Norðfjarðarbók

Útgáfuár: 2008

nordfjardarbok

Hér má finna gríðarlega mikinn fróðleik, sem samanstendur af þjóðsögum, sögnum og örnefnaskrám, úr austustu byggð landsins, Norðfjarðarhreppi hinum forna.  Sögusviðið eru allir hlutar þessa forna sveitarfélags: Norðfjörður, Hellisfjörður, Viðfjörður, Suðurbæir og Sandvík.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Stalíngrad – kiljuútgáfa

Útgáfuár: 2008

stalingradOrrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Fullt verð: 1.980-.

Uppseld.

 

 

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Síldarvinnslan hf

Útgáfuár: 2007

sildarvinnslanHér er brugðið upp svipmyndum úr hálfrar aldar sögu þessa norðfirska fyrirtækis.  Það var stofnað árið 1957 og reisti í upphafi síldarverksmiðju og hóf að reka hana, en áður en áratugur var liðinn var fyrirtækið orðið hið stærsta á Austurlandi og hafði með höndum útgerð og fjölþætta fiskvinnslustarfsemi.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði, Sjávarútvegur

Síðasta þorskastríðið

Útgáfuár: 2007

sidasta_thorskaÚtfærsla Íslendinga á fiskveiðilögsögunni í 200 mílur kallaði á einn eitt stríðið við Breta (reynda fleiri þjóðir).  Heimsveldið gegn eyþjóðinni.  Væntanlega hafa margir haldið að átökin yrðu ójöfn, en íslenska Landhelgisgæslan lét ekki að sér hæða og svör hennar við ágangi Breta, sem byggðust á notkun togvíraklippanna, vöktu athygli víða um heim.  Við þeim áttu Bretarnir engin svör.

Bókin byggir einkum á heimildum úr íslenskum og breskum skjalasöfnum sem nýlega hafa verið gerðar opinberar og ekki rannsakaðar að ráði áður.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Sagnfræði, Sjávarútvegur

Stalíngrad

Útgáfuár: 2007

stalingrad

Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.

Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum.  Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Norðfjarðarsaga I

Útgáfuár: 2006

nordfjardarsaga_i

Norðfjarðarsaga I spannar það frá upphafi byggðar í firðinum og fram til 1895.  Greint er frá landsháttum, atvinnuháttum, verslunarmálum, félagsmálum og málefnum kirkjunnar, auk þróunar byggðar og upphafi þéttbýlismyndunar á Nesi. Fjölmargar myndir og kort prýða bókina.

Leiðbeinandi verð: 7.900-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Fall Berlínar 1945

Útgáfuár: 2006

fall_berlinarFall Berlínar 1945 er einstök bók um hrikaleg lok síðari heimsstyrjaldarinnar og örlög þúsund ára ríkis Hitlers. Antony Beevor, einn þekktasti sagnfræðingur okkar tíma, lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Saga biskupsstólanna

Útgáfuár: 2006

saga_biskups

Árið 2006 var þess minnst að þá voru liðin 950 ár frá stofnun biskupsstóls í Skálholti og 900 ár frá stofnun biskupsstóls á Hólum.  Einn liðurinn í þessum tímamótum var útgáfa stórvirkisins Saga biskupsstólanna.
Fáir staðir eru jafntengdir Íslandssögunni og biskupsstólarnir tveir, Skálholt og Hólar. Þar mynduðust snemma valdamiðstöðvar og má segja að landinu hafi verið stjórnað þaðan öldum saman. Þeir urðu efnahagsleg stórveldi og voru mótandi um andlegt líf landsmanna og menningu þjóðarinnar. SAGA BISKUPSSTÓLANNA er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt 1000 ár.
Uppseld.
Efnisflokkun: Sagnfræði

Kraftur í Krýsu

Útgáfuár: 2006

krafturHér er rakin saga Krýsuvíkursamtakanna síðastliðin 10 ár, frá 1996 til 2006. Fjallað er um það einstaka starf sem á sér stað innan þeirra, meðferðina sjálfa, skólahaldið og hinn glæsilega vitnisburð sem samtökin hafa fengið. Rætt er við aðila sem eiga þeim lífið að launa og svo flýtur ýmislegt með af léttara taginu.

Uppseld.

Efnisflokkun: Afmælisrit, Sagnfræði

Þættir úr sögu Bessastaðaskóla 1805-1846

Útgáfuár: 2006

thaettir_ur_soguBessastaðaskóli hefur verið sveipaður dulúð og leyndardómi, en hér er ljósi varpað á hið daglega líf lærimeistaranna og skólapiltanna, sem og umhverfi þeirra á Bessastöðum.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is