafa náð miklum vinsældum um allan heim og henta jafnt ungum sem gömlum.  Í bók nr. 1 eru léttari þrautir, en verða þó nokkuð erfiðar þegar aftar í bókina kemur, en í þeirri nr. 2 eru þær býsna erfiðar.  Hvor bók um sig inniheldur 100 þrautir.

Leiðbeinandi verð hvorrar bókar er. 1.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2011

Útgáfuár: 2011

spurningabókin 2011

Hvernig er líkaminn á Hulk á litinn? Hver fór með hlutverk Buddy Holly í samnefndum söngleik hér á landi? Hvaða dýrategund í Afríku veldur fleiri dauðsföllum en nokkurt annað dýr í þeirri álfu? Ef Britannia Stadium er völlurinn, hvert er þá heimaliðið? Hvað hét móðir Vilhjálms Bretaprins? Hvert er gælunafn leikarans Guðjóns Davíðs Karlssonar?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til að hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Spurninga- og þrautabækur

Sjónhverfingar – ekki er allt sem sýnist

Útgáfuár: 2010

sjonhverfingar( 2010 - kápaHér finnur þú bráðskemmtilegar myndaþrautir og kemst um leið að raun um að ekki er allt sem sýnist.  Hvernig er til dæmis hægt að finna gamla konu út úr mynd af ungri stúlku?

Leiðbeinandi verð: 1.1.90-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2010

Útgáfuár: 2010

spurningabok 2010-kapaHvaða fuglar voru áður mikið notaðir til bréfasendinga? Á hvers konar trjám vaxa kókoshnetur? Að hverjum leitaði Sveppi?  Hvaða víðförli, íslenski knattspyrnumaður er kallaður Herminator? Til hvaða lands er ólympíueldurinn sóttur.  Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem nota má nánst hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Spurninga- og þrautabækur

Sjónhverfingar

Útgáfuár: 2009

sjonhv_frontMyndaþrautirnar í Sjónhverfingum sýna okkur svo ekki verður um villst, að það er margt sem augað ekki sér.

Leiðbeinandi verð: 1.140-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2009

Útgáfuár: 2009

spurn_frontSpurningabókin 2009 inniheldur fjölmargar spurningar og viðfangsefnin eru fjölbreytileg; lönd, dýr, tónlist og fótbolti svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er hægt að glíma við spurningarnar í einrúmi jafnt sem hóp og því er má grípa til þessarar bókar hvar og hvenær sem er – nema þá kannski ekki í jarðarförum.

Uppseld.

Efnisflokkun: Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2008

Útgáfuár: 2008

sp2008

Undir hvaða heiti er hljóðfærið slagharpa betur þekkt? Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan? Hversu marga maga hafa krossfiskar? Hvar halda menn upp Fiskidaginn mikla?

Spurningabókin 2008 er bráðskemmtileg og hentar jafnt í einrúmi sem fjölmenni.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Spurninga- og þrautabækur

Sakamálaþrautir

Útgáfuár: 2007

sakamalaGlæpsamleg heilabrot! Og þú átt að leysa sakamálin.

Uppseld.

Efnisflokkun: Spurninga- og þrautabækur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is