Geggjaðar GÁTUR og góðar

Útgáfuár: 2018

Geggjaðar gátur.jpegHvað verður sá sem aldrei er forvitinn? Hvenær lykta allir menn eins? Af hverju rignir aldrei tvo daga í röð? Hver af forsetum Íslands, á undan Guðna Th., notaði stærstu skóna? Hvað gera allir á sama tíma? Hver á alltaf síðasta orðið? Hvar er hnífur þess manns sem á í stökustu vandræðum? Hvernig gabbarðu fiðlu?

Þessar gátur og margar fleiri, léttar og erfiðar, en allar skemmtilegar í þessari bráðsmellnu bók sem fólk á öllum aldri mun elska að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Bækur, Gátubækur, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2017

Útgáfuár: 2017

Fótboltaspurningar 2017Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?

Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Góðar gátur

Útgáfuár: 2017

Góðar gátur 2017Hvað er það sem slær nott sem nýtan dag en slær þó engan til óbóta? Hver hefur 21 auga en hvorki nef né munn? Hver eru grimmustu farartækin? Hvað dregur músin engu síður en fíllinn?

Í þessari skemmtilegu gátubók kennir ýmissa grasa og eru gáturnar bæði léttar og erfiðar og svo auðvitað allt þar á milli.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gátubækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2017

Útgáfuár: 2017

Spurningabókin 2017Hver er elsti íslenski sjónvarpsþátturinn sem ennþá er sýndur? Hvaða fugl er tákn friðar? Hvað eru 100 menn lengi að vinna 100 dagsverk? Hvaða planta verður að biðukollu? Fyrir hvað stendur Th. í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2016

Útgáfuár: 2016

spurningabokin-2016

Hér er spurt um allt milli himins og jarðar: íþróttir, dýr, tónlist, teiknimyndir, kvikmyndir, leikrit, málshætti og fleira til. Þessi bók er algjörlega ómissandi hvar og hvenær sem er!

Hvað eru kærastarnir margir sem koma við sögu í Mamma Mía söngleiknum?
Hver er eini skegglausi kóngurinn í venjulegum spilastokki?
Hvað nefnist hæfileikakeppni gunnskólanna?
Geta kengúrur hoppað aftur á bak?

Þetta og margt fleira í þessari bráskemmtilegu bók sem efalítið margir hafa beðið eftir.

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2014

Útgáfuár: 2014

spurningabókin2014.kapaHér er spurt um allt milli himins og jarðar. Hvað kallast þurrkuð plóma? Hvaða stjörnumerki er hvorki dýr eða maður? Hver eru grimmustu farartækin? Hvaða mynd frá Disney var auglýst með þeim orðum að hún myndi „brenna hjarta þitt“?  Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2013

Útgáfuár: 2013

forsida_spurn_13Í hvaða landi fæddist handboltakappinn Alexander Petersson?

Hvaða kuldalega nafn ber kvikmynd Reynis Lyngdals sem frumsýnd var í september 2012?

Hvar stóð Vilborg Arna Gissurardóttir að kvöldi 17. janúar 2013 eftir 60 daga ferðalag?

Hver af strumpunum eyðir tíma sínum aðallega í það að sofa?

Hvað eru mörg núll í einum milljarði?

Þessar spurningar og margar fleiri í þessari frábæru bók sem hægt er að nýta sér í skólanum, heima, á ferðalagi og raunar hvar sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Spurninga- og þrautabækur

Manchester United – spurningabók

Útgáfuár: 2013

forsida_man_utdHvað veistu um Rauðu djöflana?  Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.

Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?

Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?

Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?

Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?

Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0.  Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?

Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2012

Útgáfuár: 2012

spurn.2012

Hvaða dag þykir við hæfi að skrökva? Af hverju borðuðu risaeðlur ekki gras? Hvernig er fyrsta ljóðlínan í laginu Kletturinn eftir Mugison? Hver er þriðja reikisstjarnan frá sólu? Hvað heitir froskurinn í Prúðuleikurunum? Hvaða hljóðfæri er meðal annars auglýst með þeim orðum að enginn vilji fá það lánað? Hverrar þjóðar er knattspyrnuundrið Lionel Messi leikmaður Barcelona?

Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

KenKen-talnaþrautir 1 og 2

Útgáfuár: 2012

kenken-1og2KenKen-talnaþrautirnar voru fundnar upp af japanska stærðfræðikennaranum Tetsuya Miyamoto.  Þrautirnar eru miserfiðar, sumar laufléttar, aðrar býsna strembnar. KenKen-talnaþrautirnar hafa náð miklum vinsældum um allan heim og henta jafnt ungum sem gömlum.  Í bók nr. 1 eru léttari þrautir, en verða þó nokkuð erfiðar þegar aftar í bókina kemur, en í þeirri nr. 2 eru þær býsna erfiðar.  Hvor bók um sig inniheldur 100 þrautir.

Leiðbeinandi verð hvorrar bókar er. 1.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is