Saga FÍA í 60 ár og Flugmannatal
Útgáfuár: 2006
Í fyrra bindi þessa mikla verks er rakin 60 ára saga Félags íslenskra atvinnuflugmanna og er hún prýdd mörgum myndum úr flugsögunni. Síðara bindið geymir á hinn bóginn flugmannatal.
Leiðbeinandi verð: 17.900 -.
Uppseld.
Bankinn í sveitinni
Útgáfuár: 2005
Saga Sparisjóðs Höfðhverfinga er hluti af byggðasögu Grýtubakkahrepps. Bankinn í sveitinni „fjallar þess vegna meira um líf fólks í hundrað ár en þróun peningamála“, segir höfundurinn, Björn Ingólfsson, um þessa stórglæsilegu og fróðlegu bók. Ljósmyndir af mannlífi eru fjölmargar.
Uppseld.
Um verkmenntun við Eyjafjörð og Verkmenntaskólann á Akureyri 1984-2004
Útgáfuár: 2005
Hér er sagan rakin allt frá hinum svokallaða Duggu-Eyvindi. Gagnfræðaskólinn, Húsmæðraskólinn, Sjávarútvegsdeildin á Dalvík og Iðnskólinn eru undir smásjánni. Og ekki síst Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Uppseld.
Myndlist á Akureyri að fornu og nýju
Útgáfuár: 2005
Stórfróðleg bók um listalíf á Akureyri. Allir listamennirnir, allir listviðburðirnar, og höfundur spyr: Voru frumkvöðlarnir í íslenskri myndlist ef til vill fleiri en áður hefur verið haldið fram? Ríkulega myndskreytt bók – hvað annað!
Uppseld.
Ragnarök
Útgáfuár: 2005
Bráðskemmtileg og fræðandi bók um orusturnar sem enn í dag hafa áhrif á líf okkar. Séra Þórhallur Heimisson er landsþekktur fyrir afburða færni við að gæða fortíðina lífi. Hér sannast orðsporið.
Uppseld.
Nýsköpunaröld
Útgáfuár: 2005
Stríðshörmungar, uppgangstími og hrikalegt hnignunarskeið togaranna, síldveiðarnar, landhelgin, þorskastríð, vélbátaútgerð og fiskvinnsla. Undirstöðurit íslenskrar sögu. Stórfróðleg bók og jafnframt sú þriðja og síðasta í þessari ritröð.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Uppseld.
Iðnskóli í eina öld
Útgáfuár: 2004
Iðnskólinn í Reykjavík á aldarafmæli um þessar mundir. Í fyrstu var hann einungis fábreyttur kvöldskóli en í dag er liðlega 2000 nemendum boðið upp á 820 námsgreinar á 35 námsbrautum. Hér er rakin saga þessa merka skóla sem jafnframt er nátengd sögu iðnaðar á Íslandi. Því ætti enginn iðnaðarmaður eða áhugamaður um atvinnusögu þjóðarinnar að láta hana framhjá sér fara.
Uppseld.
Úr handraða Ólafs landlæknis
Útgáfuár: 2004
Afmælisrit tileinkað Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, 75 ára, þann 11. nóvember 2003.
Uppseld.
Aðalgeirsbók
Útgáfuár: 2004
Afmælisrit tileinkað Aðalgeiri Kristjánssyni, sagnfræðingi, áttræðum þ. 30. maí 2004.
Uppseld.
Uppgangsár og barningsskeið
Útgáfuár: 2003
Í þessu öðru bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi segir frá því þeagr vélaraflið hélt innreið sína og sjávarútvegur Íslendinga gjörbreyttist á fáeinum árum. Bátar og togarar ösluðu um öll mið og hafið tók sinn toll. Jón Þ. Þór fjallar á einstakan hátt um sjávarútveg Íslendinga. Hér er á ferðinni grundvallarrit um íslenska sögu og baráttuna við Ægi.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Uppseld