
Bestu barnabrandararnir – meiriháttar
Útgáfuár: 2016
Þessi bókaflokkur hefur svo sannarlega slegið í gegn og ekki gefur þessi bók hinum fyrri neitt eftir. Bestu barnabrandararnir eru líka fyrir alla,jafnt unga sem eldri, enda fátt heilsusamlegra en að hlægja. Hér er einn brandarinn úr bókinni:
Lögreglumaðurinn hringdi á lögreglustöðina og sagði:
„Þetta er ansi undarlegt mál.“
„Nú, hvernig þá?“
„Jú, sjáðu til, gamla konan skaut manninn sinn til bana fyrir það eitt að labba yfir gólf sem hún var nýbúin að skúra.“
„Ertu ekki búinn að handtaka hana?“
„Nei, gólfið er ennþá blautt.“
Leiðbeinandi verð: 1.490-.
Spurningabókin 2016
Útgáfuár: 2016
Hér er spurt um allt milli himins og jarðar: íþróttir, dýr, tónlist, teiknimyndir, kvikmyndir, leikrit, málshætti og fleira til. Þessi bók er algjörlega ómissandi hvar og hvenær sem er!
Hvað eru kærastarnir margir sem koma við sögu í Mamma Mía söngleiknum?
Hver er eini skegglausi kóngurinn í venjulegum spilastokki?
Hvað nefnist hæfileikakeppni gunnskólanna?
Geta kengúrur hoppað aftur á bak?
Þetta og margt fleira í þessari bráskemmtilegu bók sem efalítið margir hafa beðið eftir.
Leiðbeinandi verð: 1.490-.
Skósveinarnir – Leitið og finnið
Útgáfuár: 2015
Skósveinarnir eru alls staðpar! En þú finnur þá aldrei þegar þeirra er þörf. Eða getur þú það?
Reyndu að koma auga á: Skósveina, ribbalda, skrýtna hluti og ýmislegt fleira í þessari bók – sem svo sannarlega eflir athyglisgáfu ungra barna og um leið og þau skemmta sér með þessum kynlegu kvistum sem þarna leynast.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Skósveinarnir-Skáldsaga fyrir krakka
Útgáfuár: 2015
Frá því að þeir birtust fyrst, hafa Skósveinarnir leitað að rétta illmenninu til að verða húsbóndi þeirra. Í leit sinni að hinum fullkomna foringja hafa þeir þjónað risaeðlum, konungum og jafnvel skrímslum.
Nú er kominn tími á nýjan húsbónda … ef þeir gætu aðeins fundið hann!
Sláist í hóp með Kevin, Stuart og Bob í ferðalagi þeirra um heiminn og takið þátt í varmennaráðstefnunni í leit að fyrirlitlegasta vonda kallinum (eða kellunni!) til að leiða þá félaga.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Halloween I – hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga
Útgáfuár: 2015
Bókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta lesandans til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir krakka og unglinga „sem þora! – og auðvitað hina eldri líka, svo fremi að þeir séu sterkir á taugum!“
Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Sjónhverfingar-læturðu blekkjast
Útgáfuár: 2011
Í þessari bók er ekki allt sem sýnist, enda er hún stútfull af blekkingum og heilabrotum sem gaman er að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Spurningabókin 2011
Útgáfuár: 2011
Hvernig er líkaminn á Hulk á litinn? Hver fór með hlutverk Buddy Holly í samnefndum söngleik hér á landi? Hvaða dýrategund í Afríku veldur fleiri dauðsföllum en nokkurt annað dýr í þeirri álfu? Ef Britannia Stadium er völlurinn, hvert er þá heimaliðið? Hvað hét móðir Vilhjálms Bretaprins? Hvert er gælunafn leikarans Guðjóns Davíðs Karlssonar?
Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til að hverju einasta heimili.
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Bestu barnabrandararnir-sprenghlægilegir og ferskir
Útgáfuár: 2011
Þetta er sextánda bókin í þessum bráðskemmtilega og vinsæla bókaflokki sem hefur svo sannarlega skemmt jafnt ungum sem öldnum í gegnum tiðina. Og þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir, enda er hún stútfull af bröndurum sem vafalítið kalla fram hlátrasköll hjá fjölmörgum á næstu mánuðum.
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Hrafna-Flóki
Útgáfuár: 2011
Haraldur hárfagri fer í Víking við strendur Noregs, en Hrafna-Flóki vill ekki gefa sig á vald galdrakonungsins og drauga hans. Hann leitar sér því að nýju landi til að geta ráðið sér sjálfur og tekur með sér dætur sínar þrjár, menn og húsdýr. Eyjan þar sem þau taka land er falleg, en þar leynist margt óvænt. Í fjöllunum eru ís, eldur og … andar.
Þetta er sagan um manninn sem gaf Íslandi nafn – bráðskemmtileg lesning fyrir jafnt unga sem aldna.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Gleðileg Jól
Þriðjudagur 21. desember 2010
Gleðileg jól
Bókaútgáfan Hólar þakkar frábærar viðtökur á útgáfubókunum 2010. Margir titlanna eru á þrotum hjá útgáfunni s.s. Með létt skap og liðugan talanda – lífssaga Margrétar í Dalsmynni, Það reddast – ævisaga Sveins Sigurbjarnarsonar ævintýramanns á Eskifirði, Pétrísk-orðabók, eftir hinn eina og sanna sr. Pétur Þorsteinsson prest í Óháða söfnuðinum, Spurningabókin 2010 og Í ríki óttans – -örlagasaga Þorbjargar Jónsdóttur Schweizer. Þá er sáralítið eftir af Feimnismálum Vilhjálms Hjálmarssonar, Bestu barnabröndurunum, Sjónhverfingum-ekki er allt sem sýnist, Undir breðans fjöllum – ljóð og lausavísur Þorsteins Jóhannssonar í Svínafelli, Galar hann enn – gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum, og Læknir í blíðu og stríðu – ævisögu Páls Gíslasonar læknis, skátaforingja og stjórnmálamanns. Ennfremur gengur hratt á hina stórkostlegu ljóðabók, Fjallaþytur, en hún inniheldur úrval úr kveðskap hins einstaka Hákonar Aðalsteinssonar og var hún þó prentuð í þokkalegu upplagi í byrjun og síðan endurprentuð!
Enn og aftur kærar þakkir fyrir viðtökur bókanna og gleðileg jól til allra nær og fjær!