Af heimaslóðum

Útgáfuár: 2010

nal-fors5Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld.  Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð.  Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.

Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Læknir í blíðu og stríðu

Útgáfuár: 2010

pallPáll Gíslason læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi hefur á langri ævi komið víða við og kynnst mörgu og misjöfnu.  Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum.  Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu.  Ennfremur lét hann til sín taka í pólitíkinni í fjölmörg ár og var til dæmis lykilmaður við gerð hinnar umdeildu byggingar, Perlunnar.

Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.  Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á orð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson.

Leiðeinandi verð: 5.880-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Milli mjalta og messu

Útgáfuár: 2009

mjaltir_forGestir í hinum vinsæla útvarpsþætti Önnu Kristine Magnúsdóttur, Milli mjalta og messu, voru tæpir 500.  Í þessari bók segja fimm þeirra sögu sína.  Fríkirkjupresturinn hefur umburðarlyndi að leiðarljósi, ung kona er strútabóndi í Suður-Afríku, einn af 24 bestu ljósmyndurum veraldar bregður upp myndum í orðum, rafvirkinn og miðillinn eiga það sameiginlegt að þurfa að kunna tengja og kona sem missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjólflóði segir frá afleiðingum þess á líf hennar.

Viðmælendurnir eru:  Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir, Ragnar Axelsson (RAX),  Skúli Lórenzson og Erla Jóhannsdóttir.  Þau veita okkur hér innsýn í ævintýralegt líf sitt.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Sá á skjöld hvítan

Útgáfuár: 2009

jon_forsidaJón Böðvarsson er löngu orðinn eins konar þjóðsagnahetja í lifanda lífi. Glæsilegar skýringar hans á persónum og atburðum Íslendingasagna hafa hitt þjóðina beint í hjartastað. Enn þreyja menn nú þorrann og góuna við lestur okkar fornu sagna, – Njáll, Grettir og Gissur tala til okkar af endurnýjuðum þrótti og í Sturlungu finnum við samsvörun við átök nútímans. Jón Böðvarsson hefur haldið ótrúlega mörg og fjölmenn fornritanámskeið og farið með þátttakendur í ferðir á fjarlægar slóðir víkinga. Á þeim vettvangi hefur hann unnið frumkvöðlastarf. En Jón er fjarri því allur þar sem hann er séður, í honum búa margir menn, í þessari bók segir og frá skákmanninum, íþróttamanninum, stjórnmálamanninum, kennaranum, skólameistaranum og leiðsögumanninum Jóni Böðvarssyni. Ótal sögur segir hann, sumar græskulausar, aðrar með broddi í. Frá fjölskylduhögum Jóns og vinaböndum greinir einnig.

Jón Böðvarsson er sagnamaður af bestu gerð. Þann eiginleika Jóns nýtir Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og rithöfundur í viðtalsbók þessari. Þau leggja saman og útkoman er lifandi frásögn af lífi og starfi íslenskufræðingsins Jóns Böðvarssonar. Hispurslaus lýsing óvenjulegs manns.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Papa Jazz

Útgáfuár: 2009

papajazz-forsÆvisaga Guðmundar Steingrímssonar er jafnframt saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Hér tvinnast þetta saman og útkoman er bæði fróðleg og skemmtileg; sögur af sviðinu og baksviðs,
spaugileg atvik og erfiðleikar og allt þar á milli.

PAPA JAZZ er bók sem enginn tónlistaráhugamaður lætur fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Afmælisrit, Ævisögur og endurminningar, Tónlistarbækur

Haukur á Röðli

Útgáfuár: 2009

haukur_front

Í bókinni segir Haukur Pálsson á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu frá ævintýralegu lífshlaupi sínu.  Hér er að finna ótrúlegar bernskulýsingar sérstæðs Húnvetnings sem hefur fengið að smakka á ýmsu í lífinu.  Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum.  Sagt er frá stríðsárunum, lífreið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla þar sem margt var brallað, hvernig hann falsaði sitt eigið kennsluvottorð til bílprófs (hann varð síðar ökukennari til margra ára!) og ók inn í skólann á amerískum Farmalltraktor. Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, vélamaður, gorkarl og skemmtikraftur og lýsir samferðarmönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt.

Birgitta H. Halldórsdóttir skráir lífshlaup Hauks á Röðli.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Dagbók Anne Frank – kiljuútgáfa

Útgáfuár: 2008

dagbok_af

Dagbók Anne Frank (kilja) kemur nú út á Íslandi óritskoðuð í fyrsta skipti.  Allir kaflarnir, sem faðir hennar kaus að sleppa í fyrri útgáfum, eru hér með. Fyrir vikið verður til einstök og sönn  þroskasaga ungrar stúlku sem lýsir meðal annars vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, stríði unglingsins við foreldra sína, sérstaklega móðurina, og vaxandi einsemd táningsins í miðju fári seinni heimsstyrjaldarinnar.

Að Biblíunni undanskilinni hefur engin bók selst í fleiri eintökum en Dagbók Anne Frank.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Stríð

Þræðir

Útgáfuár: 2008

thraedir

Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleiðtogi, stjórnmálamaður og fræðimaður, lést langt um aldur fram.  Því þótti vinum hans og velunnurum tilvalið að taka saman brot úr ævi þessa svipmikla manns sem sjaldan fór troðnar slóðir.  Einnig eru hér einnig þær fræðigreinar sem Hrafnkell ritaði og birtust í ýmsum ritum, en þrátt fyrir mikinn hamagang á sviði verkalýðs- og stjórnmála þá blundaði í honum fræðimaður, sem því miður var kallaður burtu frá ýmsu óloknu á þeim vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

 

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Sagnfræði

Töfrum líkast

Útgáfuár: 2008

tofrumBaldur Brjánsson er vafalítið fremsti töframaður Íslands, fyrr og síðar.  Hann hefur borðað rakvélablöð, opnað lás með augnaráðinu og skorið upp menn með berum höndum, svo eitthvað sé nefnt.  En saga hans er miklu meira en töfrabrögð út í gegn.  Það sannfærast þeir um sem lesa þessa bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar

Ég hef nú sjaldan verið algild

Útgáfuár: 2008

eg_hef_nu_sjaldan

Hér er rakin saga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur; konu sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir.  Þrátt fyrir að hafa alla sína ævi búið á Hesteyri, afskekktum bæ í hinum austfirska Mjóafirði, hefur hún visku til að bera sem fáum er gefin og er víðsýnni en margur langskólagenginn aristókratinn.

Hingað til hefur verið dregin upp ákveðin mynd af Önnu og einblínt á það sem greinir hana frá öðru fólki.  En er það raunsönn mynd?

Hver er Anna á Hesteyri í raun og veru?  Hvernig var æska hennar og uppeldi? Hvaða hetjudáð drýgði hún? Hvers vegna ákvað hún að taka inn útigangsmenn á heimili sitt? Og hvernig brást hún við þegar landsþekktur glæpamaður heimsótti hana um nótt og náði tökum á sveðjunni? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu.

Þetta er einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi – sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.

Uppseld.

Tengsl: Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is