Nýja limrubókin
Útgáfuár: 2001
Efni þessa kvers skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er rækileg ritgerð um limrur hér og þar, eftir Gísla Jónsson, sem lengi var kennari við Menntaskólann á Akureyri og tók saman þetta kver. Í seinni hlutanum eru síðan limrur eftir Hlymrek handan og félaga.
Uppseld.
Undir fjallshlíðum
Útgáfuár: 2001
Ljóðmál Jóns Bjarman er persónulegt og blátt áfram. Ljóðin eru heilsteypt og bókin samfelld þótt yrkisefnin séu fjölbreytt og formið ríkt af tilbrigðum. Hann yrkir um fjöllin sín fyrir norðan, um kliðandi læki, silfurtæran vatnsflöt yfir köldum fiski, þungan straum og kyrrar lygnur.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Tilboðsverð: 990-.
Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri
Útgáfuár: 2000
Minningar fjölmargra MA-stúdenta frá veru sinni í skólanum; bráðskemmtilegar og fróðlegar. Bókin er gefin út í tilefni af 120 ára afmæli skólans og er þá miðað við stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum 1880.
Uppseld.
Undir bláhimni
Útgáfuár: 2000
Skagfirsk úrvalsljóð og vísur. Stórkostlegur kveðskapur eins og Skagfirðinga er von og vísa.
Uppseld.
Kæri kjósandi
Útgáfuár: 2000
Hér stíga a stokk ekki ómerkari höfuðsnillingar en Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Halldór Blöndal, Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur jaki Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon, Albert Guðmundsson, Árni Johnsen, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjálmar Árnason, Stefán Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, Davíð Oddsson, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson og eru þá fáir nefndir.
Hvaða ráðherra sagði: Það er með sönginn eins og kynlífið, maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega góður til að hafa gaman af?
Uppseld.
Í órólegum takti
Útgáfuár: 2000
Í órólegum takti er djörf saga Margrétar Hannesdóttur. Fyrir tilviljun tekur hún að sér landflótta Kúrda, smyglar honum inn í landið og berst harðri baráttu við íslenska embættismannakerfið til að koma í veg fyrir að hann verði sendur til síns heima í Tyrklandi þar sem honum er bráður bani búinn. Um leið neyðist Margrét til að endurskoða tilveru sína. Hún leiðist út í ástarsamband við ráðherra og hjónaband beggja stendur tæpt.
Í órólegum takti er skáldsaga sem tekur á ýmsum viðkvæmum málum samtímans.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – geggjað grín
Útgáfuár: 2000
Brjálæðislega góðir brandarar á hverri síðu. Eitthvað fyrir þig – og alla hina.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – geggjað grín
Útgáfuár: 2000
Brjálæðislega góðir brandarar á hverri síðu. Eitthvað fyrir þig – og alla hina.
Uppseld.
Spurningabókin 2000
Útgáfuár: 2000
Af hvaða dýri fáum við beikon? Hver fann upp á því að setja ljós á jólatré? Hvaða borgarnafn verður eldsmatur ef það er lesið aftur á bak? Hvenær varð Íslands frjálst og fullvalda ríki? Hvað merkir orðið nærkona? Þessar og margar fleiri spurningar í þessari bráðskemmtilegu spurningabók.
Uppseld.
Spurningabókin 2000
Útgáfuár: 2000
Af hvaða dýri fáum við beikon? Hver fann upp á því að setja ljós á jólatré? Hvaða borgarnafn verður eldsmatur ef það er lesið aftur á bak? Hvenær varð Íslands frjálst og fullvalda ríki? Hvað merkir orðið nærkona? Þessar og margar fleiri spurningar í þessari bráðskemmtilegu spurningabók.
Uppseld.