Héraðsmannasögur – gamansögur af Héraði

Útgáfuár: 2016

heradsmannasogur

Hákon Aðalsteinsson fær próflausan ungling, Sigurð G. Tómasson, til að rúnta með sig um Héraðið.  Hrafn á Hallormsstað útskýrir veru sína í Framsóknarflokknum. Frissi í Skóghlíð segir vel líta út með flug til Vopnafjarðar. Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum kærir lögregluna. Þráinn Jónsson er alls staðar. Aðalsteinn á Vaðbrekku á við sérkennilegt áfangisvandamál að stríða. Baldur Pálsson segir frá eðlisfræðitilraunum á Jökuldal.  Séra Sigurjón á Kirkjubæ verður að halda áfram að jarða þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaun og Sigríður Rósa Kristinsdóttir sendir Sverri Hermannssyni tóninn. Eru þá fáir upptaldir af þeim sem koma hér við sögu. Og svo er spurt: Er samvinnuhreyfingin tómt klám?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Skagfirskar skemmtisögur 5

Útgáfuár: 2016

skagfirsk-5Hér kennir margra grasa. Séra Þórir Stephensen er kallaður til skítverka á Sauðárkróki. Stína Sölva heldur þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera Álftagerðisbræður. Kári Valla makar á sig súkkulaði í sturtunni. Ása Öfjörð klárar messuvínið. Egill Bjarna sendir Sigga Guðjóns út í kjörbúð að kaupa skyr. Það raknar úr garnaflækju hjá Valla Jóns.  Jóhann Salberg sýslumaður býður forseta Íslands Ópal. Steingrímur á Silfrastöðum segir kirkjuna rúma heilt helvíti. Andrés Valberg selur sömu hauskúpuna tvisvar. Rúnki predikari bölsótar steinbítnum.  Sölvi Helgason hrækir í Hróarsdal og Seðlabankamenn hringja í Hörð á Hofi. Þá er sagt frá ævintýralegum hestaviðskiptum við Stebba á Keldulandi og bókin endar á smásögunni Raunir á Reyðarskeri.

Skagfirskar skemmtisögur 5 er ávísun á taumlausa skemmtun.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Skagafjörður

Sigurðar sögur dýralæknis

Útgáfuár: 2016

sigurdar-sogur

Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum er magnaður sagnamaður og lætur hér gamminn geysa eins og honum einum er lagið. Sagðar eru sögur af prestum, stjórnmálamönnum, læknum, sjúklingum og skepnum og örugglega skella margir upp úr við lestur þeirra – svo bráðsmellnar eru þær.

Baldur í Vatnsfirði jarðar framsóknarmenn. Sigurbjörn biskup fer með kvöldbænirnar. Halldóri í Holti er tíðrætt um mykjudreifara og Jón Ísleifsson skiptir um föt.  Ólafur Thors sefur fram eftir, liðmús er á leið upp eftir konu í Eyjafirði og Smali Jónsson ríður berbakt.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Bestu barnabrandararnir – meiriháttar

Útgáfuár: 2016

bedstu-barnabrandararnir-2016

Þessi bókaflokkur hefur svo sannarlega slegið í gegn og ekki gefur þessi bók hinum fyrri neitt eftir. Bestu barnabrandararnir eru líka fyrir alla,jafnt unga sem eldri, enda fátt heilsusamlegra en að hlægja. Hér er einn brandarinn úr bókinni:

Lögreglumaðurinn hringdi á lögreglustöðina og sagði:
„Þetta er ansi undarlegt mál.“
„Nú, hvernig þá?“
„Jú, sjáðu til, gamla konan skaut manninn sinn til bana fyrir það eitt að labba yfir gólf sem hún var nýbúin að skúra.“
„Ertu ekki búinn að handtaka hana?“
„Nei, gólfið er ennþá blautt.“

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur

Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Útgáfuár: 2016

Pétrísk 2016

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskan - málið okkar

Hrekkjalómafélagið – Prakkarastrik og púðurkerlingar

Útgáfuár: 2015

Hrekkjalómafélagið

Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var einstakur félagsskapur og það á heimsvísu. Þar létu menn ekkert tækifæri ónotað til að koma hver öðrum á óvart og sumum utan félagsins einnig.

Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Ásmundur Friðriksson 20 ára sögu Hrekkjalómafélagsins; segir frá hrekkjunum og undirbúningi þeirra, viðbrögðunum og …afleiðingunum sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi.

Í bókinni segir meðal annars frá því þegar:

Halli í Turninum fær ís

Ráðherrahjónum er gert rúmrusk

Maggi Kristins „býður“ öllum í afmælið sitt

Geir Jón handtekur Tóta rafvirkja

Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar

Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum

Guðjón Hjörleifs prófar sjónvarpssíma

Logi Snædal gengur berfættur yfir flöskubrot

Kosning um „Fyrsta klámkóng Eyjanna“ fór fram

Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félagsins og ber þar hæst sögur af Jóni Berg Halldórssyni og Didda í Svanhól, en upptalningin er annars bara lítið brot af því sem leynist í bókinni HREKKJALÓMAR – PRAKKARASTRIK OG PÚÐURKERLINGAR sem kitlar svo sannarlega hláturtaugarnar.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Það er gott að búa í Kópavogi! Gamansögur af Kópavogsbúum

Útgáfuár: 2015

Það er gott að búa í KópavogiGunnar I. Birgisson mátar buxur, Sigurður Geirdal sendir Guðmundi Oddssyni kveðskap, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðarson er hætt kominn í flugvél, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokulúður, allt er steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni og Þórður á Sæbóli selur blóm. Hér koma margir við sögu og það er öruggt mál að lesendurnir eiga góðar stundir með þessa bráðskemmtilegu bók í höndunum.

Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/kop-issuu

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Skagfirskar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör!

Útgáfuár: 2014

Skagfirskar 4Skagfirskar skemmtisögur koma nú út í fjórða sinn og eru sögurnar orðnar hátt í 1.000 talsins.

Hér láta margir gamminn geisa og má þar nefna Hilmi Jóhannesson, lífskúnstner á Sauðárkróki, Maron vörubílstjóra og Hauk Páls i samlaginu. Einnig Álftagerðisbróðurinn Óskar Péturs, Bödda á Gili, Bjarna Har, Óla á Hellulandi, Bigga Rafns, Munda í Tungu, Dúdda á Skörðugili, Friðrik á Höfða, Tryggva í Lónkoti, Árna á Brúnastöðum, Agnar á Miklabæ, Villa Egils, Stebba Guðmunds, Gulla í Gröf, Helgu á Silfrastöðum, Helgu á Frostastöðum, Diddu í Litlu-Brekku og Ásu Öfjörð svo nokkrir skemmtilegir Skagfirðingar séu nefndir.

Hér geturðu sér sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/skagf4/0

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Bestu barnabrandararnir-frábærlega fyndnir

Útgáfuár: 2014

Bestu barnabr.2014.kapaNítjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki er komin út.  Í henni eru brjálæðislega góðir brandarar sem henta hvar og hvenær sem er og spyrja ekki að aldri, enda hafa hinir eldri ekki síður þörf fyrir eitthvað skoplegt og uppörvandi en þau sem yngri eru.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Húmör í Hafnarfirði

Útgáfuár: 2013

húmor í hafnarfirði-kapa

Smávaxnir Hafnfirðingar með Leif Garðars, Þóri Jónsson, Halla í Botnleðju, Leif Helga, Viðar Halldórs og Óla Dan bera höfuðið hátt þrátt fyrir smæðina. Hörður Magnússon gáir til veðurs. Gísli pól umkringir mann. Kennarar við Flensborgarskólann skreppa í bíó og hafa með sér rauðvínskút.  Þórður Þórðarson boðar „strand á Dansgötunni“. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson lýsir starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar. Gummi Valda mætir draghaltur til vinnu. Hildur Guðmundsdóttir biður nemanda sinn að bíta á jaxlinn. Maggi Óla fer á sjó. Geir Gunnarsson neitar. Adolf Björnsson týnist og Ingileif Ólafsdóttir pantar hangikjöt.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is