
Feimnismál
Útgáfuár: 2010
Í þessari tuttugustu bók sinni fer Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku víða um. Gluggað er í gömul bréf, kynjamyndir Austfjarðaþokunnar skoðaðar, ferðast er með strandferðaskipum og kynni höfundar af fjölmörgu fólki rifjuð upp, m.a. af Ólafi Thors sem talaði eins vel um framsóknardindlana og hann þorði.
Hvernig fór svo með hvolpinn sem Vilhjálmur neitaði að flytja suður?
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Pétrísk-íslensk orðabók
Útgáfuár: 2010
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum í Reykjavík, hefur í áraraðir safnað orðum sem vel gætu þýtt eitthvað annað en þau í rauninni gera. Útkoman úr þessu er vægast sagt bráðsmellin og kom það berlega í ljós þegar Bókaútgáfan Hólar gaf út bók eftir sérann, með sama heiti og þessi, fyrir tveimur árum. Hún seldist upp á skömmum tíma og hefur síðan verið ófáanleg. Hér er svo ný útgáfa komin með fjölmörgum nýjum orðum og er hún gefin út 5/5 í tilefni af 55 ára afmæli séra Péturs.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Föndur-Jól
Útgáfuár: 2009
Þessi einstaklega skemmtilega föndurbók ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla, hvort sem það er grunnskóli eða leikskóli. Hér eru fjölmargar og einfaldar hugmyndir að jólaskrauti sem prýðir hvar sem er.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Uppseld.
Bændatal og byggðaröskun
Útgáfuár: 2009
Meginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000. Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.
Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Kafbátasagan
Útgáfuár: 2009
KAFBÁTASAGAN, eftir Örnólf Thorlacius, rekur sögu þeirrar tækni sem menn hafa notað til lengri og dýpri köfunar. Eins og öllum er kunnugt þá hafa kafbátar einkum verið hannaðir til að eyða mönnum og mannvirkjum í stríði. Saga tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öld ber því vitni hve afkastamiklir kafbátarnir hafa verið á þessu sviði.
Saga kafbátanna er samt ekki samfelld stríðssaga. Þegar kom fram á síðustu öld var farið að smíða og gera út sérhannaða kafbáta og önnur köfunartól til rannsókna á hafdjúpunum, sem að margra mati eru þó lakar þekkt en yfirborð tunglsins.
Þetta og margt fleira í þessari einsöku bók.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Mat á skólastarfi
Útgáfuár: 2008
Allir íslenskir skólar eru lögskyldir til að meta eigið starf. Væntanlega getur þessi bók gagnast sjálfsmatsteymum sem eru að störfum innan skólanna, svo og þeim sem hafa áhuga á matsstörfum yfirleitt.
Uppseld.
Fundarsköp
Útgáfuár: 2007
Handbók um fundarstjórn og meðferð tillagna. Bókin ætti að vera til í hverju einasta fyrirtæki og félagi, sem og í hverri einustu stofnun. Rétt fundarstjórn er öllum mikilvæg.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Uppseld.
Genfarsamningarnir frá 1949 ásamt bókunum frá 1977
Útgáfuár: 2004
Genfarsamningarnir eru hornsteinn alþjóðlegra mannúðarlaga. Tilgangur þeirra er að vernda saklaus fórnarlömb stríðs og koma böndum á annars óheftan stríðsrekstur þjóðanna. Allt hugsandi fólk verður að kynna sér Genfarsamningana.
Leiðbeinandi verð: 6.900-.
Uppseld.
HM ’98 handbókin
Útgáfuár: 1998
Hér finnur þú allt um liðin og leikmennina sem unnu sér rétt til þátttöku í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi 1998.
Uppseld.