Kona flugmannsins

kona_flugmannsinsKathryn Lyons er vakin upp um miðja nótt. Stór farþegaflugvél hefur farist út af strönd Írlands. Flugmaðurinn er eiginmaður hennar. Talað er um hryðjuverk. Jafnvel að flugmaðurinn sjálfur hafi sprengt vélina. Ekkjan trúir ekki þessum orðrómi en hversu vel þekkti hún eiginmann sinn í raun? Hún tekst á við sorgina, höfnun dóttur sinnar og leyndarmál eiginmanns síns sem hún er staðráðin í að afhjúpa. Anita Shreve á að baki skáldsögur sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. Kona flugmannsins, sem var mánuðum saman í efsta sæti á metsölulistum vestan hafs og austan, er fyrsta bók Shreve sem kemur út á Íslandi – og hún svíkur svo sannarlega engan.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001
Efnisflokkun: Bækur, Skáldsögur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is