Spurningabókin 2020
Útgáfuár: 2020
Hvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?
Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2020
Útgáfuár: 2020
Með hvaða liði lék Skotinn Steven Lennon fyrst eftir að hann kom hingað til lands? Frá hvaða liði keypti Manchester United spænska markvörðinn David de Gea? Hver af eftirtöldum frönskum landsliðsmönnum ljá’ði Superman rödd sína í frönsku útgáfunni af Lego Batman: Paul Pogba, Hugo Lloris eða Antoine Griezman? Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu? Hverrar þjóðar er Divock Origi? Hvaða knattspyrnulið leikur heimaleiki sína á Norðurálsvellinum?
Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að spreyta sig á.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Munaðarlausa stúlkan
Útgáfuár: 2019
Munaðarlausa stúlkan er eitt af þessum gömlu og góðu rammíslensku
ævintýrum þar sem góðsemi og velvild er umbunað í lokin. Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar. Sigurgeir Jónsson, kennari til margra ára, endursagði söguna en hann hefur tekið saman allnokkrar bækur um félagslíf, mannlíf, hætti og siðvenjur í Vestmannaeyjum. Sunna Einarsdóttir sá um myndskreytingu en hún er ung Eyjastúlka sem hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem hún hefur sýnt á veitingastað foreldra sinna, Einsa kalda.
Leiðbeinandi verð: 990-.
Fótboltaspurningar 2019
Útgáfuár: 2019
Hvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþróttafélag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Spurningabókin 2019
Útgáfuár: 2019
Hvert er listamannsnafn rapparans Árna Páls Árnasonar? Hvaða nafn hefur sögupersónan Wimpy Kid hlotið á íslensku? Hvaða orð táknar bæði þögn og hávaða? Sofa skordýr með lokuð augu? Hvar lenti Insight snemma kvölds að íslenskum tíma þann 26. nóvember 2018? Þessar spurningar og margar fleiri í þessari stórskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Töfra-Tapparnir
Útgáfuár: 2019
Þessi bráðskemmtilega léttlestrarbók er um tvo litla töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt er að breyta henni á ýmsan hátt. Þeir klifra því upp í munninn á fólki, en hann er auðvitað stórhættulegur fyrir litla tappa og því lenda þeir í miklum svaðilförum, en læra jafnframt mörg ný orð yfir talfærin og einnig hvernig þau virka. Tilgangur bókarinnar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast valda skaða á henni.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.
Spurningabókin 2018 – Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína?
Útgáfuár: 2018
Á hvoru auganu er Stjáni blái blindur? Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína? Hvort lokar maður hurðinni með dyrunum eða dyrunum með hurðinni? Hvaða litur er einkennandi fyrir hrekkjavökuna? Hvað heitir hestur Lukku-Láka? Í hvaða bæjarfélagi er Costco? Hvaða sex stafa orð er oftast notað yfir afturenda skips?
Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem fólk á öllum aldri mun vafalítið hafa gaman af.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Fótboltaspurningar 2018
Útgáfuár: 2018
Hvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?
Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.
Leiðbeinandi verð: 1.690-.
Hvolpasögur
Útgáfuár: 2017
HHvolpar fara á kostum í þessari hugljúfu bók. Ýmislegt óvænt og skemmtilegt gerist í þessum sögum. Allir heilla hvolparnir okkur — hver á sinn hátt. Þá er hér sönn saga af Tígli, litlum hundi með stórt hjarta, en hann vann sér það til frægðar að koma smáfugli til bjargar og fóru fréttir af því víða.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Leitið og finnið
Útgáfuár: 2017
Hér eru bráðskemmtilegar þrautir af ýmsu tagi sem allar eiga það sameiginlegt að reyna á athygli þess sem skoðar; sumar þeirra eru léttar, aðrar erfiðari, en hver og ein er þroskandi. Þetta er bók sem öll börn hafa bæðí gagn og gaman af.
Leiðbeinandi verð: 2.480-.