Fótboltaspurningar 2025

Útgáfuár: 2025

Hvaða íslenska félag átti, keppnistímabilið 2025, í fyrsta skipti lið í efstu deild karla?

Við hvaða kvennalandsliði tók Elísabet Gunnarsdóttir í janúar 2025?

Hvaða ár fæddist Höskuldur Gunnlaugsson sem undanfarin ár hefur verið fyrirliði Breiðabliks?

Í heimsmestarakeppni félagsliða, sumarið 2025, léku tveir enskir bræður og það hvor með sínu liðinu. Hvað heita þeir?

Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram a Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?

Hverrar þjóðar er Milos Kerkez?

Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?

Þekkirðu þennan sem er efst til hægri á kápumyndinni?

FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2025 hitta að sjálfsögðu beinit í mark!

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2025 – Geta snákar synt?

Útgáfuár: 2025

Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn?

Hvaða fyrirbæri er í miðju sólkerfisins?

Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu?

Klukkan hvað eru dagmál?

Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni?

Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur?

Þessar spurningar og margar fleiru eru í þessari bráðsmellnu spurningabók sem hentar öllum aldurshópum og það hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2023

Útgáfuár: 2023

Um hvaða klaufa hefur Jeff Kinney skrifað fjölmargar bækur?

Hvar má ekki pissa eftir því sem fram kemur í „Laginu um það sem er bannað“?

Við hvaða aldur verða krókódílar kynþroska?

Hvernig eru íslensku varðskipin  á litinn?

Hvers konar æði greip um sig í Alaska skömmu fyrir aldamótin 1900 og varði í um 30 ár?

Í þessari bók, SPURNINGABÓKINNI 2023, er spurt um allt milli himins og jarðar og því má nýta hana hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2023

Útgáfuár: 2023

Hér er farið um víðan völl og auðvitað lætur enginn knattspyrnuunnandi þessa bók fram hjá sér fara.

Hver af þessum knattspyrnustjórum ber millinafnið Norbert: David Moyes, Jürgen Klopp eða Eddie Howe?

FHL er skammstöfun fyrir kvennalið á Austurlandi, en að baki því standa þrjú félög. Hvaða félög eru það?

Fyrir hvað stendur Pep í nafni pep Guardiola?

Hvaða ár fæddist Cristiano Ronaldo?

Hvaða þýska lið er stundum kallað „Gladbach“?

Þetta og margt, margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2023.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2022

Útgáfuár: 2022

Hvers vegna rignir aldrei tvo daga í röð? Hafa fiskar augnlok? Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn? Fyrir hvað stendur skammstöfunin KFC? Af hverju missa hákarlamömmur matarlystina skömmu áður en þær gjóta? Hvaða handboltamaður var kosinn Íþróttamaður ársins 2021?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.890-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gátubækur, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2021 – Hvað hafa kanínur margar framtennur?

Útgáfuár: 2021

Spurningabókin 2021Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Í hvaða sjónvarpsþætti, haustið 2020, fengu áhorfendur að kynnast Bjössa sax? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvað fær fólk úr kókómjólk ef marka má auglýsinguna?

Þessar spurningar og fjölmargar aðrar eru í þessari stórskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili, í hverjum skóla og þess vegna bara alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Brandarar, gátur og þrautir

Útgáfuár: 2021

Brandarar, gátur og þrautirBrandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Tvímælalaust „ferðalagabókin“ 2021!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur, Spurninga- og þrautabækur

140 vísnagátur

Útgáfuár: 2020

140_visnagatur_kapa.inddPáll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur getið sér gott orð sem vísna-þrauta-smiður og er þetta þriðja bók hans í þannig dúr. Í hverri vísu leynist lausnarorð og það er frábær skemmtun og heilaleikfimi að finna út hvert það er. Þessi bók hentar öllum og alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskan - málið okkar, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2020

Útgáfuár: 2020

kapa_spurn_20.inddHvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?

Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is