D-dagur – orrustan um Normandí

Útgáfuár: 2010

d-dagur_kapa.inddFlugmönnum, hermönnum og sjóliðum Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Normandí leið 6. júní 1944 aldrei úr minni.  Í dagrenningu var stærsti innrásarfloti allra tíma, mörg þúsund fley af öllum stærðum og gerðum, kominn að ströndum Frakklands.  Á ströndum Normandí var þýskt herlið sem fékk síðbúna viðvörun um það sem í vændum var.

Áhugamenn um veraldarsöguna láta þetta meistaraverk ekki fram hjá sér fara. Breski stríðssagnfræðingurinn Antony Beevor hefur unnið gríðarlegt þrekvirki við samantekt þessarar bókar sem vakið hefur mikla athygli um veröld víða.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Af heimaslóðum

Útgáfuár: 2010

nal-fors5Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld.  Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð.  Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.

Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Samstarf á Austurlandi

Útgáfuár: 2010

Samstarf ‡ AusturlandiÍ fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um Fjórðungsþing Austfirðinga 1943-1964, en í þeim síðari um arftaka þess, Sambands sveitarfélaga á Austurland 1966-2006.  Fjallað er um baráttu austfirskra sveitarstjórnarmanna fyrir betra mannlífi í fjórðungnum og fölmörg mál eru hér í brennidepli, s.s. atvinnumál, raforkumál, mennta- og menningarmál, heilbrigðismál og samgöngumál.

Svæðisbundnu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Íslandi hefur aldrei áður verið gerð jafnítarleg skil og í þessu riti.  Því ættu engir áhugamenn um sveitarstjórnarmál að láta það framhjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Sagnfræði

Saga Félags járniðnaðarmanna

Útgáfuár: 2010

Saga-jarn-kapa-lowÍ þessari bók er rakin saga Félags járniðnaðarmanna, en 90 ár eru nú liðin frá stofnun þess.  Sagt er frá baráttu félagsins fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, auknum réttindum og þóun málmiðnaðar á 20. öldinni.  Þá sagt frá baráttu kommúnista og hægri manna um yfirráðin í félaginu og er þá fátt eitt nefnt.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði

Orrustan um Spán

Útgáfuár: 2009

spaenska_front

Í júlí 1936 gerðu hershöfðingjar, undir forystu Francos, uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar. Uppreisnin varð fljótt að borgarastyrjöld þar sem Franco fékk stuðning Þjóðverja og Ítala en ríkisstjórnin var m.a. studd af erlendum sjálfboðaliðum, þar á meðal Ernest Hemmingway. Þetta er mögnuð bók um hatrömm átök.

Þetta er af mörgum talin besta bókin um borgarastyrjöldina á Spáni og ætti það ekki að koma neinum á óvart, enda er höfundur bókarinnar, Bretinn Antony Beevor, einn allra besti sagnfræðingur veraldar þegar kemur að stríðsátökum.

Leiðbeinandi verð: 5.980.-

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Kafbátasagan

Útgáfuár: 2009

kafbatasaga-forsKAFBÁTASAGAN, eftir Örnólf Thorlacius, rekur sögu þeirrar tækni sem menn hafa notað til lengri og dýpri köfunar.  Eins og öllum er kunnugt þá hafa kafbátar einkum verið hannaðir til að eyða mönnum og mannvirkjum í stríði.  Saga tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öld ber því vitni hve afkastamiklir kafbátarnir hafa verið á þessu sviði.

Saga kafbátanna er samt ekki samfelld stríðssaga.  Þegar kom fram á síðustu öld var farið að smíða og gera út sérhannaða kafbáta og önnur köfunartól til rannsókna á hafdjúpunum, sem að margra mati eru þó lakar þekkt en yfirborð tunglsins.

Þetta og margt fleira í þessari einsöku bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Norðfjarðarsaga II

Útgáfuár: 2009

nordfjardarsaga_ii_i

Í Norðfjarðarsögu II (sem er tvö bindi) er fjallað um sögu byggðarinnar við Norðfjörð á tímabilinu 1895-1929 og helgast það af tvennum tímamótum; fyrrnefnda árið var löggiltur verslunarstaður á Nesi, en það síðarnefndaöðlaðist Nes kaupstaðarréttindi.

Fjöldi mynda og korta prýðir bækurnar sem skrifaðar eru af hinum alkunna fræðimanni, kennara og stjórnmálamanni, Smára Geirssyni.  Hann er Norðfirðingur í húð og hár og hefur áður skrifað bækur um sína heimabyggð og reyndar fleira.

Allir sem áhuga hafa á byggðasögu og sögu Norðfjarðar ættu að njóta þess vel að lesa Norðfjarðarsögu II.

Leiðbeinandi verð: 16.900-.

Uppseld.

 

Tengsl: Efnisflokkun: Sagnfræði

Saga Vélstjórafélags Íslands

Útgáfuár: 2009

Hér er rakin saga Vélstsaga_vijórafélags Íslands í máli og myndum; farið í gegnum þá þróun sem orðið hefur í vélstjóramenntuninni og vélstjórastarfinu og beinist þá athyglin ekki síst að iðnbyltingunni – bæði til sjávar og sveita.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Afmælisrit, Sagnfræði

Auschwitz

Útgáfuár: 2008

auschwitzÍ Auschwitz var framinn mesti glæpur sögunnar.  Þessi bók, sem á köflum birtir óhugnanlegar lýsingar á því sem þar gerðist, færir okkur heim sanninn um það, en hún byggir bæði á viðtölum við nasistahrottana og það fólk sem lifði helförina af.

Uppseld.

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð

Þræðir

Útgáfuár: 2008

thraedir

Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleiðtogi, stjórnmálamaður og fræðimaður, lést langt um aldur fram.  Því þótti vinum hans og velunnurum tilvalið að taka saman brot úr ævi þessa svipmikla manns sem sjaldan fór troðnar slóðir.  Einnig eru hér einnig þær fræðigreinar sem Hrafnkell ritaði og birtust í ýmsum ritum, en þrátt fyrir mikinn hamagang á sviði verkalýðs- og stjórnmála þá blundaði í honum fræðimaður, sem því miður var kallaður burtu frá ýmsu óloknu á þeim vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Sagnfræði
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is