Fótboltaspurningar 2020
Útgáfuár: 2020
Með hvaða liði lék Skotinn Steven Lennon fyrst eftir að hann kom hingað til lands? Frá hvaða liði keypti Manchester United spænska markvörðinn David de Gea? Hver af eftirtöldum frönskum landsliðsmönnum ljá’ði Superman rödd sína í frönsku útgáfunni af Lego Batman: Paul Pogba, Hugo Lloris eða Antoine Griezman? Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu? Hverrar þjóðar er Divock Origi? Hvaða knattspyrnulið leikur heimaleiki sína á Norðurálsvellinum?
Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að spreyta sig á.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2019
Útgáfuár: 2019
Hvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþróttafélag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2018
Útgáfuár: 2018
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2017
Útgáfuár: 2017
Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?
Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2016
Útgáfuár: 2016
Í landsliðshópi Íslands á EM voru þrír markverðir. Hvað heita þeir?
Hvað heitir stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins?
Frá hvaða liði keypti Real Madrid Króatann Luka Modric?
Hversu oft hefur Manchester United orðið deildabikarmeistari?
Hvernig eru sokkarnir á litinn í aðalbúningi Porto?
Þetta og margt fleira í þessari frábæru fótboltaspurningabók sem enginn knattspyrnuunnandi lætur fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 1.490-.
Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið
Útgáfuár: 2016
Framfarir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa verið gríðarlega miklar síðan Lars Lagerbäck tók við þjálfun þess. Í þessari bók er farið yfir aðdragandann að ráðningu hans að landsliðinu, ferill hans rakinn, sagt frá samstarfi hans og Heimis, verkaskiptingu þeirra, uppbyggingu liðs- og blaðamannafunda og farið yfir alla landsleiki frá því að þeir komu þar að málum. Þá er þarna fjölmargt annað, s.s. fjallað um það hvers vegna Lars var óvænt útnefndur „Leiðinlegasti Svíinn“.
Þetta er bók sem enginn knattspyrnuunnandi getur verið án.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool
Útgáfuár: 2015
Steven Gerrard er einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar. Hann hóf að æfa með Liverpool á unga aldri og varð með tíð og tíma einn besti leikmaðurinn í sögu þess. Þá var hann fyrirliði Liverpool lengur en nokkur annar og tók við sigurlaunum Meistaradeildarinnar 2005 eftir einn ótrúlegasta úrslitaleik sögunnar.
Í þessari bók er rakin saga Gerrard og einnig Liverpool og enska landsliðsins á tíma hans þar. Þessa bók lætur enginn knattspyrnuunnandi framhjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Fótboltaspurningar 2015
Útgáfuár: 2015
Hvaða fugl prýðir merki Vals? Hversu oft hefur Manchester United orðið Evrópumeistari? Hvaða leikmaður Chelsea var rekinn af velli í janúar 2013 fyrir að sparka í boltastrák? Hvert var síðasta liðið sem Ronald Koeman lék með? Liverpool keypti þrjá leikkmenn frá Southampton sumarið 2014. Tveir þeirra eru Rickie Lambert og Adam Lallana, en hver er sá þriðji? Þessi bók á að vera til á öllum heimilum knattspyrnuáhugamanna – og auðvitað hinna líka.
Leiðbeinandi verð: 1.390-.
Fótboltaspurningar
Útgáfuár: 2014
Í þessari bók er í orðsins fyllstu merkingu farið út um víðan völl og þá auðvitað fótboltavöll. Spurt er um íslensk lið og leikmenn, stórstjörnur, knattspyrnustjóra og lið hér og þar í heiminum – og fleira til. Hvert var fyrsta atvinnumannalið Gylfa Þórs Sigurðssonar? Með hvaða liði lék Daniel Sturridge áður en hann var seldur til Liverpool? Hverrar þjóðar er Edison Cavani? Hvert af landsliðunum á HM 2014 er oft kallað Prinsarnir frá Persíu? Hvers konar fugl má finna í merki Norwich? Hvaðan er Einherji? Þetta og margt fleira fyrir knattspyrnuunnendur og hina líka, eða hvað?
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Manchester United – spurningabók
Útgáfuár: 2013
Hvað veistu um Rauðu djöflana? Bráðskemmtileg spurningabók um frægasta félagslið veraldar, Manchester United.
Frá hvaða liði keypti Manchester United David de Gea?
Hvert er kunnuglegra nafn á leikmanninum Luis Carlos Almeida da Cunha sem gekk í raðir Manchester United árið 2007?
Wayne Rooney er númer 10, en hvert var fyrsta númerið hans hjá Manchester United?
Hverrar þjóðar er Ryan Giggs?
Keppnistímabilið 2012-13 fór Manchester United nokkuð létt með Norwich á Old Trafford og sigraði það 4-0. Wayne Rooney skoraði fjórða og síðasta markið, en hver skoraði hin þrjú?
Þetta og margt fleira í þessari einstöku spurningabók.
Leiðbeinandi verð: 1.290-.
Uppseld.