Pétrísk-íslensk orðabók
Útgáfuár: 2008
Magnaðir orðaleikir Péturs Þorsteinssonar, prests í Óháða söfnuðinum í Reykjavík, hafa vakið athygli margra í gegnum tíðina og kallað fra ótal hlátrasköll.
Hér eru orðin og merkingarnar sem Pétur leggur þau.
Uppseld.
Þræðir
Útgáfuár: 2008

Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleiðtogi, stjórnmálamaður og fræðimaður, lést langt um aldur fram. Því þótti vinum hans og velunnurum tilvalið að taka saman brot úr ævi þessa svipmikla manns sem sjaldan fór troðnar slóðir. Einnig eru hér einnig þær fræðigreinar sem Hrafnkell ritaði og birtust í ýmsum ritum, en þrátt fyrir mikinn hamagang á sviði verkalýðs- og stjórnmála þá blundaði í honum fræðimaður, sem því miður var kallaður burtu frá ýmsu óloknu á þeim vettvangi.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Þræðir
Útgáfuár: 2008

Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleiðtogi, stjórnmálamaður og fræðimaður, lést langt um aldur fram. Því þótti vinum hans og velunnurum tilvalið að taka saman brot úr ævi þessa svipmikla manns sem sjaldan fór troðnar slóðir. Einnig eru hér einnig þær fræðigreinar sem Hrafnkell ritaði og birtust í ýmsum ritum, en þrátt fyrir mikinn hamagang á sviði verkalýðs- og stjórnmála þá blundaði í honum fræðimaður, sem því miður var kallaður burtu frá ýmsu óloknu á þeim vettvangi.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Töfrum líkast
Útgáfuár: 2008
Baldur Brjánsson er vafalítið fremsti töframaður Íslands, fyrr og síðar. Hann hefur borðað rakvélablöð, opnað lás með augnaráðinu og skorið upp menn með berum höndum, svo eitthvað sé nefnt. En saga hans er miklu meira en töfrabrögð út í gegn. Það sannfærast þeir um sem lesa þessa bráðskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Ég hef nú sjaldan verið algild
Útgáfuár: 2008

Hér er rakin saga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur; konu sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir. Þrátt fyrir að hafa alla sína ævi búið á Hesteyri, afskekktum bæ í hinum austfirska Mjóafirði, hefur hún visku til að bera sem fáum er gefin og er víðsýnni en margur langskólagenginn aristókratinn.
Hingað til hefur verið dregin upp ákveðin mynd af Önnu og einblínt á það sem greinir hana frá öðru fólki. En er það raunsönn mynd?
Hver er Anna á Hesteyri í raun og veru? Hvernig var æska hennar og uppeldi? Hvaða hetjudáð drýgði hún? Hvers vegna ákvað hún að taka inn útigangsmenn á heimili sitt? Og hvernig brást hún við þegar landsþekktur glæpamaður heimsótti hana um nótt og náði tökum á sveðjunni? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu.
Þetta er einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi – sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.
Uppseld.
Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir
Útgáfuár: 2008

Vestmannaeyingurinn Stefán Runólfsson er hafsjór af fróðleik um menn og málefni og sögumaður góður. Hér segir hann frá sinni viðburðaríku ævi og talar tæpitungulaust að vanda.
Stefán var einn af þeim sem stóðu í stafni á mesta framfaraskeiði íslensku þjóðarinnar. Hann helgaði íslenskum sjávarútvegi krafta sína og kom þar nærri mörgum málum. Þá starfaði hann mikið að félagsmálum, bæði á vettvangi sjávarútvegsins og í íþrótta- og æskulýðsmálum og var meðal annars formaður ÍBV um árabil.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Íslenskar gamansögur 2
Útgáfuár: 2008

Eins og nafn þessarar bókar ber með sér þá eru hér á ferðinni gamansögur og það bráðskemmtilegar. Margir koma þar við sögu; orðsnilldin er vopn sumra, aðrir mismæla sig og einhverjir lenda í neyðarlegum aðstæðum.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Uppseld.
Þriðja Davíðsbók
Útgáfuár: 2008

Í þessari þriðju ljóðabók sinni dregur Davíð Hjálmar Haraldsson upp annars konar myndir en í fyrri bókum sínum. Form sonnettunnar lætur honum afar vel, ljóðin yrkir hann af alvöru og þar er merkingin á dýpt og hæð.
Leiðbeinandi verð: 1.790-.
Höfundur: Davíð Hjálmar Haraldsson
Fullt verð: 1780 kr. með vsk.
Uppseld.
Spurningabókin 2008
Útgáfuár: 2008

Undir hvaða heiti er hljóðfærið slagharpa betur þekkt? Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan? Hversu marga maga hafa krossfiskar? Hvar halda menn upp Fiskidaginn mikla?
Spurningabókin 2008 er bráðskemmtileg og hentar jafnt í einrúmi sem fjölmenni.
Uppseld.
Spurningabókin 2008
Útgáfuár: 2008

Undir hvaða heiti er hljóðfærið slagharpa betur þekkt? Hvað heitir gjaldmiðillinn í Japan? Hversu marga maga hafa krossfiskar? Hvar halda menn upp Fiskidaginn mikla?
Spurningabókin 2008 er bráðskemmtileg og hentar jafnt í einrúmi sem fjölmenni.
Uppseld.