Stalíngrad
Útgáfuár: 2007

Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heimsstyrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði.
Í bókinni er lýst reynslu hermanna beggja stríðsaðila sem börust við ómannúðlegar aðstæður, svo og óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átökunum. Höfundurinn, breski sagnfræðingurinn Antony Beevor, lýsir af mikilli nærfærni og skilningi grimmdinni, hugprýðinn og þjáningunum sem þetta fólk mátti þola og byggir hann lýsingar sínar að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi.
Uppseld.
Fyrsti vestur-íslenski feministinn
Útgáfuár: 2007
Margrét J. Benedictsson ólst upp við erfiðar aðstæður á Íslandi og hélt ung til Vesturheims ásamt fjölda landa sinna í von um betra líf. Þar lét hún mikið til sín taka í jafnréttisbaráttu kvenna og varð ötull málsvari þeirra jafnt í ræðu sem riti.
Saga Margrétar er saga mikillar hugsjónakonu sem átti sér þann draum að gera heiminn aðeins betri. Saga hennar má alls ekki gleymast.
Leiðbeinandi verð: 4.780-.
Uppseld.
Fylgdarmaður húmsins
Útgáfuár: 2007
Heildarkvæðasafn Kristjáns frá Djúpalæk. Hver ljóðaperlan af annarri úr smiðju þessa stórgóða skálds og auðvitað lætur enginn ljóðaunnadi þessa bók framhjá sér fara.
Uppseld.
Njósnari í Þýskalandi nasista?
Útgáfuár: 2007
Olga Tsékova fór frá Rússlandi til Þýskalands og gerðist þar kvikmyndaleikkona. Hún var í miklu uppáhaldi hjá nasistum, ekki síst Hitler, en vann með leynd fyrir rússnesku leyniþjónustuna. Þetta er saga af ótrúlegu hugrekki, hugsjónum, ótta, sjálfsfórnum og svikum
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Njósnari í Þýskalandi nasista?
Útgáfuár: 2007
Olga Tsékova fór frá Rússlandi til Þýskalands og gerðist þar kvikmyndaleikkona. Hún var í miklu uppáhaldi hjá nasistum, ekki síst Hitler, en vann með leynd fyrir rússnesku leyniþjónustuna. Þetta er saga af ótrúlegu hugrekki, hugsjónum, ótta, sjálfsfórnum og svikum
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
Útgáfuár: 2007
Í þessari bók stíga fjölmargir Vestmannaeyingar á stokk og láta mikið að sér kveða. Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöðum slær máli á látna – og lifandi, Nýja í Suðurgarði fær undarlega sprautu frá Einari lækni og Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl. Stúkumaðurinn Tóti í Berjanesi fær sér einn lítinn, Bjarnhéðinn Elíasson flaggar og kona hans, Ingibjörg Johnsen, geymir jólaveltu blómabúðarinnar á óvenjulegum stað. Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri og Óli Gränz lætur taka af sér fermingarmynd þótt langt sé um liðið síðan hann fermdist. Bogi í Eyjabúð fær gos, Gísli Óskarsson reiðist í símann og séra Bára veldur vonbrigðum.
Uppseld.
Kibba kiðlingur
Útgáfuár: 2007
Ævintýrið um Kibbu kiðling svíkur engann, hvorki unga né gamla.
Uppseld.
Náttúruskoðarinn III: Úr steinaríkinu
Útgáfuár: 2007
Í þessari þriðju og síðustu bók í bókaflokknum Náttúruskoðarinn er fjallað um víðfeðmasta og viðamesta ríki náttúrunnar, steinaríkið (hinar bækurnar í bókaflokknum heita Úr dýraríkinu og Úr jurtaríkinu). Ekki er um að ræða kennslubók um steina, heldur auðlesinn texta og vangaveltur um ýmsa stóra og smáa þætti úr steinaríkinu svo sem veður, hús, vélar, raforku, álver, kot, hraun og Tröllaskaga. Einnig eru í bókinni teikningar og ljóð tengd hverju viðfangsefni og í sumum tilvikum líka töflur og kort.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Önnur Davíðsbók
Útgáfuár: 2007
Ljóð í léttum dúr
Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson
Uppseld.
Hananú
Útgáfuár: 2007
Fuglalimrur
Höfundur: Páll Jónasson í Hlíð
Uppseld.