Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS

Útgáfuár: 2020

 

Vegan.frontur.Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafræði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkerategundir, þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram.

Í þessari bók kynnist þú öllu því sem þú þarft að vita um þetta mataræði, t.d.:

-Hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur.

-Hvernig skipuleggja má skynsamlegar máltíðir.

-Kostum og göllum grænkerafæðis.

-Grunnuppskiftum.

-Næringartöflum.

Annar höfunda bókarinnar, Rose Glover, er næringarþerapisti. Hún leiðbeinir og styður konur með ýmiss konar heilbrigðisvanda og hefur sérstakan áhuga á tengslum hormóna, meltingar, svefns og ónæmiskerfisins annars vegar og grænkerafæðis hins vegar.

Leiðbeinandi verð: 6.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS

Útgáfuár: 2020

 

Vegan.frontur.Vegan – ELDHÚS GRÆNKERANS leggur fræðilegan grundvöll að grænkerafræði og kynnir fyrir lesandanum meira en 100 grænkerategundir, þar á meðal rótargrænmeti, baunir og linsur, hnetur og fræ, kryddjurtir og kryddduft – skýrir næringarinnihaldið og hvernig skuli elda þær og bera fram.

Í þessari bók kynnist þú öllu því sem þú þarft að vita um þetta mataræði, t.d.:

-Hvaða fæðutegundir geta komið í stað kjöts og mjólkur.

-Hvernig skipuleggja má skynsamlegar máltíðir.

-Kostum og göllum grænkerafæðis.

-Grunnuppskiftum.

-Næringartöflum.

Annar höfunda bókarinnar, Rose Glover, er næringarþerapisti. Hún leiðbeinir og styður konur með ýmiss konar heilbrigðisvanda og hefur sérstakan áhuga á tengslum hormóna, meltingar, svefns og ónæmiskerfisins annars vegar og grænkerafæðis hins vegar.

Leiðbeinandi verð: 6.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn

Útgáfuár: 2019

GústiGústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn.  Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi.  Þetta er saga hans. Einstök á allan hátt.

Leiðbeinandi verð: 8.380-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Siglufjörður

Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn

Útgáfuár: 2019

GústiGústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn.  Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi.  Þetta er saga hans. Einstök á allan hátt.

Leiðbeinandi verð: 8.380-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Siglufjörður

Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn

Útgáfuár: 2019

GústiGústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn.  Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi.  Þetta er saga hans. Einstök á allan hátt.

Leiðbeinandi verð: 8.380-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Siglufjörður

„Hann hefur engu gleymt – nema textunum! Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum

Útgáfuár: 2019

Hann hefur engu gleymt.kápa,Björgvin Halldórsson vill ekki æfa Hamlet. SúEllen spilar lag fyrir Sjálfstæðismenn. Guðmundi Svafarssyni í Ljótu hálfvitunum líkar ekki súrmjólkin í Ólafsvík. Pétur Kristjánsson rótar eins og óður maður. Allt hverfur í reyk hjá Greifunum. Óskar Álftagerðisbróðir kannar lagerstöðuna á elliheimili. Skriðjöklarnir komast óvænt í úrslit í hljómsveitakeppni. Rúnni Júll „tekur æði“. Rúnar Georgs kveikir í Havana-vindli. Jón Gnarr spilar á Fner. Vopnfirska trommarann, Jón Sigurjónsson, langar í Bjarna frá Vogi. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson var með „líf í krukku“. Árni Johnsen er með rándýran gítar. Óðinn Valdimarsson syngur fyrir móður sína. Ingimar Eydal á von á Bing Crosby. Raggi Bjarna vill eitthvað smærra og hver skyldi svo sjá um trommuleikinn í Can´t Walk Away – án þess að hafa hugmynd um það?

Leiðbeinandi verð: 3.880-.

Efnisflokkun: Gamansögur, Tónlistarbækur

„Hann hefur engu gleymt – nema textunum! Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum

Útgáfuár: 2019

Hann hefur engu gleymt.kápa,Björgvin Halldórsson vill ekki æfa Hamlet. SúEllen spilar lag fyrir Sjálfstæðismenn. Guðmundi Svafarssyni í Ljótu hálfvitunum líkar ekki súrmjólkin í Ólafsvík. Pétur Kristjánsson rótar eins og óður maður. Allt hverfur í reyk hjá Greifunum. Óskar Álftagerðisbróðir kannar lagerstöðuna á elliheimili. Skriðjöklarnir komast óvænt í úrslit í hljómsveitakeppni. Rúnni Júll „tekur æði“. Rúnar Georgs kveikir í Havana-vindli. Jón Gnarr spilar á Fner. Vopnfirska trommarann, Jón Sigurjónsson, langar í Bjarna frá Vogi. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson var með „líf í krukku“. Árni Johnsen er með rándýran gítar. Óðinn Valdimarsson syngur fyrir móður sína. Ingimar Eydal á von á Bing Crosby. Raggi Bjarna vill eitthvað smærra og hver skyldi svo sjá um trommuleikinn í Can´t Walk Away – án þess að hafa hugmynd um það?

Leiðbeinandi verð: 3.880-.

Efnisflokkun: Gamansögur, Tónlistarbækur

„Það eru ekki svellin.“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri

Útgáfuár: 2019

Það eru ekki svellin! kápaKristján á Jökulsá lætur sannleikann ekki eyðileggja góða sögu. Sveinbjörn á Dallandsparti sólbrennur á annarri kinninni. Magnús í Höfn stingur upp í atvinnuráðgjafa. Gömlum frænda Steins Ármanns er gefið Viagra á elliheimilinu. Jóa í Geitavík vantar hundraðkall. Sveinn á Hóli getur alveg legið á beru gólfinu, en þó með einu skilyrði. Magnús í Hátúni asnaðist til að giftast. Flöskurnar úr Brúnavík vekja ekki athygli póstmeistarans. Séra Ingvar á Desjarmýri spyr um ræturnar. Traktorar fara sínar eigin leiðir. Það brennur á Hofströnd. Magnús á Ósi fer hamförum í slökkvistarfi. Ennfremur láta Laugi vitavörður, Hákarla-Fúsi, Eiki Gunnþórs, Baui, Sigurður Ó. Pálsson, Óli Alla, Andrés á Gilsárvelli, Sigurður Árnesingur, Helgi Hlynur og Magni söngvari að sér kveða, að ógleymdum bræðrunum frá Hvannstóði, þeim Kalla, Bjarna, Jóni og Skúla Sveinssonum, en bókin er tileinkuð minningu hins síðastnefnda.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Efnisflokkun: Gamansögur

105 „sannar“ Þingeyskar lygasögur

Útgáfuár: 2019

Þingeyingar 2019Skólameistari og skítakamar á fjöllum. Texarinn og fótstóri Færeyingurinn. Ótímabær þvagrásarstöðvun í tvígang. Kalli rauði og konan úthverf. Rauður miði á hjólbörur Jóda. Migið undir mánaskini. Með Gáttaþef í hjartanu. Sveitarstjóri eins og pardusdýr á prózak í markinu. Um tilurð Johnny King. Dulbúið Ákavíti frá
Danmörku til Húsavíkur. Þegar Stalín var skotinn á Húsavík. Vottunum varð ekki um sel á Hafralæk. Listin að gera ekki neitt. Bjarni á Mánárbakka og konunglega mýsugan. Þegar Stebbi Smoll gerði Jóa mink illan grikk. Lærbrotnir kommar innan
girðingar. Jósteinn, hestasteinn og hrossaskítur. Verjur á Mývatni. Draumadauðdagi
hestamannsins. Snúlli og áramótakarfinn. Haraldur Gísla og Kraftidjót Corporation.
Og fleira og fleira.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Efnisflokkun: Gamansögur

Munaðarlausa stúlkan

Útgáfuár: 2019

Munaðarlausa stulkan.nýtt,jpegMunaðarlausa stúlkan er eitt af þessum gömlu og góðu rammíslensku
ævintýrum þar sem góðsemi og velvild er umbunað í lokin. Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar. Sigurgeir Jónsson, kennari til margra ára, endursagði söguna en hann hefur tekið saman allnokkrar bækur um félagslíf, mannlíf, hætti og siðvenjur í Vestmannaeyjum. Sunna Einarsdóttir sá um myndskreytingu en hún er ung Eyjastúlka sem hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem hún hefur sýnt á veitingastað foreldra sinna, Einsa kalda.

Leiðbeinandi verð: 990-.

Efnisflokkun: Barnabækur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is